Rúnar: Við nýttum bara ekki færin okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2020 21:10 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr á þessu tímabili. VÍSIR/DANÍEL Rúnar Kristinsson - þjálfari Íslandsmeistara KR - var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 á heimavelli fyrir FH þegar fótboltinn snéri aftur hér heima eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Íslandsmeistararnir gáfu fá færi á sér og fengu nóg af góðum færum til að næla í stig eða þrjú. „Við nýttum bara ekki færin okkar, mér fannst við byrja leikinn vel en misstum aðeins móðinn þegar fór að líða á og misstum boltann illa. Unnum okkur inn í leikinn og sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn eða allavega ná í stig, náðum ekki að nýta færin og FH-ingarnir gerðu vel“ sagði Rúnar svekktur aðspurður hver væri ástæða þess að KR hefði ekki náð í stig á heimavelli en Íslandsmeistararnir fengu urmul af færum. KR missti þá Kristinn Jónsson og Kristján Flóka Finnbogason út af vegna meiðsla í síðari hálfleik og riðlaði það töluvert leik þeirra. „Slæmt að missa Kristinn út af. Pablo [Punyed] var nýkominn inn á því við vildum fá aðeins öðruvísi leikmann inn á miðjuna fyrir Finn Orra [Margeirsson]. Finnur var búinn að standa sig mjög vel og við vildum fara sækja öll þrjú stigin en svo fer Kristinn út af, Pablo fer í vinstri bakvörðinn og við þurfum að gera breytingu á okkar liði. Auðvitað truflar það alltaf eitthvað. FH gerir gott mark skömmu síðar og við náum ekki að jafna þó við höfum fengið nóg af tækifærum til þess.“ „Í upphafi síðari hálfleiks virtust menn aðeins vera að spara sig eins og það væri komin smá þreyta í mannskapinn enda ekki búnir að spila í tvær til þrjár vikur. Það sama á við um FH-ingana en mér fannst við aðeins þyngri en þeir á þessum kafla. Svo sýnum við það síðustu 20-25 mínúturnar að við áttum nóg inni. Pressuðum þá til baka, reyndum að jafna og fengum nóg af færum en eins og ég sagði þá náðum við ekki að nýta tækifærin okkar og þá fer svona.“ „Kristján fékk krampa aftan í kálfa held ég og Kristinn fékk högg á legginn. Það er kannski vont í 1-2 daga en hann er vonandi klár á þriðjudaginn [þegar KR mætir Celtic í undankeppni Meistaradeild Evrópu]. Við eigum samt nóg af leikmönnum til að fylla upp í þessar stöður en það er alltaf leiðinlegt þegar menn detta út, sérstaklega þegar við erum að byrja aftur eftir langa pásu,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Logi Ólafsson var eðlilega sáttur með að næla í þrjú stig á Meistaravöllum er Pepsi Max deild karla snéri aftur. 14. ágúst 2020 20:50 Umfjöllun: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 14. ágúst 2020 19:50 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson - þjálfari Íslandsmeistara KR - var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 á heimavelli fyrir FH þegar fótboltinn snéri aftur hér heima eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Íslandsmeistararnir gáfu fá færi á sér og fengu nóg af góðum færum til að næla í stig eða þrjú. „Við nýttum bara ekki færin okkar, mér fannst við byrja leikinn vel en misstum aðeins móðinn þegar fór að líða á og misstum boltann illa. Unnum okkur inn í leikinn og sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn eða allavega ná í stig, náðum ekki að nýta færin og FH-ingarnir gerðu vel“ sagði Rúnar svekktur aðspurður hver væri ástæða þess að KR hefði ekki náð í stig á heimavelli en Íslandsmeistararnir fengu urmul af færum. KR missti þá Kristinn Jónsson og Kristján Flóka Finnbogason út af vegna meiðsla í síðari hálfleik og riðlaði það töluvert leik þeirra. „Slæmt að missa Kristinn út af. Pablo [Punyed] var nýkominn inn á því við vildum fá aðeins öðruvísi leikmann inn á miðjuna fyrir Finn Orra [Margeirsson]. Finnur var búinn að standa sig mjög vel og við vildum fara sækja öll þrjú stigin en svo fer Kristinn út af, Pablo fer í vinstri bakvörðinn og við þurfum að gera breytingu á okkar liði. Auðvitað truflar það alltaf eitthvað. FH gerir gott mark skömmu síðar og við náum ekki að jafna þó við höfum fengið nóg af tækifærum til þess.“ „Í upphafi síðari hálfleiks virtust menn aðeins vera að spara sig eins og það væri komin smá þreyta í mannskapinn enda ekki búnir að spila í tvær til þrjár vikur. Það sama á við um FH-ingana en mér fannst við aðeins þyngri en þeir á þessum kafla. Svo sýnum við það síðustu 20-25 mínúturnar að við áttum nóg inni. Pressuðum þá til baka, reyndum að jafna og fengum nóg af færum en eins og ég sagði þá náðum við ekki að nýta tækifærin okkar og þá fer svona.“ „Kristján fékk krampa aftan í kálfa held ég og Kristinn fékk högg á legginn. Það er kannski vont í 1-2 daga en hann er vonandi klár á þriðjudaginn [þegar KR mætir Celtic í undankeppni Meistaradeild Evrópu]. Við eigum samt nóg af leikmönnum til að fylla upp í þessar stöður en það er alltaf leiðinlegt þegar menn detta út, sérstaklega þegar við erum að byrja aftur eftir langa pásu,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Logi Ólafsson var eðlilega sáttur með að næla í þrjú stig á Meistaravöllum er Pepsi Max deild karla snéri aftur. 14. ágúst 2020 20:50 Umfjöllun: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 14. ágúst 2020 19:50 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Logi Ólafsson var eðlilega sáttur með að næla í þrjú stig á Meistaravöllum er Pepsi Max deild karla snéri aftur. 14. ágúst 2020 20:50
Umfjöllun: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 14. ágúst 2020 19:50