Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2020 19:20 Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira