Er nóg ekki nóg? Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 20. janúar 2020 10:00 Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun