Loðnuleiðangurinn á hraðri siglingu í átt til Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2020 13:07 Ferlar skipanna um eittleytið í dag. Hákon EA er táknaður með bleikum lit, Polar Amaroq með gulum og Árni Friðriksson með ljósbláum. Mynd/Hafrannsóknastofnun. Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti en áður var búist við að þau myndu bíða af sér óveðrið fram yfir hádegi í dag. Skipin þrjú, Árni Friðriksson, Hákon og Polar Amaraoq, voru um eittleytið í dag á siglingu norður af Húnaflóa og Ströndum og stefndu á Vestfjarðamið. Hákon var kominn lengst, var norðaustur af Hornbjargi, Polar Amaroq var út af Geirólfsgnúp en Árni norðvestur af Skaga. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson sagði í gær að mjög lítið hefði fundist af loðnu til þessa, einungis hrafl eða smátorfur á stangli, en hvergi verulegt magn. Taldi hann að loðnan væri ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. Stefnan núna er að leita vestan Kolbeinbeinseyjarhryggs sem og Vestfjarðamið suður til Víkuráls djúpt undan sunnanverðum Vestfjörðum. Leitað er í kappi við tímann en miklir hagsmunir eru í húfi að loðna finnist í veiðanlegu magni sem fyrst. Veiðitímabilið er takmarkað en venjulega hefur loðnuvertíð lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans fyrir helgi kom fram að útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Áætlað var að Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð í ár, og Neskaupstaður orðið af 2,9 milljarða króna tekjum. Aðrar byggðir sem vænst geta mikilla tekna af loðnuvinnslu eru Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Þórshöfn. Í frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í síðustu viku kom fram að sjómenn hefðu orðið varir við loðnu á Vestfjarðamiðum: Akureyri Fjarðabyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti en áður var búist við að þau myndu bíða af sér óveðrið fram yfir hádegi í dag. Skipin þrjú, Árni Friðriksson, Hákon og Polar Amaraoq, voru um eittleytið í dag á siglingu norður af Húnaflóa og Ströndum og stefndu á Vestfjarðamið. Hákon var kominn lengst, var norðaustur af Hornbjargi, Polar Amaroq var út af Geirólfsgnúp en Árni norðvestur af Skaga. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson sagði í gær að mjög lítið hefði fundist af loðnu til þessa, einungis hrafl eða smátorfur á stangli, en hvergi verulegt magn. Taldi hann að loðnan væri ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. Stefnan núna er að leita vestan Kolbeinbeinseyjarhryggs sem og Vestfjarðamið suður til Víkuráls djúpt undan sunnanverðum Vestfjörðum. Leitað er í kappi við tímann en miklir hagsmunir eru í húfi að loðna finnist í veiðanlegu magni sem fyrst. Veiðitímabilið er takmarkað en venjulega hefur loðnuvertíð lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans fyrir helgi kom fram að útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Áætlað var að Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð í ár, og Neskaupstaður orðið af 2,9 milljarða króna tekjum. Aðrar byggðir sem vænst geta mikilla tekna af loðnuvinnslu eru Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Þórshöfn. Í frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í síðustu viku kom fram að sjómenn hefðu orðið varir við loðnu á Vestfjarðamiðum:
Akureyri Fjarðabyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15