Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015.
Þetta kemur fram í frétt á vef breska ríkisútvarpsins. Í fréttinni er vísað í tilkynningu frá írönskum stjórnvöldum, þar sem fram kemur að þau muni héðan í frá láta mörk á auðgun úrans, sem ríkinu voru sett með samkomulaginu, sem vind um eyru þjóta.
Tilkynning kemur í kjölfar fundar ríkisstjórnar Írans í Tehran, höfuðborg landsins.
Á aðfaranótt föstudags var íranski hershöfðinginn Qassem Soleimani felldur í drónaárás í Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Árásin hefur valdið mikilli ólgu bæði í Íran og Írak, en Íranir hafa heitið hefndum vegna vígsins á Soleimani.
Trump forseti dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018. Það gerði hann því hann vildi semja við Írani á nýjan leik, og setja ríkinu endanlegar skorður í kjarnorkuvopnavæðingu. Íranir höfnuðu þessu og hafa síðan þá stefnt hægt og rólega að því að hætta að fylgja samkomulaginu.

