Dyravörður á b5 dæmdur fyrir að fleygja léttadreng á þjóðhátíðardaginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 08:25 B5 dregur nafn sitt af staðsetningu staðarins, Bankastræti 5. Staðnum var gert að loka í kórónuveirufaraldrinum eins og þessi mynd ber með sér. Vísir/Vilhelm Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér. Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér.
Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira