Dyravörður á b5 dæmdur fyrir að fleygja léttadreng á þjóðhátíðardaginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 08:25 B5 dregur nafn sitt af staðsetningu staðarins, Bankastræti 5. Staðnum var gert að loka í kórónuveirufaraldrinum eins og þessi mynd ber með sér. Vísir/Vilhelm Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér. Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Dyravörður á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi á dögunum fyrir líkamsárás fyrir utan staðinn aðfaranótt 17. júní 2018. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu, sem viðbeinsbrotnaði og gat ekki mætt til vinnu í mánuð, tæplega 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sá sem slasaðist hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum þegar hann lenti í orðaskaki við annan mann á b5. Þeim var nokkuð heitt í hamsi og að endingu var þeim báðum vísað út af staðnum, án þess þó að komið hafi til handalögmála á milli þeirra inni á staðnum. Myndbandsupptökur í málinu þóttu sanna að þegar út af b5 var komið hafi þolandinn í málinu gert sig líklegan til að ráðast á manninn sem hann átti í orðaskiptum við inni á staðnum. Þá hafi umræddur dyravörður ákveðið að blanda sér í málið; kom aftan að verðandi fórnarlambi sínu, greip utan um manninn og lyfti honum upp. Sagðist hafa spriklað sig lausan Dyravörðurinn, sem starfað hafði í 11 ár sem slíkur, gekkst við þessari atburðarás fyrir dómi. Aftur á móti voru skiptar skoðanir meðal þeirra sem kallaðir voru fyrir Héraðsdóm Reykjaness um það sem á eftir kom. Saksóknari vildi meina að dyravörðurinn hafi, eftir upplyftinguna, hent hinum gripna með offorsi í jörðina. Við það hafi hann hlotið viðbeinsbrot og mar á höfði auk þess sem hann er talinn hafa misst meðvitund þegar hann hafnaði á Bankastrætinu. Heimilislæknir þess slasaða kvittaði upp á vottorð sem sýndi fram á að maðurinn hafi verið óvinnufær eftir viðskipti sín við dyravörðinn. Fyrir vikið hafi hann ekki getað sinnt skyldum sínum sem léttadrengur á tímabilinu 17. júní 2018 til til 16. júlí 2018. Ekki er hins vegar tekið fram hvar snúningastrákurinn starfaði. Dyravörðurinn hafnaði því hins vegar að hafa fleygt léttadrengnum í jörðina af ásetningi. Barflugan hafi brotist um á hæl og hnakka eftir að dyravörðurinn tók hann upp, til að koma í veg fyrir slagsmál sem hann taldi vera í uppsiglingu, og við það hafi dyravörðurinn misst manninn. Þetta hafi verið „leiðinlegt slys“ eins og samstarfsmaður dyravarðarins orðaði það. Lá óvígur eftir á Bankastræti Dómarinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbandsupptökur af málinu sýndu að sprikl léttadrengsins hafi ekki orðið til þess að dyravörðurinn missti hann. „Af myndbandinu verður enda ekki ráðið að nokkurt hik hafi komið á ákærða þegar hann lyfti brota þola upp og sveiflaði honum síðan af krafti til jarðar,“ segir í dómnum. Þá þótti dómara dyraverðinum ekki til framdráttar að hann hafi skilið þolanda sinn eftir á jörðinni, þó svo að augljóst væri að hann hreyfði sig ekki eftir að hafa skollið á götuna- „í stað þess að huga að ástandi brotaþola eða kalla eftir aðstoð,en slíkt hefði verið nærtækast ef um óviljaverk hefði verið að ræða.“ Dyravörðurinn var því sakfelldur og hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm sem fyrr segir. Þar að auki þurfti hann að greiða fórnarlambinu 779 þúsund krónur í skaðabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má nálgast hér.
Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira