Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 11:25 Kolaorkuver í Illinois í Bandaríkjunum. Aukin losun vegna bruna á jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti samdrætti í kolanotkun. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum dróst saman um 2,1% í fyrra samkvæmt mati einkarekinnar ráðgjafastofu. Samdrátturinn er rakinn nær alfarið til hríðminnkandi kolanotkunar sem hefur ekki verið minni í rúm fjörutíu ár. Notkun á kolum dróst saman um 18% í Bandaríkjunum í fyrra borið saman við árið áður þegar hún jókst nokkuð. Ekki hefur verið minna brennt af kolum í landinu frá árinu 1975 samkvæmt mati Rhodium-hópsins sem Washington Post segir frá. Vaxandi losun vegna bruna á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti samdrættinum í kolum og losun frá samgöngum stóð nánast í stað. Meira var losað frá byggingum, iðnaði og öðrum þáttum hagkerfisins í fyrra en árið áður. Trevor Houser, yfirmaður orku- og loftslagsteymis Rhodium-hópsins, segir að þrátt fyrir að losun frá orkuframleiðslu hafi aldrei minnkað jafnmikið og í fyrra stefni í að Bandaríkin nái hvorki markmiðum sem sett voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009 né í Parísarsamkomulaginu nema veruleg stefnubreyting eigi sér stað á næstunni. Bandaríkin settu sér það markmið að draga úr losun árið 2005 um 17% með samkomulagi sem var gert í Kaupmannahöfn fyrir áratug. Í fyrra var losunin 12% minni en árið 2005. Það er ennfremur víðsfjarri þeim 26-28% samdrætti sem Bandaríkin ætluðu að ná fyrir 2025 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Að óbreyttu ganga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember samkvæmt ákvörðun Donalds Trump forseta. Ríkisstjórn hans hefur jafnframt unnið að því að veikja og afnema reglugerðir og aðgerðir sem áttu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Um 11% af heimslosun á gróðurhúsalofttegundum kemur frá Bandaríkjunum. Losun þeirra jókst um 2,7% árið 2018 miðað við árið á undan. Í fyrra var losun Bandaríkjanna nokkuð hærri en hún var undir lok árs 2016. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18. nóvember 2019 19:50 Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem "neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. 28. nóvember 2019 13:54 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2. desember 2019 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum dróst saman um 2,1% í fyrra samkvæmt mati einkarekinnar ráðgjafastofu. Samdrátturinn er rakinn nær alfarið til hríðminnkandi kolanotkunar sem hefur ekki verið minni í rúm fjörutíu ár. Notkun á kolum dróst saman um 18% í Bandaríkjunum í fyrra borið saman við árið áður þegar hún jókst nokkuð. Ekki hefur verið minna brennt af kolum í landinu frá árinu 1975 samkvæmt mati Rhodium-hópsins sem Washington Post segir frá. Vaxandi losun vegna bruna á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti samdrættinum í kolum og losun frá samgöngum stóð nánast í stað. Meira var losað frá byggingum, iðnaði og öðrum þáttum hagkerfisins í fyrra en árið áður. Trevor Houser, yfirmaður orku- og loftslagsteymis Rhodium-hópsins, segir að þrátt fyrir að losun frá orkuframleiðslu hafi aldrei minnkað jafnmikið og í fyrra stefni í að Bandaríkin nái hvorki markmiðum sem sett voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009 né í Parísarsamkomulaginu nema veruleg stefnubreyting eigi sér stað á næstunni. Bandaríkin settu sér það markmið að draga úr losun árið 2005 um 17% með samkomulagi sem var gert í Kaupmannahöfn fyrir áratug. Í fyrra var losunin 12% minni en árið 2005. Það er ennfremur víðsfjarri þeim 26-28% samdrætti sem Bandaríkin ætluðu að ná fyrir 2025 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Að óbreyttu ganga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember samkvæmt ákvörðun Donalds Trump forseta. Ríkisstjórn hans hefur jafnframt unnið að því að veikja og afnema reglugerðir og aðgerðir sem áttu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Um 11% af heimslosun á gróðurhúsalofttegundum kemur frá Bandaríkjunum. Losun þeirra jókst um 2,7% árið 2018 miðað við árið á undan. Í fyrra var losun Bandaríkjanna nokkuð hærri en hún var undir lok árs 2016.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18. nóvember 2019 19:50 Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem "neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. 28. nóvember 2019 13:54 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2. desember 2019 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18. nóvember 2019 19:50
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem "neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. 28. nóvember 2019 13:54
Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42
Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2. desember 2019 19:00