Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 11:25 Kolaorkuver í Illinois í Bandaríkjunum. Aukin losun vegna bruna á jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti samdrætti í kolanotkun. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum dróst saman um 2,1% í fyrra samkvæmt mati einkarekinnar ráðgjafastofu. Samdrátturinn er rakinn nær alfarið til hríðminnkandi kolanotkunar sem hefur ekki verið minni í rúm fjörutíu ár. Notkun á kolum dróst saman um 18% í Bandaríkjunum í fyrra borið saman við árið áður þegar hún jókst nokkuð. Ekki hefur verið minna brennt af kolum í landinu frá árinu 1975 samkvæmt mati Rhodium-hópsins sem Washington Post segir frá. Vaxandi losun vegna bruna á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti samdrættinum í kolum og losun frá samgöngum stóð nánast í stað. Meira var losað frá byggingum, iðnaði og öðrum þáttum hagkerfisins í fyrra en árið áður. Trevor Houser, yfirmaður orku- og loftslagsteymis Rhodium-hópsins, segir að þrátt fyrir að losun frá orkuframleiðslu hafi aldrei minnkað jafnmikið og í fyrra stefni í að Bandaríkin nái hvorki markmiðum sem sett voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009 né í Parísarsamkomulaginu nema veruleg stefnubreyting eigi sér stað á næstunni. Bandaríkin settu sér það markmið að draga úr losun árið 2005 um 17% með samkomulagi sem var gert í Kaupmannahöfn fyrir áratug. Í fyrra var losunin 12% minni en árið 2005. Það er ennfremur víðsfjarri þeim 26-28% samdrætti sem Bandaríkin ætluðu að ná fyrir 2025 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Að óbreyttu ganga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember samkvæmt ákvörðun Donalds Trump forseta. Ríkisstjórn hans hefur jafnframt unnið að því að veikja og afnema reglugerðir og aðgerðir sem áttu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Um 11% af heimslosun á gróðurhúsalofttegundum kemur frá Bandaríkjunum. Losun þeirra jókst um 2,7% árið 2018 miðað við árið á undan. Í fyrra var losun Bandaríkjanna nokkuð hærri en hún var undir lok árs 2016. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18. nóvember 2019 19:50 Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem "neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. 28. nóvember 2019 13:54 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2. desember 2019 19:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum dróst saman um 2,1% í fyrra samkvæmt mati einkarekinnar ráðgjafastofu. Samdrátturinn er rakinn nær alfarið til hríðminnkandi kolanotkunar sem hefur ekki verið minni í rúm fjörutíu ár. Notkun á kolum dróst saman um 18% í Bandaríkjunum í fyrra borið saman við árið áður þegar hún jókst nokkuð. Ekki hefur verið minna brennt af kolum í landinu frá árinu 1975 samkvæmt mati Rhodium-hópsins sem Washington Post segir frá. Vaxandi losun vegna bruna á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti samdrættinum í kolum og losun frá samgöngum stóð nánast í stað. Meira var losað frá byggingum, iðnaði og öðrum þáttum hagkerfisins í fyrra en árið áður. Trevor Houser, yfirmaður orku- og loftslagsteymis Rhodium-hópsins, segir að þrátt fyrir að losun frá orkuframleiðslu hafi aldrei minnkað jafnmikið og í fyrra stefni í að Bandaríkin nái hvorki markmiðum sem sett voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009 né í Parísarsamkomulaginu nema veruleg stefnubreyting eigi sér stað á næstunni. Bandaríkin settu sér það markmið að draga úr losun árið 2005 um 17% með samkomulagi sem var gert í Kaupmannahöfn fyrir áratug. Í fyrra var losunin 12% minni en árið 2005. Það er ennfremur víðsfjarri þeim 26-28% samdrætti sem Bandaríkin ætluðu að ná fyrir 2025 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Að óbreyttu ganga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember samkvæmt ákvörðun Donalds Trump forseta. Ríkisstjórn hans hefur jafnframt unnið að því að veikja og afnema reglugerðir og aðgerðir sem áttu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Um 11% af heimslosun á gróðurhúsalofttegundum kemur frá Bandaríkjunum. Losun þeirra jókst um 2,7% árið 2018 miðað við árið á undan. Í fyrra var losun Bandaríkjanna nokkuð hærri en hún var undir lok árs 2016.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18. nóvember 2019 19:50 Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem "neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. 28. nóvember 2019 13:54 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2. desember 2019 19:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18. nóvember 2019 19:50
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem "neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. 28. nóvember 2019 13:54
Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42
Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2. desember 2019 19:00