Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00
„Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45
Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46
„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49