Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2020 23:32 Mikil mótmæli hafa verið á götum höfuðborgarinnar Minsk síðustu daga. EPA Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd frá árinu 1994, var endurkjörinn síðasta sunnudag á umdeildan hátt. Þegar talið var upp úr kjörkössunum vann forsetinn stórsigur en andstæðingar hans neita að samþykkja opinberar niðurstöður og saka Lúkasjenkó og hvít-rússnesk yfirvöld um kosningasvik. Á kosningakvöldið sjálft, eftir að niðurstöður einu útgönguspárinnar sem Lúkasjenkó hafði leyft voru birtar, flykktust mótmælendur út á götur borga landsins og lýstu yfir óánægju sinni. Síðan þá hafa á sjöunda þúsund manns verið handtekin. Barin, afklædd og lamin Þau hinna handteknu sem sleppt hefur verið úr haldi hafa greint frá því að hafa verið beitt harðræði og pyntingum á meðan fangelsun þeirra stóð. BBC greinir frá því að myndir hafi birst á samfélagsmiðlinum Nexta þar sem mótmælendur hafi sýnt meiðsli sín sem lögregla hafi valdið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þá að fangar hafi verið barðir, neyddir til að bera sig og þeim hafi verið hótað nauðgun. “Þau hafa sagt okkur að fangaklefarnir hafi orðið að pyntingaklefum þar sem mótmælendur eru neyddir til að liggja á meðan að lögregla sparkar og lemur þau með kylfum,” segir Marie Struthers yfirmaður Austur-Evrópu og Mið-Asíudeildar Amnesty International. Þá hafa mannréttindasérfræðingar úr röðum Sameinuðu Þjóðanna sagt að viðbrögð hvítrússneskra stjórnvalda við mótmælunum hafi verið hörð og tekið á þeim með of mikilli og ónauðsynlegri hörku. Innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, Júrí Karajév, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist bera ábyrgð á því að mótmælendur hafi meiðst í mótmælunum og bað þá særðu afsökunar. Tveir hafa látið lífið í mótmælunum samkvæmt yfirvöldum. Einn í höfuðborginni Minsk og annar í borginni Gomel í suð-austurhluta Hvíta-Rússlands. Hvíta-Rússland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd frá árinu 1994, var endurkjörinn síðasta sunnudag á umdeildan hátt. Þegar talið var upp úr kjörkössunum vann forsetinn stórsigur en andstæðingar hans neita að samþykkja opinberar niðurstöður og saka Lúkasjenkó og hvít-rússnesk yfirvöld um kosningasvik. Á kosningakvöldið sjálft, eftir að niðurstöður einu útgönguspárinnar sem Lúkasjenkó hafði leyft voru birtar, flykktust mótmælendur út á götur borga landsins og lýstu yfir óánægju sinni. Síðan þá hafa á sjöunda þúsund manns verið handtekin. Barin, afklædd og lamin Þau hinna handteknu sem sleppt hefur verið úr haldi hafa greint frá því að hafa verið beitt harðræði og pyntingum á meðan fangelsun þeirra stóð. BBC greinir frá því að myndir hafi birst á samfélagsmiðlinum Nexta þar sem mótmælendur hafi sýnt meiðsli sín sem lögregla hafi valdið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þá að fangar hafi verið barðir, neyddir til að bera sig og þeim hafi verið hótað nauðgun. “Þau hafa sagt okkur að fangaklefarnir hafi orðið að pyntingaklefum þar sem mótmælendur eru neyddir til að liggja á meðan að lögregla sparkar og lemur þau með kylfum,” segir Marie Struthers yfirmaður Austur-Evrópu og Mið-Asíudeildar Amnesty International. Þá hafa mannréttindasérfræðingar úr röðum Sameinuðu Þjóðanna sagt að viðbrögð hvítrússneskra stjórnvalda við mótmælunum hafi verið hörð og tekið á þeim með of mikilli og ónauðsynlegri hörku. Innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, Júrí Karajév, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist bera ábyrgð á því að mótmælendur hafi meiðst í mótmælunum og bað þá særðu afsökunar. Tveir hafa látið lífið í mótmælunum samkvæmt yfirvöldum. Einn í höfuðborginni Minsk og annar í borginni Gomel í suð-austurhluta Hvíta-Rússlands.
Hvíta-Rússland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira