Staðfesta að herflugvél fórst í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2020 19:00 Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. AP/Tariq Ghazniwal Flugher Bandaríkjanna hefur staðfest að það var herflugvél á þeirra vegum sem brotlenti í Ghaznihéraði í Afganistan. Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. Ekkert liggur fyrir varðandi dauðsföll en blaðamaður á svæðinu segist hafa séð tvö lík og að talið sé að tveir hafi lifað slysið af. Um er að ræða Bombardier E-11A. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði á yfirráðasvæði Talibana en samt þó eingöngu tíu kílómetra frá herstöð Bandaríkjanna. Í fyrstu var talið að farþegaflugvél frá flugfélaginu Ariana hefði brotlent. Sjá einnig: Enn margt á reiki varðandi meint flugslys AP fréttaveitan ræddi við Tariq Ghazniwal, afganskan blaðamann, sem sagðist hafa séð brennandi flugvélarbrak og tvö lík fremst í flugvélinni. Hann sagði fremsta hluta flugvélarinnar mjög brunninn og hún væri mjög illa farin. Blaðamaðurinn sagði sömuleiðis að Talibanar hefðu fjölmennt á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti og að vígamenn hafi verið sendir til að leita að tveimur áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem talið er að hafi lifað af. Frásögn hans hefur þó ekki verið staðfest enn. A U.S. Bombardier E-11A crashed today in Ghazni province, Afghanistan. While the cause of crash is under investigation, there are no indications the crash was caused by enemy fire. We will provide additional information as it becomes available.— USFOR-A Spokesman Col Sonny Leggett (@USFOR_A) January 27, 2020 Afganistan Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Flugher Bandaríkjanna hefur staðfest að það var herflugvél á þeirra vegum sem brotlenti í Ghaznihéraði í Afganistan. Talsmaður flughersins segir ekkert útlit fyrir að flugvélin hafi verið skotin niður en rannsókn standi yfir. Ekkert liggur fyrir varðandi dauðsföll en blaðamaður á svæðinu segist hafa séð tvö lík og að talið sé að tveir hafi lifað slysið af. Um er að ræða Bombardier E-11A. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði á yfirráðasvæði Talibana en samt þó eingöngu tíu kílómetra frá herstöð Bandaríkjanna. Í fyrstu var talið að farþegaflugvél frá flugfélaginu Ariana hefði brotlent. Sjá einnig: Enn margt á reiki varðandi meint flugslys AP fréttaveitan ræddi við Tariq Ghazniwal, afganskan blaðamann, sem sagðist hafa séð brennandi flugvélarbrak og tvö lík fremst í flugvélinni. Hann sagði fremsta hluta flugvélarinnar mjög brunninn og hún væri mjög illa farin. Blaðamaðurinn sagði sömuleiðis að Talibanar hefðu fjölmennt á svæðinu þar sem flugvélin brotlenti og að vígamenn hafi verið sendir til að leita að tveimur áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem talið er að hafi lifað af. Frásögn hans hefur þó ekki verið staðfest enn. A U.S. Bombardier E-11A crashed today in Ghazni province, Afghanistan. While the cause of crash is under investigation, there are no indications the crash was caused by enemy fire. We will provide additional information as it becomes available.— USFOR-A Spokesman Col Sonny Leggett (@USFOR_A) January 27, 2020
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira