Dómarar við Landsrétt fjalla áfram um gæsluvarðhaldskröfu lögreglu á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2020 19:00 Landréttur hefur ekki komist að niðurstöðu vegna úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um kynferðis- og ofbeldisbrot gegn þremur konum. Úrskurðar er að vænta í fyrsta lagi á morgun. Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember. Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en dómari við héraðsdóm Reykjavíkur tók sér sólarhringsumhugsunarfrest til að úrskurða. Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur daginn fyrir gamlársdag. Síðan þá hefur hann gengið laus. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem tók málið fyrir í dag. Landsréttur úrskurðaði ekki í málinu í dag en fjallað verður áfram um kröfu lögreglunnar á morgun. Þá fyrst er úrskurðar um gæsluvarðhald að vænta. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að til greina hafi komið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að beina því til dómara að leysa réttargæslumenn tveggja meintra brotaþola Kristjáns Gunnars frá störfum þar sem talið var að þeir hefðu brotið þagnarskyldu er þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um rannsókn málsins en horfið var frá því. Báðir réttagæslumennirnir hafna ásökunum lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu miðar rannsókn málsins áfram en er þó á viðkvæmu stigi. Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39 Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Landréttur hefur ekki komist að niðurstöðu vegna úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um kynferðis- og ofbeldisbrot gegn þremur konum. Úrskurðar er að vænta í fyrsta lagi á morgun. Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember. Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en dómari við héraðsdóm Reykjavíkur tók sér sólarhringsumhugsunarfrest til að úrskurða. Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur daginn fyrir gamlársdag. Síðan þá hefur hann gengið laus. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem tók málið fyrir í dag. Landsréttur úrskurðaði ekki í málinu í dag en fjallað verður áfram um kröfu lögreglunnar á morgun. Þá fyrst er úrskurðar um gæsluvarðhald að vænta. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að til greina hafi komið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að beina því til dómara að leysa réttargæslumenn tveggja meintra brotaþola Kristjáns Gunnars frá störfum þar sem talið var að þeir hefðu brotið þagnarskyldu er þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um rannsókn málsins en horfið var frá því. Báðir réttagæslumennirnir hafna ásökunum lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu miðar rannsókn málsins áfram en er þó á viðkvæmu stigi.
Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39 Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39
Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01
Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04
Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27