Að breyta loðnu í lax Yngvi Óttarsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Nýskipaður formaður Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, skrifar í Fréttablaðið 10. apríl um fiskeldi um víða veröld og reynir enn einu sinni að beina athyglinni frá hinni stórkostlegu hættu af laxeldi með ógelta norska eldisstofna í opnum sjókvíum við Ísland: Erfðamengun, lúsafaraldrar, sjúkdómar og mengun hafsins með gífurlegum úrgangi svo eitthvað sé nefnt. Ráðleggingar almannatenglanna eru greinilega, að allri gagnrýni skuli svara og afvegaleiða með óviðkomandi smjörklípum. Alls ekki skuli ræða um þau spjót sem á þessari umdeildu starfssemi standa. Ræða frekar eitthvað annað. Þessi nýjasta smjörklípa stenst enga skoðun. Nýi formaðurinn skrifar að fiskeldi sé framtíðin þar sem fiskeldi leysi fæðuskort mannkynsins. Eflaust er hægt að finna dæmi um umhverfisvænt fiskeldi einhvers staðar í heiminum, en það á ekki við um laxeldi í opnum sjókvíum, hvorki við Íslandsstrendur né annars staðar. Samkvæmt upplýsingunum frá eldisfyrirtækjunum sjálfum er fóðurhlutfallið 1,2. Þannig þarf 1,2 kg af þurrfóðri til að ala 1 kg af lifandi laxi. Í þurrfóðrinu er 35% fiskimjöl og 28% lýsi (skýrsla Verkís fyrir Arnarlax, desember 2016, bls. 17). Við bræðslu loðnu er nýting í fiskimjöl um 18% og í lýsi um 7%. Þetta þýðir að fyrir hver 1,2 kg af þurrfóðri sem fleygt er fyrir laxinn þarf að bræða 4,8 kg af loðnu til að ná í lýsið og mjölið sem að lokum verður að 1 kg af eldislaxi. Augljóslega mettar það ekki fleiri munna að umbreyta uppsjávarfiski þannig í eldislax. Sú framleiðsla er í rauninni stórkostleg matarsóun. Hinum norsku eigendum sjókvíaeldisfyrirtækjanna og málpípum þeirra væri nær að svara því hvernig koma megi í veg fyrir náttúruspjöll með raunhæfum hætti svo sem með því að nota geldfisk, lokuð kerfi eða landeldi. Þær sömu lausnir og norsku eigendurnir eru að vinna í heima fyrir. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nýskipaður formaður Landssambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, skrifar í Fréttablaðið 10. apríl um fiskeldi um víða veröld og reynir enn einu sinni að beina athyglinni frá hinni stórkostlegu hættu af laxeldi með ógelta norska eldisstofna í opnum sjókvíum við Ísland: Erfðamengun, lúsafaraldrar, sjúkdómar og mengun hafsins með gífurlegum úrgangi svo eitthvað sé nefnt. Ráðleggingar almannatenglanna eru greinilega, að allri gagnrýni skuli svara og afvegaleiða með óviðkomandi smjörklípum. Alls ekki skuli ræða um þau spjót sem á þessari umdeildu starfssemi standa. Ræða frekar eitthvað annað. Þessi nýjasta smjörklípa stenst enga skoðun. Nýi formaðurinn skrifar að fiskeldi sé framtíðin þar sem fiskeldi leysi fæðuskort mannkynsins. Eflaust er hægt að finna dæmi um umhverfisvænt fiskeldi einhvers staðar í heiminum, en það á ekki við um laxeldi í opnum sjókvíum, hvorki við Íslandsstrendur né annars staðar. Samkvæmt upplýsingunum frá eldisfyrirtækjunum sjálfum er fóðurhlutfallið 1,2. Þannig þarf 1,2 kg af þurrfóðri til að ala 1 kg af lifandi laxi. Í þurrfóðrinu er 35% fiskimjöl og 28% lýsi (skýrsla Verkís fyrir Arnarlax, desember 2016, bls. 17). Við bræðslu loðnu er nýting í fiskimjöl um 18% og í lýsi um 7%. Þetta þýðir að fyrir hver 1,2 kg af þurrfóðri sem fleygt er fyrir laxinn þarf að bræða 4,8 kg af loðnu til að ná í lýsið og mjölið sem að lokum verður að 1 kg af eldislaxi. Augljóslega mettar það ekki fleiri munna að umbreyta uppsjávarfiski þannig í eldislax. Sú framleiðsla er í rauninni stórkostleg matarsóun. Hinum norsku eigendum sjókvíaeldisfyrirtækjanna og málpípum þeirra væri nær að svara því hvernig koma megi í veg fyrir náttúruspjöll með raunhæfum hætti svo sem með því að nota geldfisk, lokuð kerfi eða landeldi. Þær sömu lausnir og norsku eigendurnir eru að vinna í heima fyrir. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð. Aðeins varanlegar lausnir sem valda ekki tjóni á náttúrunni geta skapað sátt. Stóriðja með tilheyrandi mengun og umhverfisspjöllum er liðin tíð.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar