Aðgerð Pogba gekk vel: „Ég finn ekki fyrir tánum en ég er enn á lífi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 10:30 Paul Pogba þarf fjórar vikur til að ná sér góðum eftir aðgerðina. Getty/Robbie Jay Barratt Aðgerð Paul Pogba gekk vel og franski miðjumaðurinn hefur staðfest það í tveimur mjög ólíkum myndböndum. Aðdáendur franska fótboltamannsins fengu smá innsýn í heim sjúklings þegar Pogba bauð þeim upp á skrautlegt myndband skömmu eftir aðgerðina. Paul Pogba kom á samfélagsmiðla rétt eftir aðgerðina sína og sagði fréttir af stöðu mála af sjúkrabeði sínu. Hann var greinilega enn undir áhrifum svæfingarinnar og/eða verkjalyfja og úr varð frekar fyndið myndband. Paul Pogba fór undir hnífinn í gær en þar var reynt að laga ökklann hans sem hefur verið til vandræða allt þetta tímabil. Aðgerðin heppnaðist vel en franski miðjumaðurinn verður frá næstu fjórar vikur vegna hennar. Pogba hefur aðeins náð að spila átta leiki með Manchester United á þessu tímabil og endurkoma hans í desember var stutt gaman. Pogba: "I can't really feel my toes but I'm still alive, that's the good news."https://t.co/JbWaWXROYk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 7, 2020 „Ég veit ekki hvort að ég sé í lagi eða hvort ég undir áhrifum eða allsgáður. Ég lít ekki út fyrir að vera allsgáður og ekki spyrja mig hvernig aðgerðin gekk því ég veit það ekki,“ sagði Paul Pogba í sögu á Instagram. „Ég finn ekki fyrir tánum en ég er enn á lífi og það eru góðar fréttir,“ sagði Pogba. „Ég er ennþá brosandi eftir aðferðina og er lánsamur. Ég er enn á lífi og allt gekk vel. Þeir gáfu mér eitthvað, ég veit ekki hvað það var en mér líður vel,“ sagði Pogba. „Fólk er að segja að ég líti út fyrir að vera drukkinn en ég drakk ekkert alkóhól. Þeir létu mig fá eitthvað í hendina og sögu mér að slaka á en þau töluðu mjög góða frönsku,“ blaðraði Pogba. Pogba eyddi seinna þessu myndbandi af reikningi sínum og skipti því út fyrir annað þar sem hann virtist vera í áfalli að hafa ekki munað eftir að taka upp hitt myndbandið. Pogba's feeling good after his ankle surgery @brfootball (via @paulpogba) pic.twitter.com/vNP5zFHkIh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 7, 2020 Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Aðgerð Paul Pogba gekk vel og franski miðjumaðurinn hefur staðfest það í tveimur mjög ólíkum myndböndum. Aðdáendur franska fótboltamannsins fengu smá innsýn í heim sjúklings þegar Pogba bauð þeim upp á skrautlegt myndband skömmu eftir aðgerðina. Paul Pogba kom á samfélagsmiðla rétt eftir aðgerðina sína og sagði fréttir af stöðu mála af sjúkrabeði sínu. Hann var greinilega enn undir áhrifum svæfingarinnar og/eða verkjalyfja og úr varð frekar fyndið myndband. Paul Pogba fór undir hnífinn í gær en þar var reynt að laga ökklann hans sem hefur verið til vandræða allt þetta tímabil. Aðgerðin heppnaðist vel en franski miðjumaðurinn verður frá næstu fjórar vikur vegna hennar. Pogba hefur aðeins náð að spila átta leiki með Manchester United á þessu tímabil og endurkoma hans í desember var stutt gaman. Pogba: "I can't really feel my toes but I'm still alive, that's the good news."https://t.co/JbWaWXROYk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 7, 2020 „Ég veit ekki hvort að ég sé í lagi eða hvort ég undir áhrifum eða allsgáður. Ég lít ekki út fyrir að vera allsgáður og ekki spyrja mig hvernig aðgerðin gekk því ég veit það ekki,“ sagði Paul Pogba í sögu á Instagram. „Ég finn ekki fyrir tánum en ég er enn á lífi og það eru góðar fréttir,“ sagði Pogba. „Ég er ennþá brosandi eftir aðferðina og er lánsamur. Ég er enn á lífi og allt gekk vel. Þeir gáfu mér eitthvað, ég veit ekki hvað það var en mér líður vel,“ sagði Pogba. „Fólk er að segja að ég líti út fyrir að vera drukkinn en ég drakk ekkert alkóhól. Þeir létu mig fá eitthvað í hendina og sögu mér að slaka á en þau töluðu mjög góða frönsku,“ blaðraði Pogba. Pogba eyddi seinna þessu myndbandi af reikningi sínum og skipti því út fyrir annað þar sem hann virtist vera í áfalli að hafa ekki munað eftir að taka upp hitt myndbandið. Pogba's feeling good after his ankle surgery @brfootball (via @paulpogba) pic.twitter.com/vNP5zFHkIh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 7, 2020
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira