Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2020 11:00 Yngvi telur sjókvíalaxeldismenn hafa komið ár sinni vel fyrir borð innan ráðuneytis Kristjáns Þórs Júlíussonar en einn helsti agent þeirra er Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi forseti Alþingis en stjórnarformaður Arnarlax er Kjartan Ólafsson. Yngvi Óttarsson verkfræðingur skrifar grein á Vísi um sjókvíaeldi og telur að þeir sem þar véla um á vegum ráðuneytisins séu bullandi hagsmunatengdir. Í pistli hans segir meðal annars: „Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins,“ segir í lok greinar Yngva en hann gerir að umfjöllunarefni uppfærð lög um sjókvíaeldi. Þar er lagt til að fella niður fjarlægðarmörk eldisstarfsemi og nú megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa. „Með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska.“ En, miðað hefur verið við 5 kílómetra. Sjókvíaeldi í Patreksfirði.visir/egill Yngvi segir að í millitíðinni hafi það gerst að til ráðuneytisins voru tveir nýir starfsmenn ráðnir. „Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin?“ Iðnaður sem getur útrýmt villtum stofnum hratt og örugglega Spurður hvernig það kom til að hann taldi vert að skrifa grein um þetta efni, þar sem svo alvarlegar ásakanir eru settar fram, að hagsmunatengdir aðilar komi beint að stjórnvaldsaðgerðum, segir Yngvi að honum ofbjóði hvernig stjórnkerfið virðist stöðugt draga taum þessa mengandi iðnaðar sem opið sjókvíaeldi er. Yngvi Óttarsson. Hann segir að sérfræðingar ráðuneytisins, sem nú vill fella brott fjarlægðarmörk frá sjókvíaeldi og laxveiðiám, komi beint úr sjókvíaeldinu. „Og mér ofbýður virðingarleysið fyrir náttúrunni og umgengni við hana. Það er margrannsakað að þessi iðnaður getur útrýmt villtum stofnum, hratt og örugglega ef lús leggst á sjógönguseiði, nú eða þá hægt en örugglega ef nægjanlega mikil erfðamengun verður um langan tíma. Yngvi segir að þetta sé allt vel þekkt og hafi verið kortlagt til dæmis í Noregi. „Ég hélt að mannkynið væri fyrir löngu búið að koma sér saman um að hætta ekki á að útrýma villtum dýrastofnum.“ Fólk ómeðvitað um þá vá sem fyrir dyrum stendur En, átt þú sjálfur einhverra hagsmuna að gæta í málinu?„Já, í fyrsta lagi er ég Íslendingur og eitt peð á þessari jörð. Og vil ekki að náttúrunni sé stefnt í voða - í þessu tilviki að ástæðulausu, því það eru ýmsar góðar leiðir til að stunda fiskeldi, landeldi, lokuð kerfi í sjó, nú eða þá jafnvel geldfiskur. Það virðist ekkert vera sjókvíaeldisfyrirtækjunum heilagt í augnablikinu. Sjókvíaeldið er verulega umdeildur iðnaður.visir/egill Í öðru lagi er ég í stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum þar sem ég á eignaraðild. Hef verið þar í stjórn frá árinu 2014. Ég er síðan líka veiðimaður og var leiðsögumaður ein átta sumur.“ Telur þú almennt fólk ómeðvitað um þá vá sem umhverfisverndarsinnar telja að stafi af þessum iðnaði?„Já, það hefur verið svo. En með umræðu og fræðslu þá held ég að það sé að breytast. En það er ákveðinn vandi að sjókvíaeldisiðnaðurinn með sitt ótakmarkaða fjármagn neitar að horfast í augu við alvarlegar afleiðingar og kýs í staðinn að slá ryk í augu fólks og fullyrðir statt og stöðugt ranglega að þetta sé sérstaklega umhverfisvænn iðnaður.“ Yngvi segir að dæmi um vafasamar fullyrðingar um kolefnisspor og að vaxandi mannfjöldi þurfi aukna fæðu – hvernig gengur það upp ef notuð eru um 5 kíló af uppsjávarfiski í það fóður sem þarf í að framleiða 1 kíló af laxi í eldiskví. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Lilja Rafney lýsir yfir stuðningi við sjókvíaeldi Segir fiskeldi hafa skapað mörg ný störf fyrir konur og kalla. 6. október 2016 12:37 Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar um sjókvíaeldi og segir sérfræðinga ráðuneytisins koma beint frá eldismönnum. 22. janúar 2020 10:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Yngvi Óttarsson verkfræðingur skrifar grein á Vísi um sjókvíaeldi og telur að þeir sem þar véla um á vegum ráðuneytisins séu bullandi hagsmunatengdir. Í pistli hans segir meðal annars: „Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins,“ segir í lok greinar Yngva en hann gerir að umfjöllunarefni uppfærð lög um sjókvíaeldi. Þar er lagt til að fella niður fjarlægðarmörk eldisstarfsemi og nú megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa. „Með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska.“ En, miðað hefur verið við 5 kílómetra. Sjókvíaeldi í Patreksfirði.visir/egill Yngvi segir að í millitíðinni hafi það gerst að til ráðuneytisins voru tveir nýir starfsmenn ráðnir. „Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin?“ Iðnaður sem getur útrýmt villtum stofnum hratt og örugglega Spurður hvernig það kom til að hann taldi vert að skrifa grein um þetta efni, þar sem svo alvarlegar ásakanir eru settar fram, að hagsmunatengdir aðilar komi beint að stjórnvaldsaðgerðum, segir Yngvi að honum ofbjóði hvernig stjórnkerfið virðist stöðugt draga taum þessa mengandi iðnaðar sem opið sjókvíaeldi er. Yngvi Óttarsson. Hann segir að sérfræðingar ráðuneytisins, sem nú vill fella brott fjarlægðarmörk frá sjókvíaeldi og laxveiðiám, komi beint úr sjókvíaeldinu. „Og mér ofbýður virðingarleysið fyrir náttúrunni og umgengni við hana. Það er margrannsakað að þessi iðnaður getur útrýmt villtum stofnum, hratt og örugglega ef lús leggst á sjógönguseiði, nú eða þá hægt en örugglega ef nægjanlega mikil erfðamengun verður um langan tíma. Yngvi segir að þetta sé allt vel þekkt og hafi verið kortlagt til dæmis í Noregi. „Ég hélt að mannkynið væri fyrir löngu búið að koma sér saman um að hætta ekki á að útrýma villtum dýrastofnum.“ Fólk ómeðvitað um þá vá sem fyrir dyrum stendur En, átt þú sjálfur einhverra hagsmuna að gæta í málinu?„Já, í fyrsta lagi er ég Íslendingur og eitt peð á þessari jörð. Og vil ekki að náttúrunni sé stefnt í voða - í þessu tilviki að ástæðulausu, því það eru ýmsar góðar leiðir til að stunda fiskeldi, landeldi, lokuð kerfi í sjó, nú eða þá jafnvel geldfiskur. Það virðist ekkert vera sjókvíaeldisfyrirtækjunum heilagt í augnablikinu. Sjókvíaeldið er verulega umdeildur iðnaður.visir/egill Í öðru lagi er ég í stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum þar sem ég á eignaraðild. Hef verið þar í stjórn frá árinu 2014. Ég er síðan líka veiðimaður og var leiðsögumaður ein átta sumur.“ Telur þú almennt fólk ómeðvitað um þá vá sem umhverfisverndarsinnar telja að stafi af þessum iðnaði?„Já, það hefur verið svo. En með umræðu og fræðslu þá held ég að það sé að breytast. En það er ákveðinn vandi að sjókvíaeldisiðnaðurinn með sitt ótakmarkaða fjármagn neitar að horfast í augu við alvarlegar afleiðingar og kýs í staðinn að slá ryk í augu fólks og fullyrðir statt og stöðugt ranglega að þetta sé sérstaklega umhverfisvænn iðnaður.“ Yngvi segir að dæmi um vafasamar fullyrðingar um kolefnisspor og að vaxandi mannfjöldi þurfi aukna fæðu – hvernig gengur það upp ef notuð eru um 5 kíló af uppsjávarfiski í það fóður sem þarf í að framleiða 1 kíló af laxi í eldiskví.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Lilja Rafney lýsir yfir stuðningi við sjókvíaeldi Segir fiskeldi hafa skapað mörg ný störf fyrir konur og kalla. 6. október 2016 12:37 Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar um sjókvíaeldi og segir sérfræðinga ráðuneytisins koma beint frá eldismönnum. 22. janúar 2020 10:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41
Lilja Rafney lýsir yfir stuðningi við sjókvíaeldi Segir fiskeldi hafa skapað mörg ný störf fyrir konur og kalla. 6. október 2016 12:37
Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar um sjókvíaeldi og segir sérfræðinga ráðuneytisins koma beint frá eldismönnum. 22. janúar 2020 10:15