Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir hreppti verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin í nótt voru þau sjöttu sem Hildur hefur hlotið fyrir tónlistina í Joker en áður hafði hún verið verðlaunuð á Golden Globe-hátíðinni og er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Síðar í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlauna kunngjörðar en teljast verður afar líklegt að hún hljóti tilnefningu miðað við velgengnina á öðrum verðlaunahátíðum. Hildur er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl en áður hafði hún hlotið Emmy-verðlaunin fyrir þá tónlist. Aðalstef myndarinnar er leikið á selló, sem er aðalhljóðfæri Hildar, en leikstjóri myndarinnar, Todd Phillips, hefur lýst því hvernig sellóleikur Hildar hjálpaði þeim að skapa eina eftirminnilegustu senu myndarinnar. Um er að ræða senu þar sem Arthur Fleck, sem síðar verður hið alræmda illmenni Jokerinn, stígur dans á baðherbergi eftir að hafa myrt nokkra í neðanjarðarlest. Phillips sagði frá vandræðunum sem hann og aðalleikari myndarinnar Joaquin Phoenix stóðu frammi fyrir þegar taka átti upp senuna á baðherberginu. Phoenix hafði stungið upp á að karakterinn hans myndi stíga dans. Það var þá sem Phillips leyfði honum að heyra sellóverkið sem Hildur hafði samið fyrir myndina. Verkið greip Phoenix samstundis sem hreyfði sig út frá tónlist Hildar. Hildur hefur sjálf greint frá því að Phoenix hefði tjáð henni að þegar hann heyrði verkið hennar þá hefði hann fyrst náð að komast að kjarna Jokersins. „Hann komst inn í hugarheim hans með hjálp tónlistarinnar. Það sést að hann hreyfir sig í takt við verkið. Við hlustuðum á það með honum í myndinni. Þetta var fyrsta senan sem ég fékk að sjá úr myndinni. Það var töfrum líkast að sjá að hann upplifði í raun sömu hreyfingar og ég upplifði þegar ég samdi verkið,“ sagði Hildur. Bandaríkin Golden Globes Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hreppti verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin í nótt voru þau sjöttu sem Hildur hefur hlotið fyrir tónlistina í Joker en áður hafði hún verið verðlaunuð á Golden Globe-hátíðinni og er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Síðar í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlauna kunngjörðar en teljast verður afar líklegt að hún hljóti tilnefningu miðað við velgengnina á öðrum verðlaunahátíðum. Hildur er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl en áður hafði hún hlotið Emmy-verðlaunin fyrir þá tónlist. Aðalstef myndarinnar er leikið á selló, sem er aðalhljóðfæri Hildar, en leikstjóri myndarinnar, Todd Phillips, hefur lýst því hvernig sellóleikur Hildar hjálpaði þeim að skapa eina eftirminnilegustu senu myndarinnar. Um er að ræða senu þar sem Arthur Fleck, sem síðar verður hið alræmda illmenni Jokerinn, stígur dans á baðherbergi eftir að hafa myrt nokkra í neðanjarðarlest. Phillips sagði frá vandræðunum sem hann og aðalleikari myndarinnar Joaquin Phoenix stóðu frammi fyrir þegar taka átti upp senuna á baðherberginu. Phoenix hafði stungið upp á að karakterinn hans myndi stíga dans. Það var þá sem Phillips leyfði honum að heyra sellóverkið sem Hildur hafði samið fyrir myndina. Verkið greip Phoenix samstundis sem hreyfði sig út frá tónlist Hildar. Hildur hefur sjálf greint frá því að Phoenix hefði tjáð henni að þegar hann heyrði verkið hennar þá hefði hann fyrst náð að komast að kjarna Jokersins. „Hann komst inn í hugarheim hans með hjálp tónlistarinnar. Það sést að hann hreyfir sig í takt við verkið. Við hlustuðum á það með honum í myndinni. Þetta var fyrsta senan sem ég fékk að sjá úr myndinni. Það var töfrum líkast að sjá að hann upplifði í raun sömu hreyfingar og ég upplifði þegar ég samdi verkið,“ sagði Hildur.
Bandaríkin Golden Globes Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira