Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 16:06 FILE - In this July 10, 2020, file photo healthcare workers test patients in their cars at a drive-thru coronavirus testing site in Las Vegas. (AP Photo/John Locher, File) AP/John Locher Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. Verulega hefur borið á alls kyns upplýsingafalsi um flest það sem tengist kórónuveiruheimsfaraldurinn, ekki síst á samfélagsmiðlum og netinu. Nú segja bandarískir embættismenn AP-fréttastofunni að tveir einstaklingar sem vitað er að hafi verið hátt settir innan rússnesku herleyniþjónustunnar GRU beri ábyrgð á áróðursherferð sem beinist að vestrænum ríkjum. Vefsíðurnar sem þeir tengjast hafi birt um 150 greinar um viðbrögð við faraldrinum frá því seint í maí og fram í byrjun júlí. Þar á meðal voru umfjallanir um að rússnesk stjórnvöld hefðu veitt Bandaríkjunum umfangsmikla neyðaraðstoð til að glíma við faraldurinn þar og að kínversk stjórnvöld telji kórónuveiruna líffræðilegt vopn. Rússneskir embættismenn hafna ásökununum og segja þær „samsæriskenningar“ og „þráláta fælni“ í garð Rússlands. Ein af vefsíðunum sem Bandaríkjastjórn telur á vegum GRU birti grein þar sem því var alfarið hafnað að hún hefði tengsl við herleyniþjónustuna eða dreifði áróðri. Í tíð Vladímírs Pútín forseta eru rússnesk stjórnvöld talin vinna að því á bak við tjöldin að grafa undan vestrænum lýðræðisríkjum, þar á meðal með áróðursherferðum á samfélagsmiðlum og netinu.AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Fullyrðingar „þvættaðar“ í gegnum aðra miðla Síðurnar sem um ræðir eru skráðar í nafni InfoRos í Rússlandi. Villandi og röngum upplýsingum er dreift á vefsíðum eins og InfoRos.ru, Infobrics.org og OneWorld.press. Greinarnar á síðunum eru sagðar skrifaðar á góðri ensku en með rússneskri slagsíðu. Upplýsingarnar sem þar birtast fara stundum í gegnum aðrar fréttaveitur til að fela uppruna þeirra og veita fullyrðingunum aukið lögmæti. Líkja bandarískir embættismenn því ferli við peningaþvætti. Í sumum tilfellum endurbirta síðurnar efni sem hefur birst annars staðar. Bandarískir embættismenn staðhæfa ekki hvort að áróðrinum sé ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember. Nýlega hafa þó birst greinar þar sem fullyrt er að meint hneyksli stigmagnist nú í kringum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og væntanlegan forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Starfshópur Evrópusambandsins sagði í fyrra að One World væri nýjasta viðbótin í hóp upplýsingafalsmiðla sem njóta stuðnings stjórnvalda í Kreml. Síðan endurómi gjarnan línu rússneskra stjórnvalda um ýmis málefni, þar á meðal stríðið í Sýrlandi. Meintar aðfarir Rússa nú eru taldar minnar óþyrmilega á þær sem þeir eru taldir hafa beitt í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þá héldu þeir úti svonefndri „tröllaverksmiðju“, hópi fólks sem hafði þann starfa að skrifa og dreifa áróðri til að ala á sundrung í bandarísku samfélagi. Bandaríska leyniþjónustan taldi að fyrir Rússum hafi vakað að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Bresk þingnefnd skilaði skýrslu í síðustu viku þar sem þarlend stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega fyrir að rannsaka ekki vísbendingar um að Rússar reyndu að hafa afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslum um sjálfstæði Skotlands árið 2014 og útgönguna úr Evrópusambandinu tveimur árum síðar. Rússland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. 22. júlí 2020 12:39 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. Verulega hefur borið á alls kyns upplýsingafalsi um flest það sem tengist kórónuveiruheimsfaraldurinn, ekki síst á samfélagsmiðlum og netinu. Nú segja bandarískir embættismenn AP-fréttastofunni að tveir einstaklingar sem vitað er að hafi verið hátt settir innan rússnesku herleyniþjónustunnar GRU beri ábyrgð á áróðursherferð sem beinist að vestrænum ríkjum. Vefsíðurnar sem þeir tengjast hafi birt um 150 greinar um viðbrögð við faraldrinum frá því seint í maí og fram í byrjun júlí. Þar á meðal voru umfjallanir um að rússnesk stjórnvöld hefðu veitt Bandaríkjunum umfangsmikla neyðaraðstoð til að glíma við faraldurinn þar og að kínversk stjórnvöld telji kórónuveiruna líffræðilegt vopn. Rússneskir embættismenn hafna ásökununum og segja þær „samsæriskenningar“ og „þráláta fælni“ í garð Rússlands. Ein af vefsíðunum sem Bandaríkjastjórn telur á vegum GRU birti grein þar sem því var alfarið hafnað að hún hefði tengsl við herleyniþjónustuna eða dreifði áróðri. Í tíð Vladímírs Pútín forseta eru rússnesk stjórnvöld talin vinna að því á bak við tjöldin að grafa undan vestrænum lýðræðisríkjum, þar á meðal með áróðursherferðum á samfélagsmiðlum og netinu.AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Fullyrðingar „þvættaðar“ í gegnum aðra miðla Síðurnar sem um ræðir eru skráðar í nafni InfoRos í Rússlandi. Villandi og röngum upplýsingum er dreift á vefsíðum eins og InfoRos.ru, Infobrics.org og OneWorld.press. Greinarnar á síðunum eru sagðar skrifaðar á góðri ensku en með rússneskri slagsíðu. Upplýsingarnar sem þar birtast fara stundum í gegnum aðrar fréttaveitur til að fela uppruna þeirra og veita fullyrðingunum aukið lögmæti. Líkja bandarískir embættismenn því ferli við peningaþvætti. Í sumum tilfellum endurbirta síðurnar efni sem hefur birst annars staðar. Bandarískir embættismenn staðhæfa ekki hvort að áróðrinum sé ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember. Nýlega hafa þó birst greinar þar sem fullyrt er að meint hneyksli stigmagnist nú í kringum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og væntanlegan forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Starfshópur Evrópusambandsins sagði í fyrra að One World væri nýjasta viðbótin í hóp upplýsingafalsmiðla sem njóta stuðnings stjórnvalda í Kreml. Síðan endurómi gjarnan línu rússneskra stjórnvalda um ýmis málefni, þar á meðal stríðið í Sýrlandi. Meintar aðfarir Rússa nú eru taldar minnar óþyrmilega á þær sem þeir eru taldir hafa beitt í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þá héldu þeir úti svonefndri „tröllaverksmiðju“, hópi fólks sem hafði þann starfa að skrifa og dreifa áróðri til að ala á sundrung í bandarísku samfélagi. Bandaríska leyniþjónustan taldi að fyrir Rússum hafi vakað að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Bresk þingnefnd skilaði skýrslu í síðustu viku þar sem þarlend stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega fyrir að rannsaka ekki vísbendingar um að Rússar reyndu að hafa afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslum um sjálfstæði Skotlands árið 2014 og útgönguna úr Evrópusambandinu tveimur árum síðar.
Rússland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. 22. júlí 2020 12:39 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. 22. júlí 2020 12:39
Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58
Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40