Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2020 19:20 Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira