Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu rútuslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Rúta mun hafa farið á hvolf á þjóðvegi 1 nærri bænum Öxl í Austur-Húnavatnssýslu skammt suðvestan af Blönduósi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Landlæknir, Lyfjastofnun og lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsaka öll meint brot tveggja lyfjafræðinga. Eru þeir grunaðir um umfangsmikið lyfjamisferli sem varðar sölu lyfseðilsskyldra lyfja. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Rætt verður við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, í beinni útsendingu, en boðað hefur verið til verkfallsaðgerða fyrir hönd starfsmanna félagsins hjá Reykjavíkurborg.

Þá verður rætt við íbúa í Vesturbergi í Breiðholti sem var á hrakhólum yfir alla jólahátíðina eftir að eldur kom upp í húsinu í desember auk þess sem við hittum Akureyring sem mokaði Öxnadalsheiðina í gær fyrir starfsmenn sem þurftu að ná flugi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×