„Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 13:15 Sonur Sigríðar og Karls lést fimm dögum eftir fæðingu vegna alvarlegra mistaka starfsfólks Landspítalans. vísir/vilhelm Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. Upphæðirnar í því máli hafi verið teknar og svo framreiknaðar á verðlag dagsins í dag. Hjónin fá fimm milljónir króna í miskabætur og 1,8 milljónir króna í málskostnað. „En í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt. Það er bara þannig. Þá er þetta spurningin hvað maður þjarkar mikið í einhverjum 500 þúsund köllum,“ segir Lára. Lára segir bótakröfuna í málinu hafa verið mun hærri en vill ekki fara út í það hversu há hún var. Þar hafi þó einnig verið farið fram á skaðabætur. „En það er segin saga að það er þekkt hér á Íslandi að miskabætur, það er bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, þær eru mjög lágar í samanburði við það sem gerist annars staðar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Skaðabætur séu síðan bætur fyrir fjárhagslegt og þá verði að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Málið enn á borði lögreglu Nói Hrafn, sonur Karls og Sigríðar, fæddist í byrjun janúar 2015 en lést fimm dögum síðar vegna heilaskaða sem hann hlaut við fæðingu vegna mistaka starfsfólks Landspítalans. Það hefur því tekið mörg ár að fá niðurstöðu í þann þátt málsins sem snýr að bótum til foreldranna en málið er enn á borði lögreglunnar. Lára segir að það hversu langan tíma málið hefur tekið megi rekja til þess hversu lengi lögreglan hefur haft það til rannsóknar. Ríkislögmaður hafði óskað eftir því að beðið yrði með að stefna ríkinu í málinu þar til lögreglan hefði komist að sinni niðurstöðu í því. Karl og Sigríður ákváðu hins vegar að bíða ekki lengur og stefndu ríkinu síðastliðið haust. Málið er enn á borði lögreglu að sögn Láru. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01 Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. Upphæðirnar í því máli hafi verið teknar og svo framreiknaðar á verðlag dagsins í dag. Hjónin fá fimm milljónir króna í miskabætur og 1,8 milljónir króna í málskostnað. „En í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt. Það er bara þannig. Þá er þetta spurningin hvað maður þjarkar mikið í einhverjum 500 þúsund köllum,“ segir Lára. Lára segir bótakröfuna í málinu hafa verið mun hærri en vill ekki fara út í það hversu há hún var. Þar hafi þó einnig verið farið fram á skaðabætur. „En það er segin saga að það er þekkt hér á Íslandi að miskabætur, það er bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, þær eru mjög lágar í samanburði við það sem gerist annars staðar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Skaðabætur séu síðan bætur fyrir fjárhagslegt og þá verði að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Málið enn á borði lögreglu Nói Hrafn, sonur Karls og Sigríðar, fæddist í byrjun janúar 2015 en lést fimm dögum síðar vegna heilaskaða sem hann hlaut við fæðingu vegna mistaka starfsfólks Landspítalans. Það hefur því tekið mörg ár að fá niðurstöðu í þann þátt málsins sem snýr að bótum til foreldranna en málið er enn á borði lögreglunnar. Lára segir að það hversu langan tíma málið hefur tekið megi rekja til þess hversu lengi lögreglan hefur haft það til rannsóknar. Ríkislögmaður hafði óskað eftir því að beðið yrði með að stefna ríkinu í málinu þar til lögreglan hefði komist að sinni niðurstöðu í því. Karl og Sigríður ákváðu hins vegar að bíða ekki lengur og stefndu ríkinu síðastliðið haust. Málið er enn á borði lögreglu að sögn Láru.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01 Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01
Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27
Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02