Lýsir óboðlegu ástandi í einu kjörbúð bæjarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 13:24 Nokkrar myndanna sem Linda birti á Facebook í gær. Lengst til hægri má sjá pakka af hráskinku sem hún segir hafa verið í búðinni í gær en á myndinni má sjá að síðasti söludagur var í lok október síðasta árs. Fyrir miðið ber að líta bráðinn ís sem lekur niður eftir ískæli. Samsett Íbúi í Skaftárhreppi lýsir ástandinu í verslun Kjarvals á Kirkjubæjarklaustri, einu matvöruverslun bæjarins, sem óboðlegu; vörur séu útrunnar og innanstokksmunir skítugir. Staðan hafi verið afar slæm í langan tíma. Fleiri viðskiptavinir búðarinnar taka undir lýsingar hennar í Facebook-færslu um málið. Rekstrarstjóri Krónunnar, sem rekur Kjarval, segir að þegar verði tekið á málinu. Næsta búð í 70 kílómetra fjarlægð Linda Ösp Gunnarsdóttir, ábúandi á Syðri-Steinsmýri í nágrenni Kirkjubæjarklausturs, vakti athygli á stöðunni í færslu á Facebook í gær. Þar lýsti hún viðvarandi slæmu ástandi í verslun Kjarvals í bænum. Þar væri myglulykt, matarleifar á veggjum, gólfum og hillum og reykingarlykt úr mjólkurkæli. „Ég sem íbúi Skaftárhrepps er búin að fá mig fullsadda af Kjarvalsversluninni á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er eina matvörubúðin á svæðinu fyrir allan hreppinn. Næsta búð er í um 70km fjarlægð! Ástandið er algjörlega óásættanlegt, við höfum ekkert val. Margir íbúar eru búnir að fá sig fullsadda af því ástandi sem ríkir í versluninni,“ skrifar Linda. Með færslunni birtir hún myndir innan úr versluninni sem teknar eru á tímabilinu júlí 2018 til dagsins í dag en flestar þó vorið 2019. Á myndunum má sjá útrunnar vörur til sölu í búðinni, óhreina innanstokksmuni og tómar hillur. Kvartað ítrekað Linda segir í samtali við Vísi að ástandið hafi lítið sem ekkert skánað frá því að fyrstu myndirnar voru teknar. Það sé einkum slæmt sökum þess að næsta matvöruverslun sé á Vík í Mýrdal, tugi kílómetra í burtu, að undanskildum Skaftárskála, bensínstöð á Kirkjubæjarklaustri. Hún kveðst síðast hafa lagt leið sína í Kjarval í gær, þar sem ekki hafi verið álitlegt um að litast. „Það er aldrei þurrkað af og vörurnar eru alltaf útrunnar. Grænmetið og ávextirnir eru sérstaklega slæmir, í skítugum grænmetiskæli.“ Linda kveðst hafa kvartað fyrst undan ástandinu við Festi, eignarhaldsfélagið sem á Krónuna og Kjarval, árið 2018. Hún hafi svo aftur fengið nóg í apríl 2019 og sent þá póst á Heilbrigðiseftirlitið en afar lítið virðist hafa verið gert. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar.Krónan Teymi á leiðinni að þrífa Fleiri lýsa yfir vanþóknun á aðbúnaði og vöruúrvali búðarinnar í athugasemdum við færslu Láru. Þá kveðst hún vita til þess að fleiri íbúar á svæðinu hafi kvartað til Heilbrigðiseftirlitsins vegna málsins. Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar svarar Lindu í athugasemd sem hann ritar við færslu hennar í dag. Þar þakkar hann henni fyrir ábendinguna um hið „alvarlega mál í verslun okkar á Kirkjubæjarklaustri“ og segir ástandið algjörlega óásættanlegt. Þá segir hann fyrirtækið munu taka á málum verslunarinnar. „Við höfum þegar sent af stað teymi til að þrífa verslunina eins og við höfum áður gert en það virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Ég ítrekað að við tökum þessu mjög alvarlega og við verðum að skoða stjórnunina á versluninni í ljósi þess að ástandið hefur ekki batnað eftir ábendingar og viðbrögð okkar hingað til.“ Kristinn ítrekar í svari sínu til Vísi að hann taki þetta mál mjög alvarlega. „Það höfðu borist ábendingar áður og myndirnar eru eins og þú segir flestar frá því í fyrravor. Við brugðumst við þá með því að þrífa og koma öllu í lag,“ segir Kristinn. „Það er áhyggjuefni að því hafi ekki verið fylgt eftir og að sama ástand sé að koma upp. Við höfum þegar brugðist við þessum ábendingum í dag með því að senda fólk á staðinn til að taka stöðuna út, þrífa og tryggja að verslunin standi undir þeim kröfum sem við gerum til okkar verslana. Í framhaldinu verða ferlar skoðaðir til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Fréttin varð uppfærð klukkan 16:22 með viðbrögðum Kristins. Linda lýsir því að alltof sjaldan sé þurrkað af í versluninni.Aðsend Linda segir ástandið hafa verið slæmt í langan tíma.Aðsend Neytendur Skaftárhreppur Verslun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íbúi í Skaftárhreppi lýsir ástandinu í verslun Kjarvals á Kirkjubæjarklaustri, einu matvöruverslun bæjarins, sem óboðlegu; vörur séu útrunnar og innanstokksmunir skítugir. Staðan hafi verið afar slæm í langan tíma. Fleiri viðskiptavinir búðarinnar taka undir lýsingar hennar í Facebook-færslu um málið. Rekstrarstjóri Krónunnar, sem rekur Kjarval, segir að þegar verði tekið á málinu. Næsta búð í 70 kílómetra fjarlægð Linda Ösp Gunnarsdóttir, ábúandi á Syðri-Steinsmýri í nágrenni Kirkjubæjarklausturs, vakti athygli á stöðunni í færslu á Facebook í gær. Þar lýsti hún viðvarandi slæmu ástandi í verslun Kjarvals í bænum. Þar væri myglulykt, matarleifar á veggjum, gólfum og hillum og reykingarlykt úr mjólkurkæli. „Ég sem íbúi Skaftárhrepps er búin að fá mig fullsadda af Kjarvalsversluninni á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er eina matvörubúðin á svæðinu fyrir allan hreppinn. Næsta búð er í um 70km fjarlægð! Ástandið er algjörlega óásættanlegt, við höfum ekkert val. Margir íbúar eru búnir að fá sig fullsadda af því ástandi sem ríkir í versluninni,“ skrifar Linda. Með færslunni birtir hún myndir innan úr versluninni sem teknar eru á tímabilinu júlí 2018 til dagsins í dag en flestar þó vorið 2019. Á myndunum má sjá útrunnar vörur til sölu í búðinni, óhreina innanstokksmuni og tómar hillur. Kvartað ítrekað Linda segir í samtali við Vísi að ástandið hafi lítið sem ekkert skánað frá því að fyrstu myndirnar voru teknar. Það sé einkum slæmt sökum þess að næsta matvöruverslun sé á Vík í Mýrdal, tugi kílómetra í burtu, að undanskildum Skaftárskála, bensínstöð á Kirkjubæjarklaustri. Hún kveðst síðast hafa lagt leið sína í Kjarval í gær, þar sem ekki hafi verið álitlegt um að litast. „Það er aldrei þurrkað af og vörurnar eru alltaf útrunnar. Grænmetið og ávextirnir eru sérstaklega slæmir, í skítugum grænmetiskæli.“ Linda kveðst hafa kvartað fyrst undan ástandinu við Festi, eignarhaldsfélagið sem á Krónuna og Kjarval, árið 2018. Hún hafi svo aftur fengið nóg í apríl 2019 og sent þá póst á Heilbrigðiseftirlitið en afar lítið virðist hafa verið gert. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar.Krónan Teymi á leiðinni að þrífa Fleiri lýsa yfir vanþóknun á aðbúnaði og vöruúrvali búðarinnar í athugasemdum við færslu Láru. Þá kveðst hún vita til þess að fleiri íbúar á svæðinu hafi kvartað til Heilbrigðiseftirlitsins vegna málsins. Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar svarar Lindu í athugasemd sem hann ritar við færslu hennar í dag. Þar þakkar hann henni fyrir ábendinguna um hið „alvarlega mál í verslun okkar á Kirkjubæjarklaustri“ og segir ástandið algjörlega óásættanlegt. Þá segir hann fyrirtækið munu taka á málum verslunarinnar. „Við höfum þegar sent af stað teymi til að þrífa verslunina eins og við höfum áður gert en það virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Ég ítrekað að við tökum þessu mjög alvarlega og við verðum að skoða stjórnunina á versluninni í ljósi þess að ástandið hefur ekki batnað eftir ábendingar og viðbrögð okkar hingað til.“ Kristinn ítrekar í svari sínu til Vísi að hann taki þetta mál mjög alvarlega. „Það höfðu borist ábendingar áður og myndirnar eru eins og þú segir flestar frá því í fyrravor. Við brugðumst við þá með því að þrífa og koma öllu í lag,“ segir Kristinn. „Það er áhyggjuefni að því hafi ekki verið fylgt eftir og að sama ástand sé að koma upp. Við höfum þegar brugðist við þessum ábendingum í dag með því að senda fólk á staðinn til að taka stöðuna út, þrífa og tryggja að verslunin standi undir þeim kröfum sem við gerum til okkar verslana. Í framhaldinu verða ferlar skoðaðir til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Fréttin varð uppfærð klukkan 16:22 með viðbrögðum Kristins. Linda lýsir því að alltof sjaldan sé þurrkað af í versluninni.Aðsend Linda segir ástandið hafa verið slæmt í langan tíma.Aðsend
Neytendur Skaftárhreppur Verslun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira