Hyggjast byrja að bólusetja í október Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 21:39 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Mikhail Murashko heilbrigðisráðherra á fundi í janúar síðastliðinn. ALEXEI DRUZHININ/KREML/EPA Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa. Ráðherrann hefur þá sagt að læknar og kennarar yrðu fyrstu starfsstéttirnar sem yrðu bólusettar. Reuters-fréttastofan hefur þá heimildir fyrir því að bóluefnið sem Rússar hyggjast nota verði samþykkt af þar til bærum eftirlitsaðilum síðar í ágúst. Þó hafa einhverjir áhyggjur af fyrirætlunum Rússa um að byrja að bólusetja. Dr. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segist vona að Rússar, og Kínverjar sem einnig hyggja á bólusetningu fyrir veirunni á næstunni, hafi raunverulega prófað bóluefnið áður en það verður tekið í almenna notkun. Fauci hefur sagt að „öruggt og skilvirkt“ bóluefni verði tilbúið í Bandaríkjunum í lok þessa árs. Hann segist telja að Bandaríkin muni geta séð um sig sjálf í bóluefnamálum. „Ég tel það ekki vera svo að margir muni koma fram með bóluefni svo langt á undan okkur að við komum til með að þurfa að treysta á önnur ríki til þess að fá bóluefni,“ sagði Fauci við þingnefnd Bandaríkjaþings á dögunum. Verið er að þróa tugi mismunandi mögulegra bóluefna við veirunni víða um heim og eru yfir 20 þeirra nú í meðferðarrannsóknum. Murashko heilbrigðisráðherra segir að meðferðarrannsókn á rússneska bóluefninu sé lokið. Nú þurfi bara að vinna pappírsvinnuna til að fá bóluefnið samþykkt. „Við hyggjum á útbreidda bólusetningu í október.“ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Sjá meira
Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa. Ráðherrann hefur þá sagt að læknar og kennarar yrðu fyrstu starfsstéttirnar sem yrðu bólusettar. Reuters-fréttastofan hefur þá heimildir fyrir því að bóluefnið sem Rússar hyggjast nota verði samþykkt af þar til bærum eftirlitsaðilum síðar í ágúst. Þó hafa einhverjir áhyggjur af fyrirætlunum Rússa um að byrja að bólusetja. Dr. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segist vona að Rússar, og Kínverjar sem einnig hyggja á bólusetningu fyrir veirunni á næstunni, hafi raunverulega prófað bóluefnið áður en það verður tekið í almenna notkun. Fauci hefur sagt að „öruggt og skilvirkt“ bóluefni verði tilbúið í Bandaríkjunum í lok þessa árs. Hann segist telja að Bandaríkin muni geta séð um sig sjálf í bóluefnamálum. „Ég tel það ekki vera svo að margir muni koma fram með bóluefni svo langt á undan okkur að við komum til með að þurfa að treysta á önnur ríki til þess að fá bóluefni,“ sagði Fauci við þingnefnd Bandaríkjaþings á dögunum. Verið er að þróa tugi mismunandi mögulegra bóluefna við veirunni víða um heim og eru yfir 20 þeirra nú í meðferðarrannsóknum. Murashko heilbrigðisráðherra segir að meðferðarrannsókn á rússneska bóluefninu sé lokið. Nú þurfi bara að vinna pappírsvinnuna til að fá bóluefnið samþykkt. „Við hyggjum á útbreidda bólusetningu í október.“
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Sjá meira