Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 11:08 Tíst Jeffrey Ross Gunters, bandaríska sendiherrans á Íslandi í gærkvöldi, hefur vakið upp sannkallaða reiðiöldu á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra sem vanda um við Gunter eru íslenskir þingmenn. En þeim sárnar þessi notkun á íslenska fánanum. visir/vilhelm Tíst Jeffrey Ross Gunters, bandaríska sendiherrans á Íslandi í gærkvöldi, hefur vakið upp sannkallaða reiðiöldu á samfélagsmiðlum, ekki síst á Twitter þar sem Gunter fær það óþvegið. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Tvittersamfélagið hellir sér yfir Gunter Athugasemdir hafa hrannast upp þar sem Gunter eru ekki vandaðar kveðjurnar. Smári McCarthy þingmaður er þeirra á meðal og hann segir bendir sendiherranum mynduglega á að vírusinn heiti SARS-CoV-2. Og vírusa beri ekki að kenna við þjóðerni. Né sé vírus ósýnilegur heldur örsmár. Við erum öll á sama báti hvað varðar vírusinn og það að kenna hann við tiltekið þjóðerni hjálpi ekki upp á sakirnar. „Gerðu svo vel að blanda Íslandi ekki saman við slíkan þvætting, takk,“ segir Smári sem ritar athugasemd sína á ensku. Twittersamfélagið telur enga ástæðu til að vanda tal sitt eða setja skoðun sína fram kurteislega. Gunter er kallaður öllum illum nöfnum, sagður fábjáni og raisisti. Er hann hvattur til að eyða þessu tísti sínu og sagt að snauta til síns heima. Dæmi um athugasemdir við Twitterfærslu sendiherrans. Hann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður með meiru segir að á Íslandi sé kórónuveiran ekki kölluð Kína-veiran, vegna þess að það sé rasískt og fábjánalegt. Enn annar sem leggur orð í belg, og vandar um við sendiherrann, er Gunnar Helgason rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hann spyr hvort Gunther sjái einhver mun á stöðu mála í þessum tveimur löndum sem fánarnir vísa til. Annað landið sé starfhæft en hitt ekki. „Hvoru landinu er stjórnað af fábjána?“ spyr Gunnar. Taglhnýtingur Trumps Þannig gengur dælan. Á Facebook fordæmir Egill Helgason sjónvarpsmaður tíst sendiherrans og segir hann taglhnýting Trumps: „Þessi sendiherra, sem er ekki diplómati heldur borgaði ríkulega í kosningasjóð Trumps, ætti að skilja að hér á Íslandi höfum við ekki talað um Kínavírus. Það er líka ansi mikill munur á því hvernig við og Bandaríkjamenn höfum höndlað vírusinn. Hér hafa vísindamenn ráðið ferðinni. Í Bandaríkjunum sæta vísindamenn árásum.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður, segir þar í athugasemd, að hún sé alla jafna ekkert „sérstaklega viðkvæm fyrir notkun íslenska fánans en mér finnst glatað að sjá hann í þessum tilgangi undir persónufornafninu “við” (we)“ Forsmáir íslenska fánann með hinu rasíska samhengi Enn einn þingmaðurinn sem fordæmir framsetningu Jeffrey Ross Gunters sendiherra, og það á Facebook, er Ágúst Ólafur Ágústsson. Honum sárnar þessi notkun á íslenska fánanum og þannig fær þessi útreið sem Gunter fær á sig öfugsnúinn þjóðernislegan svipmót: „Að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi leyfi sér að vísa í íslenska fánann í sömu andrá og hann skrifar að “við” séum “sameinuð” gegn “invisible China virus” er rasískt og heimskulegt rugl. Ég vil því óska eftir að þessi sendiherra noti ekki íslenska fánann í þessum tilgangi.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur, einn helsti stuðingsmaður Vinstri grænna og þar með ríkisstjórnarinnar, hefur haft hægt um sig á samfélagsmiðlum eftir að flokkur hans komst í stjórn. Hann lætur sér nægja að horfa yfir sviðið með spekingslegum svip um leið og hann sparkar í Gunter: „Þökk sé réttsýnu fólki á samfélagsmiðlum er þessi furðulegi bandaríski sendiherra búinn að fá meiri dreifingu á kórónaveiru-status sínum en hann hefði getað látið sig dreyma um án þess að fá breska auglýsingastofu til að setja upp gulan hátalara í Landmannalaugum. Ég ætla að fá mér annan kaffibolla.“ Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tíst Jeffrey Ross Gunters, bandaríska sendiherrans á Íslandi í gærkvöldi, hefur vakið upp sannkallaða reiðiöldu á samfélagsmiðlum, ekki síst á Twitter þar sem Gunter fær það óþvegið. Í færslu sinni skrifar Gunter „Við stöndum sameinuð í baráttunni við ósýnilegu Kínaveiruna.“ Fyrir aftan skilaboðin setur hann síðan tjákn bandaríska fánans við hlið þess íslenska. Tvittersamfélagið hellir sér yfir Gunter Athugasemdir hafa hrannast upp þar sem Gunter eru ekki vandaðar kveðjurnar. Smári McCarthy þingmaður er þeirra á meðal og hann segir bendir sendiherranum mynduglega á að vírusinn heiti SARS-CoV-2. Og vírusa beri ekki að kenna við þjóðerni. Né sé vírus ósýnilegur heldur örsmár. Við erum öll á sama báti hvað varðar vírusinn og það að kenna hann við tiltekið þjóðerni hjálpi ekki upp á sakirnar. „Gerðu svo vel að blanda Íslandi ekki saman við slíkan þvætting, takk,“ segir Smári sem ritar athugasemd sína á ensku. Twittersamfélagið telur enga ástæðu til að vanda tal sitt eða setja skoðun sína fram kurteislega. Gunter er kallaður öllum illum nöfnum, sagður fábjáni og raisisti. Er hann hvattur til að eyða þessu tísti sínu og sagt að snauta til síns heima. Dæmi um athugasemdir við Twitterfærslu sendiherrans. Hann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður með meiru segir að á Íslandi sé kórónuveiran ekki kölluð Kína-veiran, vegna þess að það sé rasískt og fábjánalegt. Enn annar sem leggur orð í belg, og vandar um við sendiherrann, er Gunnar Helgason rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hann spyr hvort Gunther sjái einhver mun á stöðu mála í þessum tveimur löndum sem fánarnir vísa til. Annað landið sé starfhæft en hitt ekki. „Hvoru landinu er stjórnað af fábjána?“ spyr Gunnar. Taglhnýtingur Trumps Þannig gengur dælan. Á Facebook fordæmir Egill Helgason sjónvarpsmaður tíst sendiherrans og segir hann taglhnýting Trumps: „Þessi sendiherra, sem er ekki diplómati heldur borgaði ríkulega í kosningasjóð Trumps, ætti að skilja að hér á Íslandi höfum við ekki talað um Kínavírus. Það er líka ansi mikill munur á því hvernig við og Bandaríkjamenn höfum höndlað vírusinn. Hér hafa vísindamenn ráðið ferðinni. Í Bandaríkjunum sæta vísindamenn árásum.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður, segir þar í athugasemd, að hún sé alla jafna ekkert „sérstaklega viðkvæm fyrir notkun íslenska fánans en mér finnst glatað að sjá hann í þessum tilgangi undir persónufornafninu “við” (we)“ Forsmáir íslenska fánann með hinu rasíska samhengi Enn einn þingmaðurinn sem fordæmir framsetningu Jeffrey Ross Gunters sendiherra, og það á Facebook, er Ágúst Ólafur Ágústsson. Honum sárnar þessi notkun á íslenska fánanum og þannig fær þessi útreið sem Gunter fær á sig öfugsnúinn þjóðernislegan svipmót: „Að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi leyfi sér að vísa í íslenska fánann í sömu andrá og hann skrifar að “við” séum “sameinuð” gegn “invisible China virus” er rasískt og heimskulegt rugl. Ég vil því óska eftir að þessi sendiherra noti ekki íslenska fánann í þessum tilgangi.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur, einn helsti stuðingsmaður Vinstri grænna og þar með ríkisstjórnarinnar, hefur haft hægt um sig á samfélagsmiðlum eftir að flokkur hans komst í stjórn. Hann lætur sér nægja að horfa yfir sviðið með spekingslegum svip um leið og hann sparkar í Gunter: „Þökk sé réttsýnu fólki á samfélagsmiðlum er þessi furðulegi bandaríski sendiherra búinn að fá meiri dreifingu á kórónaveiru-status sínum en hann hefði getað látið sig dreyma um án þess að fá breska auglýsingastofu til að setja upp gulan hátalara í Landmannalaugum. Ég ætla að fá mér annan kaffibolla.“
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira