Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 11:59 Stuðningsmaður Trump heldur á lofti tákninu „Q“ fyrir QAnon-samsæriskenninguna á stuðningsmannafundi forsetans á Flórída árið 2018. Trump hefur ítrekað áframtíst skilaboðum frá QAnon-reikningum á Twitter og lofað frambjóðendur repúblikana sem aðhyllast kenninguna. Vísir/Getty Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. Twitter segir að gripið hafi verið til aðgerðanna vegna samstilltra árása fylgismanna kenningarinnar á aðra notendur á miðlinum. QAnon er framandleg og stoðlaus samsæriskenning sem gengur út á að Trump Bandaríkjaforseti heyi leynilegt stríð á bak við tjöldin til að uppræta voldug satanísk barnaníðingssamtök á heimsvísu sem leggja á ráðin gegn honum. Kenningunni hefur vaxið ásmegin á ysta hægri væng bandarískra stjórnmála og nú er svo komið að sumir frambjóðendur Repúblikanaflokksins aðhyllast hana. Twitter tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði nýlega eytt þúsundum reikninga sem eru tileinkaðir QAnon-samsærinu. Það vinni ennfremur að því að fjarlægja vefslóðir sem vísa í kenninguna úr uppástungum og nýjustu straumum sem miðillinn heldur að notendum. Aðgerðirnar gætu á endanum haft áhrif á fleiri en 150.000 reikninga, að sögn Washington Post. Vísaði Twitter til samhæfðra árása á einstaklinga og brota á notendaskilmálum miðilsins. We ve been clear that we will take strong enforcement action on behavior that has the potential to lead to offline harm. In line with this approach, this week we are taking further action on so-called QAnon activity across the service.— Twitter Safety (@TwitterSafety) July 22, 2020 Aðgerðir samfélagsmiðilsins komu fast á hæla þess að QAnon-fylgjendur létu hótunum og fölskum fullyrðingum rigna yfir fyrirsætuna Chrissy Teigen í síðustu viku. Hún lokaði á fleiri en milljón Twitter-notendur og hótaði því að hætta á miðlinum ef fyrirtækið aðhefðist ekkert. Teigen er með um þrettán milljón fylgjendur á Twitter en fyrirtækið neitar því að aðgerðir þess tengist máli Teigen beint. „Þið hafið ekki „rétt“ á að samhæfa árásir og setja fram líflátshótanir. Það er ekki „skoðun“ að kalla fólk barnaníðinga sem nauðga og éta börn,“ tísti Teigen og svaraði gagnrýnendum sem sökuðu Twitter um ritskoðunartilburði. You don t have a right to coordinate attacks and make death threats. It is not an opinion to call people pedophiles who rape and eat children. https://t.co/Z5QzMuo9uZ— chrissy teigen (@chrissyteigen) July 22, 2020 FBI telur hryðjuverkahættu af kenningunni Twitter er ekki fyrsti samfélagsmiðilinn til að banna QAnon-fylgjendur. Reddit lokaði spjallborði um QAnon fyrir að hvetja til ofbeldis fyrir tveimur árum og Facebook sagðist hafa fjarlægt QAnon-síður í maí, að sögn Washington Post. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) varaði við því í fyrra að QAnon-samsæriskenningin ætti líklega eftir að fá bæði hópa og einstaklinga til þess að fremja lögbrot eða beita ofbeldi. Það hefur þó ekki stöðvað Trump forseta í að deila tístum með QAnon-kenningum ítrekað í gegnum tíðina. Á stuðningsmannafundum hans sjást einnig merki hreyfingarinnar á fötum og húfum. Nokkrir fylgjendur QAnon hafa fengið framgang í forvölum Repúblikanaflokksins fyrir ýmis embætti að undanförnu. Þannig velti áskorandi sem hefur lýst stuðningi við kenninguna sitjandi þingmanni flokksins úr sessi í forvali í Colorado í síðasta mánuði. Marjorie Taylor Greene, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til fulltrúadeildarþingsætis í Georgíu, lýsti QAnon sem „tækifæri sem kemur einu sinni á lífsleiðinni til þess að fjarlægja þennan alþjóðlega hring djöfladýrkandi barnaníðinga“. Trump hefur tíst stuðningi við hana jafnvel þó að leiðtogar á repúblikana hafi reynt að fjarlægja sig henni. Greene hefur jafnframt haft uppi rasískar fullyrðingar um að svartir Bandaríkjamenn séu „þrælar“ Demókrataflokksins og að auðkýfingurinn George Soros sé nasisti. New York Times segir ekki ljóst hversu margir frambjóðendur repúblikana trúi á samsæriskenninguna en þeir gætu hlaupið á tugum. Þó að forysta flokksins reyni að bendla sig ekki við kenninguna styðji hún frambjóðendurna á bak við tjöldin. Twitter nú nóg boðið vegna framferðis fylgjenda QAnon-samsæriskenningarinnar sem brjóta notendaskilmála og samhæfa árásir á aðra notendur.AP/Matt Rourke Samfélagsmiðlar magna upp dreifinguna QAnon-kenningin á rætur sínar að rekja til alræmda spjallborðsins 4chan þar sem notandi sem kallaði sig aðeins „Q“ og fullyrti að hann væri hátt settur opinber embættismaður skildi eftir torræð skilaboð. Fylgjendur kenningarinnar gera svo sitt besta til þess að túlka boðskap Q. Kjarni kenningarinnar er að Trump, studdur hernum, hafi boðið sig fram til forseta til að bjarga löndum sínum frá svonefndu „djúpríki“ embættismanna sem misnota börn og dýrka djöfulinn. Demókratar, pólitískir andstæðingar Trump, styðji þessi varmenni. Fylgjendur kenningarinnar bíða eftir „Vakningunni miklu“, þegar sannleikurinn lítur loksins dagsins ljós. Í umfjöllun The Guardian frá því í júní kom fram að Qanon þróaðist út úr annarri stoðlausri samsæriskenningu sem gekk undir nafninu „Pizzagate“. Það gekk út á að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata árið 2016, ræki barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðarins Comet Ping Pong í Washington-borg. Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir að hann hleypti af skotum úr hríðskotariffli inni á staðnum þegar hann sagðist „rannsaka“ kenninguna í desember árið 2016. Samfélagsmiðlar eru sagðar eiga þátt í að dreifa QAnon-samsæriskenningunni og vekja athygli fólks á henni. Þannig sagði breska blaðið í umfjöllun sinni að blaðamenn þess hafi ekki leitað efni QAnon sérstaklega uppi heldur hafi Facebook mælt með QAnon-hópi við einn þeirra sem hafði gengið í hópa stuðningsmanna Trump og andstæðinga bóluefna og útgöngubanna sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Maður í QAnon-bol á fundi Trump með stuðningsmönnum í Tampa á Flórída árið 2018. Fylgjendur kenningarinnar stoðlausu trúa því að Trump eigi í höggi við sataníska barnaníðinga þess sem þeir kalla „djúpríkið“.Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fjarlægðu tíst vegna höfundaréttar Linkin Park Twitter fjarlægði færslu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti frá samfélagsmiðlastjóra Hvíta hússins eftir höfundarréttarkröfu. 19. júlí 2020 14:39 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. Twitter segir að gripið hafi verið til aðgerðanna vegna samstilltra árása fylgismanna kenningarinnar á aðra notendur á miðlinum. QAnon er framandleg og stoðlaus samsæriskenning sem gengur út á að Trump Bandaríkjaforseti heyi leynilegt stríð á bak við tjöldin til að uppræta voldug satanísk barnaníðingssamtök á heimsvísu sem leggja á ráðin gegn honum. Kenningunni hefur vaxið ásmegin á ysta hægri væng bandarískra stjórnmála og nú er svo komið að sumir frambjóðendur Repúblikanaflokksins aðhyllast hana. Twitter tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði nýlega eytt þúsundum reikninga sem eru tileinkaðir QAnon-samsærinu. Það vinni ennfremur að því að fjarlægja vefslóðir sem vísa í kenninguna úr uppástungum og nýjustu straumum sem miðillinn heldur að notendum. Aðgerðirnar gætu á endanum haft áhrif á fleiri en 150.000 reikninga, að sögn Washington Post. Vísaði Twitter til samhæfðra árása á einstaklinga og brota á notendaskilmálum miðilsins. We ve been clear that we will take strong enforcement action on behavior that has the potential to lead to offline harm. In line with this approach, this week we are taking further action on so-called QAnon activity across the service.— Twitter Safety (@TwitterSafety) July 22, 2020 Aðgerðir samfélagsmiðilsins komu fast á hæla þess að QAnon-fylgjendur létu hótunum og fölskum fullyrðingum rigna yfir fyrirsætuna Chrissy Teigen í síðustu viku. Hún lokaði á fleiri en milljón Twitter-notendur og hótaði því að hætta á miðlinum ef fyrirtækið aðhefðist ekkert. Teigen er með um þrettán milljón fylgjendur á Twitter en fyrirtækið neitar því að aðgerðir þess tengist máli Teigen beint. „Þið hafið ekki „rétt“ á að samhæfa árásir og setja fram líflátshótanir. Það er ekki „skoðun“ að kalla fólk barnaníðinga sem nauðga og éta börn,“ tísti Teigen og svaraði gagnrýnendum sem sökuðu Twitter um ritskoðunartilburði. You don t have a right to coordinate attacks and make death threats. It is not an opinion to call people pedophiles who rape and eat children. https://t.co/Z5QzMuo9uZ— chrissy teigen (@chrissyteigen) July 22, 2020 FBI telur hryðjuverkahættu af kenningunni Twitter er ekki fyrsti samfélagsmiðilinn til að banna QAnon-fylgjendur. Reddit lokaði spjallborði um QAnon fyrir að hvetja til ofbeldis fyrir tveimur árum og Facebook sagðist hafa fjarlægt QAnon-síður í maí, að sögn Washington Post. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) varaði við því í fyrra að QAnon-samsæriskenningin ætti líklega eftir að fá bæði hópa og einstaklinga til þess að fremja lögbrot eða beita ofbeldi. Það hefur þó ekki stöðvað Trump forseta í að deila tístum með QAnon-kenningum ítrekað í gegnum tíðina. Á stuðningsmannafundum hans sjást einnig merki hreyfingarinnar á fötum og húfum. Nokkrir fylgjendur QAnon hafa fengið framgang í forvölum Repúblikanaflokksins fyrir ýmis embætti að undanförnu. Þannig velti áskorandi sem hefur lýst stuðningi við kenninguna sitjandi þingmanni flokksins úr sessi í forvali í Colorado í síðasta mánuði. Marjorie Taylor Greene, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til fulltrúadeildarþingsætis í Georgíu, lýsti QAnon sem „tækifæri sem kemur einu sinni á lífsleiðinni til þess að fjarlægja þennan alþjóðlega hring djöfladýrkandi barnaníðinga“. Trump hefur tíst stuðningi við hana jafnvel þó að leiðtogar á repúblikana hafi reynt að fjarlægja sig henni. Greene hefur jafnframt haft uppi rasískar fullyrðingar um að svartir Bandaríkjamenn séu „þrælar“ Demókrataflokksins og að auðkýfingurinn George Soros sé nasisti. New York Times segir ekki ljóst hversu margir frambjóðendur repúblikana trúi á samsæriskenninguna en þeir gætu hlaupið á tugum. Þó að forysta flokksins reyni að bendla sig ekki við kenninguna styðji hún frambjóðendurna á bak við tjöldin. Twitter nú nóg boðið vegna framferðis fylgjenda QAnon-samsæriskenningarinnar sem brjóta notendaskilmála og samhæfa árásir á aðra notendur.AP/Matt Rourke Samfélagsmiðlar magna upp dreifinguna QAnon-kenningin á rætur sínar að rekja til alræmda spjallborðsins 4chan þar sem notandi sem kallaði sig aðeins „Q“ og fullyrti að hann væri hátt settur opinber embættismaður skildi eftir torræð skilaboð. Fylgjendur kenningarinnar gera svo sitt besta til þess að túlka boðskap Q. Kjarni kenningarinnar er að Trump, studdur hernum, hafi boðið sig fram til forseta til að bjarga löndum sínum frá svonefndu „djúpríki“ embættismanna sem misnota börn og dýrka djöfulinn. Demókratar, pólitískir andstæðingar Trump, styðji þessi varmenni. Fylgjendur kenningarinnar bíða eftir „Vakningunni miklu“, þegar sannleikurinn lítur loksins dagsins ljós. Í umfjöllun The Guardian frá því í júní kom fram að Qanon þróaðist út úr annarri stoðlausri samsæriskenningu sem gekk undir nafninu „Pizzagate“. Það gekk út á að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata árið 2016, ræki barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðarins Comet Ping Pong í Washington-borg. Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir að hann hleypti af skotum úr hríðskotariffli inni á staðnum þegar hann sagðist „rannsaka“ kenninguna í desember árið 2016. Samfélagsmiðlar eru sagðar eiga þátt í að dreifa QAnon-samsæriskenningunni og vekja athygli fólks á henni. Þannig sagði breska blaðið í umfjöllun sinni að blaðamenn þess hafi ekki leitað efni QAnon sérstaklega uppi heldur hafi Facebook mælt með QAnon-hópi við einn þeirra sem hafði gengið í hópa stuðningsmanna Trump og andstæðinga bóluefna og útgöngubanna sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Maður í QAnon-bol á fundi Trump með stuðningsmönnum í Tampa á Flórída árið 2018. Fylgjendur kenningarinnar stoðlausu trúa því að Trump eigi í höggi við sataníska barnaníðinga þess sem þeir kalla „djúpríkið“.Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fjarlægðu tíst vegna höfundaréttar Linkin Park Twitter fjarlægði færslu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti frá samfélagsmiðlastjóra Hvíta hússins eftir höfundarréttarkröfu. 19. júlí 2020 14:39 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fjarlægðu tíst vegna höfundaréttar Linkin Park Twitter fjarlægði færslu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti frá samfélagsmiðlastjóra Hvíta hússins eftir höfundarréttarkröfu. 19. júlí 2020 14:39
FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49
Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31