Að breyta loðnu í lax Yngvi Óttarsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Nýskipaður formaður Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, skrifar í Fréttablaðið 10. apríl um fiskeldi um víða veröld og reynir enn einu sinni að beina athyglinni frá hinni stórkostlegu hættu af laxeldi með ógelta norska eldisstofna í opnum sjókvíum við Ísland: Erfðamengun, lúsafaraldrar, sjúkdómar og mengun hafsins með gífurlegum úrgangi svo eitthvað sé nefnt. Ráðleggingar almannatenglanna eru greinilega, að allri gagnrýni skuli svara og afvegaleiða með óviðkomandi smjörklípum. Alls ekki skuli ræða um þau spjót sem á þessari umdeildu starfssemi standa. Ræða frekar eitthvað annað. Þessi nýjasta smjörklípa stenst enga skoðun. Nýi formaðurinn skrifar að fiskeldi sé framtíðin þar sem fiskeldi leysi fæðuskort mannkynsins. Eflaust er hægt að finna dæmi um umhverfisvænt fiskeldi einhvers staðar í heiminum, en það á ekki við um laxeldi í opnum sjókvíum, hvorki við Íslandsstrendur né annars staðar. Samkvæmt upplýsingunum frá eldisfyrirtækjunum sjálfum er fóðurhlutfallið 1,2. Þannig þarf 1,2 kg af þurrfóðri til að ala 1 kg af lifandi laxi. Í þurrfóðrinu er 35% fiskimjöl og 28% lýsi (skýrsla Verkís fyrir Arnarlax, desember 2016, bls. 17). Við bræðslu loðnu er nýting í fiskimjöl um 18% og í lýsi um 7%. Þetta þýðir að fyrir hver 1,2 kg af þurrfóðri sem fleygt er fyrir laxinn þarf að bræða 4,8 kg af loðnu til að ná í lýsið og mjölið sem að lokum verður að 1 kg af eldislaxi. Augljóslega mettar það ekki fleiri munna að umbreyta uppsjávarfiski þannig í eldislax. Sú framleiðsla er í rauninni stórkostleg matarsóun. Hinum norsku eigendum sjókvíaeldisfyrirtækjanna og málpípum þeirra væri nær að svara því hvernig koma megi í veg fyrir náttúruspjöll með raunhæfum hætti svo sem með því að nota geldfisk, lokuð kerfi eða landeldi. Þær sömu lausnir og norsku eigendurnir eru að vinna í heima fyrir. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nýskipaður formaður Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, skrifar í Fréttablaðið 10. apríl um fiskeldi um víða veröld og reynir enn einu sinni að beina athyglinni frá hinni stórkostlegu hættu af laxeldi með ógelta norska eldisstofna í opnum sjókvíum við Ísland: Erfðamengun, lúsafaraldrar, sjúkdómar og mengun hafsins með gífurlegum úrgangi svo eitthvað sé nefnt. Ráðleggingar almannatenglanna eru greinilega, að allri gagnrýni skuli svara og afvegaleiða með óviðkomandi smjörklípum. Alls ekki skuli ræða um þau spjót sem á þessari umdeildu starfssemi standa. Ræða frekar eitthvað annað. Þessi nýjasta smjörklípa stenst enga skoðun. Nýi formaðurinn skrifar að fiskeldi sé framtíðin þar sem fiskeldi leysi fæðuskort mannkynsins. Eflaust er hægt að finna dæmi um umhverfisvænt fiskeldi einhvers staðar í heiminum, en það á ekki við um laxeldi í opnum sjókvíum, hvorki við Íslandsstrendur né annars staðar. Samkvæmt upplýsingunum frá eldisfyrirtækjunum sjálfum er fóðurhlutfallið 1,2. Þannig þarf 1,2 kg af þurrfóðri til að ala 1 kg af lifandi laxi. Í þurrfóðrinu er 35% fiskimjöl og 28% lýsi (skýrsla Verkís fyrir Arnarlax, desember 2016, bls. 17). Við bræðslu loðnu er nýting í fiskimjöl um 18% og í lýsi um 7%. Þetta þýðir að fyrir hver 1,2 kg af þurrfóðri sem fleygt er fyrir laxinn þarf að bræða 4,8 kg af loðnu til að ná í lýsið og mjölið sem að lokum verður að 1 kg af eldislaxi. Augljóslega mettar það ekki fleiri munna að umbreyta uppsjávarfiski þannig í eldislax. Sú framleiðsla er í rauninni stórkostleg matarsóun. Hinum norsku eigendum sjókvíaeldisfyrirtækjanna og málpípum þeirra væri nær að svara því hvernig koma megi í veg fyrir náttúruspjöll með raunhæfum hætti svo sem með því að nota geldfisk, lokuð kerfi eða landeldi. Þær sömu lausnir og norsku eigendurnir eru að vinna í heima fyrir. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar