Jón Daði viðurkennir að hann horfi stundum á myndbönd af sigrinum á Englandi á Youtube Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 10:00 Jón Daði Böðvarsson í leiknum fræga á móti Englandi í Nice 27. júní 2016. Getty/Manuel Blondeau Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson er í stóru viðtali hjá Daily Telegraph þar sem hann ræðir ýmislegt þar á meðal eftirminnilegan sigur Íslands á Englandi á EM 2016 en líka hversu ánægður hann er með liðsandann hjá liði sínu Millwall. Ensku blaðamennirnir eru enn að leita að vinklum á vandræðalegt tapi enska landsliðsins á móti 350 þúsund manna þjóð á EM í Frakklandi fyrir að verða fjórum árum síðan. Jón Daði var einn af íslensku hetjunum á vellinum í Nice. „Þetta breytti ekki aðeins ferli mínum heldur einnig öllu lífi mínu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en í framhaldinu fékk hann tækifæri hjá enska félaginu Wolverhampton Wanderers. Hann fór þaðan til Readind og svo til Millwall í sumar. „Ég verð að vera svolítið hortugur og segja frá því að stundum fer ég á Youtube til að horfa á svipmyndir frá sigurleiknum á Englandi. Ég elska að sjá viðbrögð stuðningsmanna enska landsliðsins og myndbönd af fólki að bregðast við þessum sigri okkar. Þetta er svo óraunverulegt,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. 'I love seeing the reactions of the English fans and the videos of people reacting to it. It’s surreal, really.' Jon Dadi Bodvarsson exclusive interview: Why Millwall are like Iceland, beating England and petrol station myths @SamJDeanhttps://t.co/LhYa3ccZfFpic.twitter.com/uCXUd9IbDR— Telegraph Football (@TeleFootball) January 22, 2020 Jón Daði segist aldrei munu fá leið á því að rifja upp sigurinn á Englendingum í sextán liða úrslitum EM. Hann segist enn frá gæsahúð þegar hann hugsar um móttökurnar sem íslenska liðið fékk heima á Íslandi. Jón Daði rifjar líka upp þögnina í búningsklefa íslenska liðsins eftir leikinn þegar leikmenn landsliðsins voru að melta það sem þeir höfðu afrekað. „Það var frétt um það fyrir leikinn að ég væri í hlutastarfi sem bensínafgreiðslumaður. Það var mjög tilviljunarkennt. Enginn af okkur voru áhugamenn og meirihlutinn að spila í sterkum deildum í Evrópu. Ég held að þetta hafi meira komið til vegna þess að nafnið Ísland hljómar kannski ekki mjög fagmannlega þegar kemur að fótbolta,“ sagði Jón Daði. „Alla Íslendinga dreymdi samt um að fá að mæta Englandi á stórmóti. Við ólumst upp með að horfa á ensku úrvalsdeildina. Þetta var eins og örlög,“ sagði Jón Daði. Millwall er að gera góða hluti í ensku b-deildinni og á möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. First league goal as a Lion:@jondadi#Millwallpic.twitter.com/QoFXjCPzE0— Millwall FC (@MillwallFC) January 19, 2020 Jón Daði Böðvarsson líkir andrúmsloftinu hjá Millwall við íslenska landsliðið í viðtalinu við Dauly Telegraph. „Millwall er félag þar sem andrúmsloftið er næst því sem ég þekki hjá íslenska landsliðinu. Þar eru sterk tengsl og samheldni sem gerir okkur að sterkri liðsheild og sömu sögu má segja um Millwall. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingarnir,“ sagði Jón Daði og bætir við: „Það kom mér mjög á óvart hversu andrúmsloftið í liðinu var gott. Klefinn hjá okkur er frábær og ég hef aldrei kynnst honum svona góðum hjá hinum félögunum mínum á ferlinum,“ sagði Jón Daði. „Þetta er mjög samheldinn og þéttur hópur hjá Millwall. Það er engin sía og það getur verið bæði glórulaust og fyndið. Það eru sterkir karakterar í liðinu en einnig leikmenn sem hafa spilað í neðri deildunum sem hafa þurft að leggja mikið á sig til að vinna sig upp á þetta stig. Það er auðmýkt í liðinu og menn eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Sú samsetning er frábær,“ segir Jón Daði. Jón Daði skoraði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu í síðasta leik þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri Millwall á hans gömlu félögum í Reading. Eftir sigurinn er Milwall í 10. sæti nú fimm stigum frá síðasta umspilssætinu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Cool. Calm. Collected. Ft. @jondadi#Millwallpic.twitter.com/aOIsaRnyaz— Millwall FC (@MillwallFC) January 19, 2020 Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson er í stóru viðtali hjá Daily Telegraph þar sem hann ræðir ýmislegt þar á meðal eftirminnilegan sigur Íslands á Englandi á EM 2016 en líka hversu ánægður hann er með liðsandann hjá liði sínu Millwall. Ensku blaðamennirnir eru enn að leita að vinklum á vandræðalegt tapi enska landsliðsins á móti 350 þúsund manna þjóð á EM í Frakklandi fyrir að verða fjórum árum síðan. Jón Daði var einn af íslensku hetjunum á vellinum í Nice. „Þetta breytti ekki aðeins ferli mínum heldur einnig öllu lífi mínu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en í framhaldinu fékk hann tækifæri hjá enska félaginu Wolverhampton Wanderers. Hann fór þaðan til Readind og svo til Millwall í sumar. „Ég verð að vera svolítið hortugur og segja frá því að stundum fer ég á Youtube til að horfa á svipmyndir frá sigurleiknum á Englandi. Ég elska að sjá viðbrögð stuðningsmanna enska landsliðsins og myndbönd af fólki að bregðast við þessum sigri okkar. Þetta er svo óraunverulegt,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. 'I love seeing the reactions of the English fans and the videos of people reacting to it. It’s surreal, really.' Jon Dadi Bodvarsson exclusive interview: Why Millwall are like Iceland, beating England and petrol station myths @SamJDeanhttps://t.co/LhYa3ccZfFpic.twitter.com/uCXUd9IbDR— Telegraph Football (@TeleFootball) January 22, 2020 Jón Daði segist aldrei munu fá leið á því að rifja upp sigurinn á Englendingum í sextán liða úrslitum EM. Hann segist enn frá gæsahúð þegar hann hugsar um móttökurnar sem íslenska liðið fékk heima á Íslandi. Jón Daði rifjar líka upp þögnina í búningsklefa íslenska liðsins eftir leikinn þegar leikmenn landsliðsins voru að melta það sem þeir höfðu afrekað. „Það var frétt um það fyrir leikinn að ég væri í hlutastarfi sem bensínafgreiðslumaður. Það var mjög tilviljunarkennt. Enginn af okkur voru áhugamenn og meirihlutinn að spila í sterkum deildum í Evrópu. Ég held að þetta hafi meira komið til vegna þess að nafnið Ísland hljómar kannski ekki mjög fagmannlega þegar kemur að fótbolta,“ sagði Jón Daði. „Alla Íslendinga dreymdi samt um að fá að mæta Englandi á stórmóti. Við ólumst upp með að horfa á ensku úrvalsdeildina. Þetta var eins og örlög,“ sagði Jón Daði. Millwall er að gera góða hluti í ensku b-deildinni og á möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. First league goal as a Lion:@jondadi#Millwallpic.twitter.com/QoFXjCPzE0— Millwall FC (@MillwallFC) January 19, 2020 Jón Daði Böðvarsson líkir andrúmsloftinu hjá Millwall við íslenska landsliðið í viðtalinu við Dauly Telegraph. „Millwall er félag þar sem andrúmsloftið er næst því sem ég þekki hjá íslenska landsliðinu. Þar eru sterk tengsl og samheldni sem gerir okkur að sterkri liðsheild og sömu sögu má segja um Millwall. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingarnir,“ sagði Jón Daði og bætir við: „Það kom mér mjög á óvart hversu andrúmsloftið í liðinu var gott. Klefinn hjá okkur er frábær og ég hef aldrei kynnst honum svona góðum hjá hinum félögunum mínum á ferlinum,“ sagði Jón Daði. „Þetta er mjög samheldinn og þéttur hópur hjá Millwall. Það er engin sía og það getur verið bæði glórulaust og fyndið. Það eru sterkir karakterar í liðinu en einnig leikmenn sem hafa spilað í neðri deildunum sem hafa þurft að leggja mikið á sig til að vinna sig upp á þetta stig. Það er auðmýkt í liðinu og menn eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Sú samsetning er frábær,“ segir Jón Daði. Jón Daði skoraði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu í síðasta leik þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri Millwall á hans gömlu félögum í Reading. Eftir sigurinn er Milwall í 10. sæti nú fimm stigum frá síðasta umspilssætinu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Cool. Calm. Collected. Ft. @jondadi#Millwallpic.twitter.com/aOIsaRnyaz— Millwall FC (@MillwallFC) January 19, 2020
Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira