Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 11:45 Trump var kærður fyrir embættibrot fyrir þrýsting sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu sem Trump vildi láta rannsaka. AP/Susan Walsh Tölvuþrjótar á vegum rússnesku leyniþjónustunnar brutust inn í tölvukerfi úkraínska gasfyrirtækisins Burisma sem hefur verið í miðpunkti kæruferlis Bandaríkjaþings gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna embættisbrota. Hvorki liggur fyrir hvað þrjótarnir komust yfir né eftir hverju þeir sóttust. Burisma hefur verið ofarlega á baugi í bandarískum stjórnmálum undanfarin misseri. Trump og bandamenn hans hafa án sannana sakað Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja forsetans í kosningum síðar á þessu ári, um spillingu í Úkraínu í tengslum við að sonur hans, Hunter Biden, sat í stjórn fyrirtækisins. Trump og fulltrúar hans beittu úkraínsk stjórnvöld þrýstingi til að rannsaka Burisma og Biden auk stoðlausrar samsæriskenningar um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot í desember og sakaði hann um að hafa misbeitt valdi sínu í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. New York Times segir að rússneskir hakkarar á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafi byrjað tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi Burisma snemma í nóvember en þá var fjölmiðlafár í Bandaríkjunum yfir rannsókn þingsins á meintum embættisbrotum Trump. Sérfræðingar eru sagðir telja að tímasetning og umfang tölvuárása Rússa á fyrirtækið bendi til þess að þeir hafi leitað að mögulega vandræðalegum upplýsingum um Biden-feðgana, svipuðum þeim og Trump sóttist eftir frá úkraínskum stjórnvöldum í fyrra. Þegar Joe Biden var varaforseti og rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu tók sonur hans Hunter sæti í stjórn úkraínsks gasfyrirtækis. Trump hefur sakað Biden um misferli án frekari rökstuðnings.AP/John Locher Sömu aðferðir og í innbrotunum 2016 Aðferðir tölvuþrjótanna eru sagðar líkjast þeim sem voru notaðar til að brjótast inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton árið 2016. Rússar dreifðu tölvupóstum úr ránsfengnum meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks og vef nettrölla og svonefndra botta. Í báðum tilfellum notuðu Rússarnir svonefndar vefveiðar (e. Phishing) til að stela notendanöfnum og lykilorðum Burisma. Þeir stofnuðu falsaðar vefsíður sem voru látnar líta út fyrir að tengjast Burisma og sendu svo falstölvupósta á starfsmenn til að fá þá til að skrá notendaupplýsingar sínar inn á vefsíðurnar. Bandaríska tölvuöryggisfyrirtækið Area 1 segir að hakkararnir hafi tekist að blekkja einhverja starfsmenn Burisma til að fá þeim notendaupplýsingar sínar með þessum hætti. New York Times segir að samhliða þessum tilraunum rússnesku leyniþjónustunnar hafi njósnarar hennar reynt að hafa uppi á skaðlegum upplýsingum um Biden-feðgana í Úkraínu. Þeir reynir að komast yfir tölvupósta, fjármálaupplýsinga og lagaleg skjöl, að sögn heimildarmanns blaðsins innan bandarísku ríkisstjórnarinnar. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, meðal annars með tölvuinnbrotinu hjá demókrötum og svonefndri tröllaverksmiðju sem dældi út fölskum áróðri sem var beint að bandarískum kjósendum. Vladímír Pútín, forseti, hafi skipað fyrir um afskiptin sem áttu að hjálpa Trump að ná kjöri. Sjö liðsmenn úkraínsku leyniþjónustunnar voru ákærðir í Bandaríkjunum vegna þess. Varað hefur verið við því að Rússar hyggi á frekari afskipti af forsetakosningunum sem fara fram í nóvember á þessu ári. Forval Demókrataflokksins til að velja forsetaframbjóðanda hefst mánudaginn 3. febrúar og hefur Biden alla jafna mælst með mesta stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum rússnesku leyniþjónustunnar brutust inn í tölvukerfi úkraínska gasfyrirtækisins Burisma sem hefur verið í miðpunkti kæruferlis Bandaríkjaþings gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna embættisbrota. Hvorki liggur fyrir hvað þrjótarnir komust yfir né eftir hverju þeir sóttust. Burisma hefur verið ofarlega á baugi í bandarískum stjórnmálum undanfarin misseri. Trump og bandamenn hans hafa án sannana sakað Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja forsetans í kosningum síðar á þessu ári, um spillingu í Úkraínu í tengslum við að sonur hans, Hunter Biden, sat í stjórn fyrirtækisins. Trump og fulltrúar hans beittu úkraínsk stjórnvöld þrýstingi til að rannsaka Burisma og Biden auk stoðlausrar samsæriskenningar um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot í desember og sakaði hann um að hafa misbeitt valdi sínu í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. New York Times segir að rússneskir hakkarar á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafi byrjað tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi Burisma snemma í nóvember en þá var fjölmiðlafár í Bandaríkjunum yfir rannsókn þingsins á meintum embættisbrotum Trump. Sérfræðingar eru sagðir telja að tímasetning og umfang tölvuárása Rússa á fyrirtækið bendi til þess að þeir hafi leitað að mögulega vandræðalegum upplýsingum um Biden-feðgana, svipuðum þeim og Trump sóttist eftir frá úkraínskum stjórnvöldum í fyrra. Þegar Joe Biden var varaforseti og rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu tók sonur hans Hunter sæti í stjórn úkraínsks gasfyrirtækis. Trump hefur sakað Biden um misferli án frekari rökstuðnings.AP/John Locher Sömu aðferðir og í innbrotunum 2016 Aðferðir tölvuþrjótanna eru sagðar líkjast þeim sem voru notaðar til að brjótast inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton árið 2016. Rússar dreifðu tölvupóstum úr ránsfengnum meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks og vef nettrölla og svonefndra botta. Í báðum tilfellum notuðu Rússarnir svonefndar vefveiðar (e. Phishing) til að stela notendanöfnum og lykilorðum Burisma. Þeir stofnuðu falsaðar vefsíður sem voru látnar líta út fyrir að tengjast Burisma og sendu svo falstölvupósta á starfsmenn til að fá þá til að skrá notendaupplýsingar sínar inn á vefsíðurnar. Bandaríska tölvuöryggisfyrirtækið Area 1 segir að hakkararnir hafi tekist að blekkja einhverja starfsmenn Burisma til að fá þeim notendaupplýsingar sínar með þessum hætti. New York Times segir að samhliða þessum tilraunum rússnesku leyniþjónustunnar hafi njósnarar hennar reynt að hafa uppi á skaðlegum upplýsingum um Biden-feðgana í Úkraínu. Þeir reynir að komast yfir tölvupósta, fjármálaupplýsinga og lagaleg skjöl, að sögn heimildarmanns blaðsins innan bandarísku ríkisstjórnarinnar. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, meðal annars með tölvuinnbrotinu hjá demókrötum og svonefndri tröllaverksmiðju sem dældi út fölskum áróðri sem var beint að bandarískum kjósendum. Vladímír Pútín, forseti, hafi skipað fyrir um afskiptin sem áttu að hjálpa Trump að ná kjöri. Sjö liðsmenn úkraínsku leyniþjónustunnar voru ákærðir í Bandaríkjunum vegna þess. Varað hefur verið við því að Rússar hyggi á frekari afskipti af forsetakosningunum sem fara fram í nóvember á þessu ári. Forval Demókrataflokksins til að velja forsetaframbjóðanda hefst mánudaginn 3. febrúar og hefur Biden alla jafna mælst með mesta stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01