Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 11:08 Tíst Jeffrey Ross Gunters, bandaríska sendiherrans á Íslandi í gærkvöldi, hefur vakið upp sannkallaða reiðiöldu á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra sem vanda um við Gunter eru íslenskir þingmenn. En þeim sárnar þessi notkun á íslenska fánanum. visir/vilhelm Tíst Jeffrey Ross Gunters, bandaríska sendiherrans á Íslandi í gærkvöldi, hefur vakið upp sannkallaða reiðiöldu á samfélagsmiðlum, ekki síst á Twitter þar sem Gunter fær það óþvegið. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Tvittersamfélagið hellir sér yfir Gunter Athugasemdir hafa hrannast upp þar sem Gunter eru ekki vandaðar kveðjurnar. Smári McCarthy þingmaður er þeirra á meðal og hann segir bendir sendiherranum mynduglega á að vírusinn heiti SARS-CoV-2. Og vírusa beri ekki að kenna við þjóðerni. Né sé vírus ósýnilegur heldur örsmár. Við erum öll á sama báti hvað varðar vírusinn og það að kenna hann við tiltekið þjóðerni hjálpi ekki upp á sakirnar. „Gerðu svo vel að blanda Íslandi ekki saman við slíkan þvætting, takk,“ segir Smári sem ritar athugasemd sína á ensku. Twittersamfélagið telur enga ástæðu til að vanda tal sitt eða setja skoðun sína fram kurteislega. Gunter er kallaður öllum illum nöfnum, sagður fábjáni og raisisti. Er hann hvattur til að eyða þessu tísti sínu og sagt að snauta til síns heima. Dæmi um athugasemdir við Twitterfærslu sendiherrans. Hann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður með meiru segir að á Íslandi sé kórónuveiran ekki kölluð Kína-veiran, vegna þess að það sé rasískt og fábjánalegt. Enn annar sem leggur orð í belg, og vandar um við sendiherrann, er Gunnar Helgason rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hann spyr hvort Gunther sjái einhver mun á stöðu mála í þessum tveimur löndum sem fánarnir vísa til. Annað landið sé starfhæft en hitt ekki. „Hvoru landinu er stjórnað af fábjána?“ spyr Gunnar. Taglhnýtingur Trumps Þannig gengur dælan. Á Facebook fordæmir Egill Helgason sjónvarpsmaður tíst sendiherrans og segir hann taglhnýting Trumps: „Þessi sendiherra, sem er ekki diplómati heldur borgaði ríkulega í kosningasjóð Trumps, ætti að skilja að hér á Íslandi höfum við ekki talað um Kínavírus. Það er líka ansi mikill munur á því hvernig við og Bandaríkjamenn höfum höndlað vírusinn. Hér hafa vísindamenn ráðið ferðinni. Í Bandaríkjunum sæta vísindamenn árásum.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður, segir þar í athugasemd, að hún sé alla jafna ekkert „sérstaklega viðkvæm fyrir notkun íslenska fánans en mér finnst glatað að sjá hann í þessum tilgangi undir persónufornafninu “við” (we)“ Forsmáir íslenska fánann með hinu rasíska samhengi Enn einn þingmaðurinn sem fordæmir framsetningu Jeffrey Ross Gunters sendiherra, og það á Facebook, er Ágúst Ólafur Ágústsson. Honum sárnar þessi notkun á íslenska fánanum og þannig fær þessi útreið sem Gunter fær á sig öfugsnúinn þjóðernislegan svipmót: „Að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi leyfi sér að vísa í íslenska fánann í sömu andrá og hann skrifar að “við” séum “sameinuð” gegn “invisible China virus” er rasískt og heimskulegt rugl. Ég vil því óska eftir að þessi sendiherra noti ekki íslenska fánann í þessum tilgangi.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur, einn helsti stuðingsmaður Vinstri grænna og þar með ríkisstjórnarinnar, hefur haft hægt um sig á samfélagsmiðlum eftir að flokkur hans komst í stjórn. Hann lætur sér nægja að horfa yfir sviðið með spekingslegum svip um leið og hann sparkar í Gunter: „Þökk sé réttsýnu fólki á samfélagsmiðlum er þessi furðulegi bandaríski sendiherra búinn að fá meiri dreifingu á kórónaveiru-status sínum en hann hefði getað látið sig dreyma um án þess að fá breska auglýsingastofu til að setja upp gulan hátalara í Landmannalaugum. Ég ætla að fá mér annan kaffibolla.“ Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Tíst Jeffrey Ross Gunters, bandaríska sendiherrans á Íslandi í gærkvöldi, hefur vakið upp sannkallaða reiðiöldu á samfélagsmiðlum, ekki síst á Twitter þar sem Gunter fær það óþvegið. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Tvittersamfélagið hellir sér yfir Gunter Athugasemdir hafa hrannast upp þar sem Gunter eru ekki vandaðar kveðjurnar. Smári McCarthy þingmaður er þeirra á meðal og hann segir bendir sendiherranum mynduglega á að vírusinn heiti SARS-CoV-2. Og vírusa beri ekki að kenna við þjóðerni. Né sé vírus ósýnilegur heldur örsmár. Við erum öll á sama báti hvað varðar vírusinn og það að kenna hann við tiltekið þjóðerni hjálpi ekki upp á sakirnar. „Gerðu svo vel að blanda Íslandi ekki saman við slíkan þvætting, takk,“ segir Smári sem ritar athugasemd sína á ensku. Twittersamfélagið telur enga ástæðu til að vanda tal sitt eða setja skoðun sína fram kurteislega. Gunter er kallaður öllum illum nöfnum, sagður fábjáni og raisisti. Er hann hvattur til að eyða þessu tísti sínu og sagt að snauta til síns heima. Dæmi um athugasemdir við Twitterfærslu sendiherrans. Hann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður með meiru segir að á Íslandi sé kórónuveiran ekki kölluð Kína-veiran, vegna þess að það sé rasískt og fábjánalegt. Enn annar sem leggur orð í belg, og vandar um við sendiherrann, er Gunnar Helgason rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hann spyr hvort Gunther sjái einhver mun á stöðu mála í þessum tveimur löndum sem fánarnir vísa til. Annað landið sé starfhæft en hitt ekki. „Hvoru landinu er stjórnað af fábjána?“ spyr Gunnar. Taglhnýtingur Trumps Þannig gengur dælan. Á Facebook fordæmir Egill Helgason sjónvarpsmaður tíst sendiherrans og segir hann taglhnýting Trumps: „Þessi sendiherra, sem er ekki diplómati heldur borgaði ríkulega í kosningasjóð Trumps, ætti að skilja að hér á Íslandi höfum við ekki talað um Kínavírus. Það er líka ansi mikill munur á því hvernig við og Bandaríkjamenn höfum höndlað vírusinn. Hér hafa vísindamenn ráðið ferðinni. Í Bandaríkjunum sæta vísindamenn árásum.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður, segir þar í athugasemd, að hún sé alla jafna ekkert „sérstaklega viðkvæm fyrir notkun íslenska fánans en mér finnst glatað að sjá hann í þessum tilgangi undir persónufornafninu “við” (we)“ Forsmáir íslenska fánann með hinu rasíska samhengi Enn einn þingmaðurinn sem fordæmir framsetningu Jeffrey Ross Gunters sendiherra, og það á Facebook, er Ágúst Ólafur Ágústsson. Honum sárnar þessi notkun á íslenska fánanum og þannig fær þessi útreið sem Gunter fær á sig öfugsnúinn þjóðernislegan svipmót: „Að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi leyfi sér að vísa í íslenska fánann í sömu andrá og hann skrifar að “við” séum “sameinuð” gegn “invisible China virus” er rasískt og heimskulegt rugl. Ég vil því óska eftir að þessi sendiherra noti ekki íslenska fánann í þessum tilgangi.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur, einn helsti stuðingsmaður Vinstri grænna og þar með ríkisstjórnarinnar, hefur haft hægt um sig á samfélagsmiðlum eftir að flokkur hans komst í stjórn. Hann lætur sér nægja að horfa yfir sviðið með spekingslegum svip um leið og hann sparkar í Gunter: „Þökk sé réttsýnu fólki á samfélagsmiðlum er þessi furðulegi bandaríski sendiherra búinn að fá meiri dreifingu á kórónaveiru-status sínum en hann hefði getað látið sig dreyma um án þess að fá breska auglýsingastofu til að setja upp gulan hátalara í Landmannalaugum. Ég ætla að fá mér annan kaffibolla.“
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent