Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 08:52 Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, verður hæst setti embættismaður ríkisins sem heimsótt hefur Taívan frá 1979. AP/Jacquelyn Martin Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Kína gerir tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Í heimsókn sinni mun Azar meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, og samkvæmt American Institute in Taiwan, sem er í raun óopinbert sendiráð Bandaríkjanna í Taívan, munu þau ræða heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og fleiri málefni, samkvæmt tilkynningu frá AIT. „Taívan hefur verið fyrirmynd varðandi gegnsæi og alþjóðasamvinnu í Covid-19 faraldrinum og löngu fyrir hann,“ segir Azar í tilkynningu. Hann sagðist hlakka til að ítreka stuðning Donald Trump gagnvart Taívan og undirstrika þá sameiginlegu trú ríkjanna að frjáls samfélög séu besta leiði til að verja heilsu íbúa. Utanríkisráðuneyti Kína hefur þegar fordæmt heimsóknina og hefur lagt fram formleg mótmæli í Washington DC. Reuters hefur eftir Wang Wenbin, talsmanni ráðuneytisins, að málefni Taívan sé gríðarlega mikilvægt í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og þar að auki viðkvæmt. Vegna þrýstings frá Kína hefur Taívan verið meinuð aðkoma að alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Kína þar að auki beitt þau fáu ríki sem hafa átt í formlegum samskiptum við Taívan gífurlegum þrýstingi. Flest þeirra ríkja hafa nú slitið þeim samskiptum. Taívan Bandaríkin Kína Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Kína gerir tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Í heimsókn sinni mun Azar meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, og samkvæmt American Institute in Taiwan, sem er í raun óopinbert sendiráð Bandaríkjanna í Taívan, munu þau ræða heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og fleiri málefni, samkvæmt tilkynningu frá AIT. „Taívan hefur verið fyrirmynd varðandi gegnsæi og alþjóðasamvinnu í Covid-19 faraldrinum og löngu fyrir hann,“ segir Azar í tilkynningu. Hann sagðist hlakka til að ítreka stuðning Donald Trump gagnvart Taívan og undirstrika þá sameiginlegu trú ríkjanna að frjáls samfélög séu besta leiði til að verja heilsu íbúa. Utanríkisráðuneyti Kína hefur þegar fordæmt heimsóknina og hefur lagt fram formleg mótmæli í Washington DC. Reuters hefur eftir Wang Wenbin, talsmanni ráðuneytisins, að málefni Taívan sé gríðarlega mikilvægt í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og þar að auki viðkvæmt. Vegna þrýstings frá Kína hefur Taívan verið meinuð aðkoma að alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Kína þar að auki beitt þau fáu ríki sem hafa átt í formlegum samskiptum við Taívan gífurlegum þrýstingi. Flest þeirra ríkja hafa nú slitið þeim samskiptum.
Taívan Bandaríkin Kína Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira