Erlent

Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ali Khamenei, leiðtogi Írans.
Ali Khamenei, leiðtogi Írans. Vísir/Getty

Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015.

Þetta kemur fram í frétt á vef breska ríkisútvarpsins. Í fréttinni er vísað í tilkynningu frá írönskum stjórnvöldum, þar sem fram kemur að þau muni héðan í frá láta mörk á auðgun úrans, sem ríkinu voru sett með samkomulaginu, sem vind um eyru þjóta.

Tilkynning kemur í kjölfar fundar ríkisstjórnar Írans í Tehran, höfuðborg landsins.

Á aðfaranótt föstudags var íranski hershöfðinginn Qassem Soleimani felldur í drónaárás í Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Árásin hefur valdið mikilli ólgu bæði í Íran og Írak, en Íranir hafa heitið hefndum vegna vígsins á Soleimani.

Trump forseti dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018. Það gerði hann því hann vildi semja við Írani á nýjan leik, og setja ríkinu endanlegar skorður í kjarnorkuvopnavæðingu. Íranir höfnuðu þessu og hafa síðan þá stefnt hægt og rólega að því að hætta að fylgja samkomulaginu.


Tengdar fréttir

Írakska þingið vill erlenda hermenn burt

Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst.

Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans

Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak.

Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 "skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast "mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×