Opið bréf til félagsmálaráðherra og ríkistjórnar Íslands: 5 milljarða umboðsmaður Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 28. janúar 2020 15:30 Umboðsmaður skuldara hefur fengið 5 milljarða í fjárveitingar frá stofnun embættisins árið 2010 samkvæmt svörum Félagsmálaráðuneytisins um mitt síðasta ár vegna fyrirspurnar á Alþingi. En hefur þetta fé skilað sér til hjálpar skuldurum eða eru til skilvirkari (og ódýrari) leiðir, til að aðstoða þá sem lentu í hremmingum eftir hrun? Það eru nokkrar athyglisverðar niðurstöður úr svari ráðuneytisins sem draga má saman í eftirfarandi punkta: Í mars 2019 höfðu 7.704 sótt um greiðsluaðlögun og 1.568 um skiptakostnaðarstyrk frá árinu 2010 þegar embættið UMS var stofnað. Aðeins rúm 43% umsækjenda um greiðsluaðlögun hafa fengið greiðsluaðlögunarsamning eða 3.335 umsækjendur. Aðeins 32,4% umsækjenda um skiptakostnaðarstyrk hafa fengið umsókn samþykkta eða 499 umsækjendur. Framreiknaður rekstrarkostnaður UMS hingað til er líklega vel yfir 5 milljarða. = yfir 540.000 krónur á umsókn eða yfir 930.000 krónur á hverja samþykkta umsókn. Kostnaður við hvern og einn þeirra sem hlotið hafði aðstoð er litlar 930.000 krónur. Til samanburðar má skoða Hagsmunasamtök heimilanna, grasrótarsamtök, sem frá árinu 2009 hafa aðstoðað skuldara í sjálfboðastarfi. Þúsundir hafa notið aðstoðar Hagsmunasamtakanna Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð þann 15. janúar 2009 og eru því 11 ára gömul. Fyrstu árin var, eins og sagt er á góðri íslensku „brjálað að gera“. Fjöldi þeirra sem leitaði til samtakanna með beinum hætti skipti hundruðum, ef ekki þúsundum, og þá eru ótaldir þeir sem nutu góðs af baráttu samtakanna með öðrum hætti. En eins og oft gerist með grasrótarsamtök, þar sem allir hafa nóg að gera, skráði enginn neitt þessi ár þegar mest var um að vera. Skráning yfir þá sem leitað hafa til Hagsmunasamtakanna eftir ráðgjöf hófst ekki fyrr en í ársbyrjun 2015 en hún hefur þó, því miður, aldrei verið tæmandi. Til að mynda hefur Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir, aldrei haldið skrá yfir þá sem leitað hafa til hans sem formanns eða varaformanns Hagsmunasamtakanna, en á tímabili voru það svo margir að hann neyddist til að hætta í vinnu til að sinnt öllum þeim sem til hans leituðu og sinnti nær eingöngu aðstoð við fólk í um fjögur ár í sjálfboðavinnu sem sérfræðingur á sviði skulda og lánamála. Í minni formannstíð hef ég ekki heldur haldið utan um þá sem leitað hafa beint til mín, enda ekki skipulagðasta manneskja í heimi. En samtökin búa svo vel hafa tvo starfsmenn, sem lengst af hafa verið í 30% og 50% starfshlutfalli, og þeir skrá nákvæmlega þá sem leita til samtakanna símleiðis eða með tölvupósti. Þó töluvert hafi vantað hafi upp á skráningu hafa skráð tilfelli samt verið að jafnaði minnst 200 á ári frá árinu 2015 þegar skráning hófst. Þannig að það er mjög varlegt að áætla að vel yfir 3000 manns hafi fengið aðstoð hjá samtökunum, eða u.þ.b. jafn margir og fengið hafa greiðsluaðlögun hjá UMS. Greiðsla félagsgjalda dugar fyrir ráðgjöf enda eru margir okkar skjólstæðinga í erfiðri stöðu og með lítið til ráðstöfunar. Ef sá sem hringir er ekki félagsmaður er honum eða henni boðið að skrá sig og greiða félagsgjaldið og þiggja ráðgjöf. Við vísum engum frá. Hagsmunsasamtökin hafa eingöngu getað leitað í „skúffufé“ ráðherra um styrki og sum ár hefur það gengið vel en önnur ekki. Á þessum 11 árum hafa samtökin fengið að meðaltali 1,8 milljónir króna frá opinberum aðilum, oft í formi styrkja sem eru eyrnamerktir ákveðnum verkefnum, eins og t.d. vefsíðunni Neytendatorgi. Meðaltal fjárveitinga til Umboðsmanns skuldara eru hins vegar um 555 milljónir á ári, eða 308 falt það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa fengið. Það munar nú óneitanlega um minna. Við löggjafann að sakast frekar en umboðsmann Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að gagnrýni mín beinist ekki að Ástu S. Helgadóttur sem gegnir embætti umboðsamanna skuldara sem slíkri. Það er erfitt að segja hvort það hefði skipt öllu máli hver hefði gengt þessu embætti út af þeirri lagaumgjörð sem því hefur verið búið að hálfu stjórnvalda. Kannski hefði sumt verið betra með aðra persónu í embættinu, en annað sjálfsagt verra eins og gengur. Embættinu er skorin ansi þröngur stakkur af hálfu löggjafans og það læðist að manni sá grunur að ætlunin með embættinu hafi ekki fyrst og fremst verið sá að hjálpa skuldurum, heldur frekar fá þá til að sætta sig við orðin hlut og/eða lengja í snöru, sem þó að lokum myndi vinna sitt verk. Þannig hefur embættið verið í því að „hjálpa“ skuldurum að standa undir kröfum bankanna, sem jafnvel byggðu á röngum útreikningum og eða lögbrotum. Engin dæmi eru um að umboðsmaður skuldara hafi mótmælt og/eða farið í mál fyrir skuldara vegna vafasamra krafna, enda er það ekki í verkahring embættisins samkvæmt lögum. Þess í stað hefur skuldaranum verið komið í svokallað greiðsluskjól og gert að beygja sig undir fjármálaáætlanir sem sett hafa allt að því ómennskar kröfur á fólk um aðhald og sparnað, vegna aðstæðna sem það ber enga sök á. Í mjög einfaldri mynd kristallast í þessu helsti munurinn á milli Umboðsmanns skuldara og Hagsmunasamtaka heimilanna. Umboðsmaður skuldara gerir greiðsluáætlun en Hagsmunasamtökin fara í slaginn – oft með góðum árangri, þó því miður hafi alltof oft verið við ofurefli að etja. Þakka skal það sem vel er gert Þrátt fyrir gagnrýni mína á embættið mega skuldarar á Íslandi samt muna að þakka Ástu S. Helgadóttur Umboðsmanni skuldara, fyrir frábæra umsögn sem hún sendi inn til Alþingis þegar sú stofnun innsiglaði ill örlög skuldara og fórnaði þeim endanlega fyrir fjármálafyrirtækin, með setningu laga 151/2010, hinna illræmdu Árna Páls laga. Umsögn Ástu var gríðarlega góð og þar fór hún ekki í grafgötur með að þessi lög brytu lögvarin samninga- og neytendarétt skuldara, auk þess sem þau myndu leiða til stórfelldrar eignaupptöku og væru því skýrt brot á eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þessari umsögn eins og mörgum öðrum góðum sem vöruðu við því sama, var hins vegar öllu sópað undir teppið, því Steingrímur J. varð að uppfylla loforð sitt við vogunarsjóðina sem eignast höfðu bankana fyrir slikk. Þáverandi stjórnvöld geta þannig ekki falið sig á bakvið að „hafa ekki vitað betur“ eða „upplausninni eftir hrun“, enda lögin sett heilum 2 árum eftir hrun. Þeirra eigin embættismaður varaði eindregið við afleiðingum laganna en var hunsuð, og hér erum við nú 15.000 heimilum síðar! Væri hægt að nýta þessa fjármuni betur? Tölurnar tala sínu máli. Hagsmunsamsatök heimilanna hafa hjálpað u.þ.b. jafn mörgum og umboðsmaður skuldara. Samtök sem hafa haft tvo starfsmenn í samtals 80 % starfshlutfalli þar til í nóvember í fyrra þegar starfhlutfall sérfræðingsins okkar var hækkað í 50%. Rétt er að taka fram að okkar frábæru starfsmenn vinna oft mun meira en starfshlutfall þeirra segir til um, öðruvísi væri þetta ekki hægt – en það er síður en svo sjálfsagt. Allir stjórnarmenn eru í sjálfboðavinnu og sinna starfi fyrir samtökin eftir að vinnudegi lýkur, á kvöldin og um helgar. Til samanburðar starfa núna, samkvæmt heimasíðu embættisins, 17 manns hjá UMS en þeir voru nær 100 þegar mest lét. Heildarlaunakostnaður Umboðsmanns skuldara árið 2018 var nær 216 milljónir, eða að meðaltali 1 milljón á mánuði á mann. Heildarlaunakostnaður Hagsmunasamtaka heimilanna þetta sama ár var 6,2 milljónir, eða um 260 þúsund samtals á mánuði. Við getum bara látið okkur dreyma Ég ætla ekki að deila fleiri tölum til samanburðar enda eru þær varla samanburðarhæfar vegna aðstöðumunar, en auk þess er ekki ætlunin að tala Umboðsmann skuldara niður heldur benda á að kannski sé fjármagninu betur varið með öðrum hætti. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna getum bara látið okkur dreyma um hvað væri hægt að gera fyrir brotabrot af þeim framlögum sem embætti hans hefur fengið. Bara 1% af því væri 50 milljónir og 10% 500 milljónir. Ég er gríðarlega stolt af því starfi sem unnið er innan Hagsmunasamtaka heimilanna frá því löngu fyrir mína formannstíð. Þegar t.d. annáll ársins 2018 er skoðaður sést greinilega að afköst okkar eru töluverð, ekki síst þegar litið er til þess að svo til allt er unnið í sjálfboðastarfi með fram annarri vinnu. Annállinn telur 263 atriði og í fyrra gerði ég það að gamni mínu að taka saman í einn lista fundina sem við höfum farið á, greinar sem við höfum skrifað og umsagnir til Alþingis vegna lagasetninga, auk fréttatilkynninga sem við höfum sent frá okkur. Sá listi telur nær 90 atriði. Það þýðir að við höfum mætt á fund eða sent eitthvað frá okkur þriðja hvern virkan dag ársins og þá eru ekki meðtaldir stjórnarfundir eða það sem, af einhverjum ástæðum, ratar ekki inn í annálinn, eins og t.d. aðstoð við einstaklinga, í hverju sem hún er fólgin. Verið er að vinna annál ársins 2019 sem verður kynntur á aðalfundi samtakanna í lok febrúar. Hann gefur svipuð afköst til kynna.. Ég skal því fúslega viðurkenna að það fauk aðeins í mig þegar ég sá þessar tölur um mitt síðasta ár og það er sennilega ein helsta ástæða þess að ég er fyrst núna að skrifa um þetta – reiði er aldrei gott veganesti. Neytendur verða að eiga kost á hlutlausri ráðgjöf Það er staðreynd að víða er pottur brotinn í samskiptum almennings við fjármálafyrirtækin sem njóta mikils yfirburðar í þeim samskiptum. Það er líka staðreynd að allt of oft hafa fjármálafyrirtækin beitt þessum yfirburðum sínum á vægast sagt vafasaman hátt, gegn fólki sem oft á tíðum þekkir ekki rétt sinn og/eða veit ekki hvernig það getur staðið á honum gagnvart yfirburðum bankanna og þaðan af síður hvernig það á að leita þess réttar þegar brotið hefur verið gegn þeim. Það skýtur einnig vægast sagt skökku við að fjármálafyrirtækin séu að ráðleggja fólki um stærstu fjárfestingar lífs þeirra, því þau geta engan veginn talist hlutlaus ráðgjafi og bera augljóslega eigin hag fyrir brjósti framar hag viðskiptavina sinna. Um bæði þessi atriði geta Hagsmunasamtök heimilanna veitt hlutlausa ráðgjöf og aðstoð byggða á víðtækri reynslu og þekkingu á lögum um neytendarétt, fjármálaviðskipti, vexti, verðtryggingu, ásamt lánamöguleikum, svo eitthvað sé nefnt. Á þessum áratug hafa Hagsmunasamtök heimilanna sýnt og sannað að þau eru komin til að vera. Þau voru stofnuð út frá mikilli þörf sem varð ljós eftir hrun og hefur síst minnkað með árunum. Samtökin hafa sankað að sér ómældri þekkingu á fjármálamarkaðinum og réttindum neytenda, svo mikilli að fullyrða má að hún sé hvergi meiri á landinu en innan þeirra vébanda. Brýn þörf er á þeirri þjónustu sem Hagsmunasamtökin geta veitt, en þau geta ekki auglýst þjónustu sína eða aukið við hana á nokkurn hátt innan þess ramma sem sjálfboðaliðastarfsemi byggð á valkvæðum félagsgjöldum markar starfsemi þeirra. Samtökin skortir einfaldlega fé til að sinna þessu hlutverki sínu á þann hátt sem þau myndu vilja og þörf er á. Hagsmunasamtökin óska eftir þjónustusamningi Hagsmunamtökin óska því eftir því við félagsmálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, að þjónustusamningur verði gerður við samtökin með fjárveitingum sem nægi fyrir hentugu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og launum fyrir 4 – 5 starfsmenn, þar af a.m.k. tvo sem eru löglærðir. Starfsemi Hagsmunasamtakanna heyrir undir félagsmálaráðuneytið en málefni þeirra heyra undir fleiri ráðherra og í raun mætti beina þessu til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Það ætti að vera hverjum einasta ráðherra mikið áhyggjuefni hvernig farið hefur verið með heimili landsins í kjölfar hrunsins og að fólk geti litlar eða engar bjargir sér veitt, lendi það í klóm kerfis sem fjölmörg dæmi vitna um að sé afar fjandsamlegt varnarlausum einstaklingum. Hagsmunasamtökin þurfa ekki að „finna upp hjólið“. Þau myndu halda áfram að gera það sem þau hafa verið að gera í 11 ár, en þau gætu sinnt því betur, auglýst aðstoð sína og hjálpað fleirum. Hagsmunasamtökin myndu halda áfram eins og áður að: Berjast fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði hvort sem það felur í sér málaferli, greinaskrif, eða aðstoð við þá sem telja á sér brotið. Veita stjórnvöldum aðhald varðandi málefni neytenda á fjármálamarkaði, t.d. með því að: eiga fundi með ráðherrum/alþingismönnum/þingflokkum/nefndum eða hverjum þeim sem málin varða, um málefni heimilanna og réttindi neytenda á fjármálamarkaði, eins og samtökin hafa gert hingað tilað senda frá sér vandaðar umsagnir um þingmál og frumvörp eins og samtökin hafa gert hingað tiltaka sæti í nefndum á vegum stjórnvalda sem fjalla um málefni heimilanna og/eða réttindi þeirra á fjármálamarkaði þrátt fyrir að HH hafi margotft boðið sig fram hefur verið stór misbrestur af hendi stjórnvalda á aðkomu fulltrúa neytenda í nefndum, sérstaklega þeim sem snúa að fjármálakerfinuVeita óháða ráðgjöf, hugsanlega gegn vægu gjaldi, til þeirra sem stæðu í fasteignakaupum, um réttindi þeirra og hagstæðar leiðir í lánamálum.Aðstoða skuldara sem lenda í nauðungarsöluferliKynna þeim réttindi sín því það er verulegur misbrestur á að sýslumannsembættin sinni þvímæta með þeim í fyrirtökur ef þörf er áfara yfir úthlutanargerðir sem og útreikninga gerðarbeiðanda á skuldinni Við treystum því að félagsmálaráðherra, taki vel í þessa beiðni okkar og að sjái sér fært veita Hagsmunasamtökum heimilanna þann sess sem þau hafa fyrir löngu unnið sér, með því að sjá þeim fyrir framlögum sem gera þeim kleift að bjóða neytendum upp á þjónustu og aðstoð við að ná fram réttindum sínum á fjármálamarkaði, gegn því ofurefli sem þar er við að etja. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Umboðsmaður skuldara hefur fengið 5 milljarða í fjárveitingar frá stofnun embættisins árið 2010 samkvæmt svörum Félagsmálaráðuneytisins um mitt síðasta ár vegna fyrirspurnar á Alþingi. En hefur þetta fé skilað sér til hjálpar skuldurum eða eru til skilvirkari (og ódýrari) leiðir, til að aðstoða þá sem lentu í hremmingum eftir hrun? Það eru nokkrar athyglisverðar niðurstöður úr svari ráðuneytisins sem draga má saman í eftirfarandi punkta: Í mars 2019 höfðu 7.704 sótt um greiðsluaðlögun og 1.568 um skiptakostnaðarstyrk frá árinu 2010 þegar embættið UMS var stofnað. Aðeins rúm 43% umsækjenda um greiðsluaðlögun hafa fengið greiðsluaðlögunarsamning eða 3.335 umsækjendur. Aðeins 32,4% umsækjenda um skiptakostnaðarstyrk hafa fengið umsókn samþykkta eða 499 umsækjendur. Framreiknaður rekstrarkostnaður UMS hingað til er líklega vel yfir 5 milljarða. = yfir 540.000 krónur á umsókn eða yfir 930.000 krónur á hverja samþykkta umsókn. Kostnaður við hvern og einn þeirra sem hlotið hafði aðstoð er litlar 930.000 krónur. Til samanburðar má skoða Hagsmunasamtök heimilanna, grasrótarsamtök, sem frá árinu 2009 hafa aðstoðað skuldara í sjálfboðastarfi. Þúsundir hafa notið aðstoðar Hagsmunasamtakanna Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð þann 15. janúar 2009 og eru því 11 ára gömul. Fyrstu árin var, eins og sagt er á góðri íslensku „brjálað að gera“. Fjöldi þeirra sem leitaði til samtakanna með beinum hætti skipti hundruðum, ef ekki þúsundum, og þá eru ótaldir þeir sem nutu góðs af baráttu samtakanna með öðrum hætti. En eins og oft gerist með grasrótarsamtök, þar sem allir hafa nóg að gera, skráði enginn neitt þessi ár þegar mest var um að vera. Skráning yfir þá sem leitað hafa til Hagsmunasamtakanna eftir ráðgjöf hófst ekki fyrr en í ársbyrjun 2015 en hún hefur þó, því miður, aldrei verið tæmandi. Til að mynda hefur Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir, aldrei haldið skrá yfir þá sem leitað hafa til hans sem formanns eða varaformanns Hagsmunasamtakanna, en á tímabili voru það svo margir að hann neyddist til að hætta í vinnu til að sinnt öllum þeim sem til hans leituðu og sinnti nær eingöngu aðstoð við fólk í um fjögur ár í sjálfboðavinnu sem sérfræðingur á sviði skulda og lánamála. Í minni formannstíð hef ég ekki heldur haldið utan um þá sem leitað hafa beint til mín, enda ekki skipulagðasta manneskja í heimi. En samtökin búa svo vel hafa tvo starfsmenn, sem lengst af hafa verið í 30% og 50% starfshlutfalli, og þeir skrá nákvæmlega þá sem leita til samtakanna símleiðis eða með tölvupósti. Þó töluvert hafi vantað hafi upp á skráningu hafa skráð tilfelli samt verið að jafnaði minnst 200 á ári frá árinu 2015 þegar skráning hófst. Þannig að það er mjög varlegt að áætla að vel yfir 3000 manns hafi fengið aðstoð hjá samtökunum, eða u.þ.b. jafn margir og fengið hafa greiðsluaðlögun hjá UMS. Greiðsla félagsgjalda dugar fyrir ráðgjöf enda eru margir okkar skjólstæðinga í erfiðri stöðu og með lítið til ráðstöfunar. Ef sá sem hringir er ekki félagsmaður er honum eða henni boðið að skrá sig og greiða félagsgjaldið og þiggja ráðgjöf. Við vísum engum frá. Hagsmunsasamtökin hafa eingöngu getað leitað í „skúffufé“ ráðherra um styrki og sum ár hefur það gengið vel en önnur ekki. Á þessum 11 árum hafa samtökin fengið að meðaltali 1,8 milljónir króna frá opinberum aðilum, oft í formi styrkja sem eru eyrnamerktir ákveðnum verkefnum, eins og t.d. vefsíðunni Neytendatorgi. Meðaltal fjárveitinga til Umboðsmanns skuldara eru hins vegar um 555 milljónir á ári, eða 308 falt það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa fengið. Það munar nú óneitanlega um minna. Við löggjafann að sakast frekar en umboðsmann Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að gagnrýni mín beinist ekki að Ástu S. Helgadóttur sem gegnir embætti umboðsamanna skuldara sem slíkri. Það er erfitt að segja hvort það hefði skipt öllu máli hver hefði gengt þessu embætti út af þeirri lagaumgjörð sem því hefur verið búið að hálfu stjórnvalda. Kannski hefði sumt verið betra með aðra persónu í embættinu, en annað sjálfsagt verra eins og gengur. Embættinu er skorin ansi þröngur stakkur af hálfu löggjafans og það læðist að manni sá grunur að ætlunin með embættinu hafi ekki fyrst og fremst verið sá að hjálpa skuldurum, heldur frekar fá þá til að sætta sig við orðin hlut og/eða lengja í snöru, sem þó að lokum myndi vinna sitt verk. Þannig hefur embættið verið í því að „hjálpa“ skuldurum að standa undir kröfum bankanna, sem jafnvel byggðu á röngum útreikningum og eða lögbrotum. Engin dæmi eru um að umboðsmaður skuldara hafi mótmælt og/eða farið í mál fyrir skuldara vegna vafasamra krafna, enda er það ekki í verkahring embættisins samkvæmt lögum. Þess í stað hefur skuldaranum verið komið í svokallað greiðsluskjól og gert að beygja sig undir fjármálaáætlanir sem sett hafa allt að því ómennskar kröfur á fólk um aðhald og sparnað, vegna aðstæðna sem það ber enga sök á. Í mjög einfaldri mynd kristallast í þessu helsti munurinn á milli Umboðsmanns skuldara og Hagsmunasamtaka heimilanna. Umboðsmaður skuldara gerir greiðsluáætlun en Hagsmunasamtökin fara í slaginn – oft með góðum árangri, þó því miður hafi alltof oft verið við ofurefli að etja. Þakka skal það sem vel er gert Þrátt fyrir gagnrýni mína á embættið mega skuldarar á Íslandi samt muna að þakka Ástu S. Helgadóttur Umboðsmanni skuldara, fyrir frábæra umsögn sem hún sendi inn til Alþingis þegar sú stofnun innsiglaði ill örlög skuldara og fórnaði þeim endanlega fyrir fjármálafyrirtækin, með setningu laga 151/2010, hinna illræmdu Árna Páls laga. Umsögn Ástu var gríðarlega góð og þar fór hún ekki í grafgötur með að þessi lög brytu lögvarin samninga- og neytendarétt skuldara, auk þess sem þau myndu leiða til stórfelldrar eignaupptöku og væru því skýrt brot á eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þessari umsögn eins og mörgum öðrum góðum sem vöruðu við því sama, var hins vegar öllu sópað undir teppið, því Steingrímur J. varð að uppfylla loforð sitt við vogunarsjóðina sem eignast höfðu bankana fyrir slikk. Þáverandi stjórnvöld geta þannig ekki falið sig á bakvið að „hafa ekki vitað betur“ eða „upplausninni eftir hrun“, enda lögin sett heilum 2 árum eftir hrun. Þeirra eigin embættismaður varaði eindregið við afleiðingum laganna en var hunsuð, og hér erum við nú 15.000 heimilum síðar! Væri hægt að nýta þessa fjármuni betur? Tölurnar tala sínu máli. Hagsmunsamsatök heimilanna hafa hjálpað u.þ.b. jafn mörgum og umboðsmaður skuldara. Samtök sem hafa haft tvo starfsmenn í samtals 80 % starfshlutfalli þar til í nóvember í fyrra þegar starfhlutfall sérfræðingsins okkar var hækkað í 50%. Rétt er að taka fram að okkar frábæru starfsmenn vinna oft mun meira en starfshlutfall þeirra segir til um, öðruvísi væri þetta ekki hægt – en það er síður en svo sjálfsagt. Allir stjórnarmenn eru í sjálfboðavinnu og sinna starfi fyrir samtökin eftir að vinnudegi lýkur, á kvöldin og um helgar. Til samanburðar starfa núna, samkvæmt heimasíðu embættisins, 17 manns hjá UMS en þeir voru nær 100 þegar mest lét. Heildarlaunakostnaður Umboðsmanns skuldara árið 2018 var nær 216 milljónir, eða að meðaltali 1 milljón á mánuði á mann. Heildarlaunakostnaður Hagsmunasamtaka heimilanna þetta sama ár var 6,2 milljónir, eða um 260 þúsund samtals á mánuði. Við getum bara látið okkur dreyma Ég ætla ekki að deila fleiri tölum til samanburðar enda eru þær varla samanburðarhæfar vegna aðstöðumunar, en auk þess er ekki ætlunin að tala Umboðsmann skuldara niður heldur benda á að kannski sé fjármagninu betur varið með öðrum hætti. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna getum bara látið okkur dreyma um hvað væri hægt að gera fyrir brotabrot af þeim framlögum sem embætti hans hefur fengið. Bara 1% af því væri 50 milljónir og 10% 500 milljónir. Ég er gríðarlega stolt af því starfi sem unnið er innan Hagsmunasamtaka heimilanna frá því löngu fyrir mína formannstíð. Þegar t.d. annáll ársins 2018 er skoðaður sést greinilega að afköst okkar eru töluverð, ekki síst þegar litið er til þess að svo til allt er unnið í sjálfboðastarfi með fram annarri vinnu. Annállinn telur 263 atriði og í fyrra gerði ég það að gamni mínu að taka saman í einn lista fundina sem við höfum farið á, greinar sem við höfum skrifað og umsagnir til Alþingis vegna lagasetninga, auk fréttatilkynninga sem við höfum sent frá okkur. Sá listi telur nær 90 atriði. Það þýðir að við höfum mætt á fund eða sent eitthvað frá okkur þriðja hvern virkan dag ársins og þá eru ekki meðtaldir stjórnarfundir eða það sem, af einhverjum ástæðum, ratar ekki inn í annálinn, eins og t.d. aðstoð við einstaklinga, í hverju sem hún er fólgin. Verið er að vinna annál ársins 2019 sem verður kynntur á aðalfundi samtakanna í lok febrúar. Hann gefur svipuð afköst til kynna.. Ég skal því fúslega viðurkenna að það fauk aðeins í mig þegar ég sá þessar tölur um mitt síðasta ár og það er sennilega ein helsta ástæða þess að ég er fyrst núna að skrifa um þetta – reiði er aldrei gott veganesti. Neytendur verða að eiga kost á hlutlausri ráðgjöf Það er staðreynd að víða er pottur brotinn í samskiptum almennings við fjármálafyrirtækin sem njóta mikils yfirburðar í þeim samskiptum. Það er líka staðreynd að allt of oft hafa fjármálafyrirtækin beitt þessum yfirburðum sínum á vægast sagt vafasaman hátt, gegn fólki sem oft á tíðum þekkir ekki rétt sinn og/eða veit ekki hvernig það getur staðið á honum gagnvart yfirburðum bankanna og þaðan af síður hvernig það á að leita þess réttar þegar brotið hefur verið gegn þeim. Það skýtur einnig vægast sagt skökku við að fjármálafyrirtækin séu að ráðleggja fólki um stærstu fjárfestingar lífs þeirra, því þau geta engan veginn talist hlutlaus ráðgjafi og bera augljóslega eigin hag fyrir brjósti framar hag viðskiptavina sinna. Um bæði þessi atriði geta Hagsmunasamtök heimilanna veitt hlutlausa ráðgjöf og aðstoð byggða á víðtækri reynslu og þekkingu á lögum um neytendarétt, fjármálaviðskipti, vexti, verðtryggingu, ásamt lánamöguleikum, svo eitthvað sé nefnt. Á þessum áratug hafa Hagsmunasamtök heimilanna sýnt og sannað að þau eru komin til að vera. Þau voru stofnuð út frá mikilli þörf sem varð ljós eftir hrun og hefur síst minnkað með árunum. Samtökin hafa sankað að sér ómældri þekkingu á fjármálamarkaðinum og réttindum neytenda, svo mikilli að fullyrða má að hún sé hvergi meiri á landinu en innan þeirra vébanda. Brýn þörf er á þeirri þjónustu sem Hagsmunasamtökin geta veitt, en þau geta ekki auglýst þjónustu sína eða aukið við hana á nokkurn hátt innan þess ramma sem sjálfboðaliðastarfsemi byggð á valkvæðum félagsgjöldum markar starfsemi þeirra. Samtökin skortir einfaldlega fé til að sinna þessu hlutverki sínu á þann hátt sem þau myndu vilja og þörf er á. Hagsmunasamtökin óska eftir þjónustusamningi Hagsmunamtökin óska því eftir því við félagsmálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, að þjónustusamningur verði gerður við samtökin með fjárveitingum sem nægi fyrir hentugu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og launum fyrir 4 – 5 starfsmenn, þar af a.m.k. tvo sem eru löglærðir. Starfsemi Hagsmunasamtakanna heyrir undir félagsmálaráðuneytið en málefni þeirra heyra undir fleiri ráðherra og í raun mætti beina þessu til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Það ætti að vera hverjum einasta ráðherra mikið áhyggjuefni hvernig farið hefur verið með heimili landsins í kjölfar hrunsins og að fólk geti litlar eða engar bjargir sér veitt, lendi það í klóm kerfis sem fjölmörg dæmi vitna um að sé afar fjandsamlegt varnarlausum einstaklingum. Hagsmunasamtökin þurfa ekki að „finna upp hjólið“. Þau myndu halda áfram að gera það sem þau hafa verið að gera í 11 ár, en þau gætu sinnt því betur, auglýst aðstoð sína og hjálpað fleirum. Hagsmunasamtökin myndu halda áfram eins og áður að: Berjast fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði hvort sem það felur í sér málaferli, greinaskrif, eða aðstoð við þá sem telja á sér brotið. Veita stjórnvöldum aðhald varðandi málefni neytenda á fjármálamarkaði, t.d. með því að: eiga fundi með ráðherrum/alþingismönnum/þingflokkum/nefndum eða hverjum þeim sem málin varða, um málefni heimilanna og réttindi neytenda á fjármálamarkaði, eins og samtökin hafa gert hingað tilað senda frá sér vandaðar umsagnir um þingmál og frumvörp eins og samtökin hafa gert hingað tiltaka sæti í nefndum á vegum stjórnvalda sem fjalla um málefni heimilanna og/eða réttindi þeirra á fjármálamarkaði þrátt fyrir að HH hafi margotft boðið sig fram hefur verið stór misbrestur af hendi stjórnvalda á aðkomu fulltrúa neytenda í nefndum, sérstaklega þeim sem snúa að fjármálakerfinuVeita óháða ráðgjöf, hugsanlega gegn vægu gjaldi, til þeirra sem stæðu í fasteignakaupum, um réttindi þeirra og hagstæðar leiðir í lánamálum.Aðstoða skuldara sem lenda í nauðungarsöluferliKynna þeim réttindi sín því það er verulegur misbrestur á að sýslumannsembættin sinni þvímæta með þeim í fyrirtökur ef þörf er áfara yfir úthlutanargerðir sem og útreikninga gerðarbeiðanda á skuldinni Við treystum því að félagsmálaráðherra, taki vel í þessa beiðni okkar og að sjái sér fært veita Hagsmunasamtökum heimilanna þann sess sem þau hafa fyrir löngu unnið sér, með því að sjá þeim fyrir framlögum sem gera þeim kleift að bjóða neytendum upp á þjónustu og aðstoð við að ná fram réttindum sínum á fjármálamarkaði, gegn því ofurefli sem þar er við að etja. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar