Notaði stól sem vopn í miklum slagsmálum í bandaríska háskólaboltanum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 13:15 Silvio De Sousa með stól að vopni í miðjum slagsmálunum. Hann gerði ferli sínum engan greiða með hegðun sinni. Getty/Jamie Squire Allt varð vitlaust í lok leiks Kansas skólanna í bandaríska háskólaboltanum í nótt og bandarískir miðlar hafa birt allskonar myndbönd af öllum látunum. Kansas vann þarna 81-60 sigur á Kansas State í leiknum og urðu slagsmálin í lok leiksins. Kveikjan var þegar Silvio De Sousa, framherji sigurliðsins í Kansas, varði skot DaJuan Gordon hjá Kansas State með tilþrifum og stóð síðan yfir honum á eftir. Í framhaldinu ruku leikmenn úr báðum liðum til þeirra og úr urðu ljót slagsmál sem tók langan tíma að leiða til lykta. A college basketball game between rivals Kansas and Kansas State ended in a bench-clearing brawl Tuesday night. https://t.co/WUfzsgqMn8— NBC News (@NBCNews) January 22, 2020 Forsaga atviksins var kannski aðeins lengi. Leikmenn Kansas State tóku áður boltann af Silvio De Sousa þegar hann var að láta tímann renna út. Hann var ekki sáttur með að fá ekki að rekja boltann úr leikinn eins og er venjan þegar leikurinn er löngu unninn. Silvio De Sousa fékk útrás fyrir reiði sína með því að gera lítið úr leikmanni Kansas State, fyrst með því að verja skotið hans með látum en svo með því að standa yfir þessum unga stráki í Kansas State sem er á sínu fyrsta ári í skólanum. Silvio De Sousa var manna brjálaðastur og lét hnefahöggin dynja á mönnum. Hann var líka kominn með stól sem vopn í miðjum slagsmálunum eins og sést á myndum. Sem betur fer náði aðstoðarþjálfari liðsins, Jerrance Howard, að taka stólinn af De Sousa áður en hann stórslasaði ekki menn. Það tók nokkrar mínútur að stilla til friðar en það tókst eftir að þjálfara liðanna fengu öryggisverði og fleiri til að róa menn niður. Our colleagues at the Kansas City Star have multiple angles on the Kansas-Kansas State brawl. https://t.co/FwU6LlTTQR— Herald-Leader Sports (@KentuckySports) January 22, 2020 Atvikið varð áður en leiklukkan rann út. Eftir dágóðan tíma þurftu því leikmenn að koma aftur út á völlinn til að klára síðustu sekúndu leiksins. Kansas State endaði leikinn á því að taka tæknivíti. Hér fyrir neðan má sjá myndband ESPN af öllum látunum. Körfubolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Allt varð vitlaust í lok leiks Kansas skólanna í bandaríska háskólaboltanum í nótt og bandarískir miðlar hafa birt allskonar myndbönd af öllum látunum. Kansas vann þarna 81-60 sigur á Kansas State í leiknum og urðu slagsmálin í lok leiksins. Kveikjan var þegar Silvio De Sousa, framherji sigurliðsins í Kansas, varði skot DaJuan Gordon hjá Kansas State með tilþrifum og stóð síðan yfir honum á eftir. Í framhaldinu ruku leikmenn úr báðum liðum til þeirra og úr urðu ljót slagsmál sem tók langan tíma að leiða til lykta. A college basketball game between rivals Kansas and Kansas State ended in a bench-clearing brawl Tuesday night. https://t.co/WUfzsgqMn8— NBC News (@NBCNews) January 22, 2020 Forsaga atviksins var kannski aðeins lengi. Leikmenn Kansas State tóku áður boltann af Silvio De Sousa þegar hann var að láta tímann renna út. Hann var ekki sáttur með að fá ekki að rekja boltann úr leikinn eins og er venjan þegar leikurinn er löngu unninn. Silvio De Sousa fékk útrás fyrir reiði sína með því að gera lítið úr leikmanni Kansas State, fyrst með því að verja skotið hans með látum en svo með því að standa yfir þessum unga stráki í Kansas State sem er á sínu fyrsta ári í skólanum. Silvio De Sousa var manna brjálaðastur og lét hnefahöggin dynja á mönnum. Hann var líka kominn með stól sem vopn í miðjum slagsmálunum eins og sést á myndum. Sem betur fer náði aðstoðarþjálfari liðsins, Jerrance Howard, að taka stólinn af De Sousa áður en hann stórslasaði ekki menn. Það tók nokkrar mínútur að stilla til friðar en það tókst eftir að þjálfara liðanna fengu öryggisverði og fleiri til að róa menn niður. Our colleagues at the Kansas City Star have multiple angles on the Kansas-Kansas State brawl. https://t.co/FwU6LlTTQR— Herald-Leader Sports (@KentuckySports) January 22, 2020 Atvikið varð áður en leiklukkan rann út. Eftir dágóðan tíma þurftu því leikmenn að koma aftur út á völlinn til að klára síðustu sekúndu leiksins. Kansas State endaði leikinn á því að taka tæknivíti. Hér fyrir neðan má sjá myndband ESPN af öllum látunum.
Körfubolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira