„Hólmavík á Vestfjörðum“ Steingrímur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 12:41 Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Bókmenntir Íslandsvinir Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun