Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 16:12 Þrjótarnir eru taldi tilheyra hóp sem gengur meðal annars undir nafninu Cozy Bear og var sakaður um að stela tölvupóstum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Vísir/Getty Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónustu Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafna ásökununum. Ekki kemur fram í sameiginlegu áliti vestrænu leyniþjónustunnar hvaða stofnanir hafi orðið fyrir barðinu á njósnurunum eða hvort að upplýsingum hafi verið stolið í tölvuinnbrotum. Rannsóknir á bóluefni hafi þó ekki verið hindraðar með njósnunum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þrjótarnir eru sagðir hafa notfært sér hugbúnaðargalla til þess að komast inn í tölvukerfi og notað spilliforrit til þess að hlaða skrám upp og niður. Þeir hafi einnig komist yfir auðkenni starfsmanna með svokölluðum vefveiðum (e. Phishing). Breska netöryggisstofnunin (NCSC) segist telja „95%“ líkur á að APT29-hópurinn sem stóð að árásunum tengist rússnesku leyniþjónustunni. Sami hópur, sem einnig er þekktur undir nafninu Cozy Bear, var sakaður um aðild að þjófnaði á tölvupóstum bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar árið 2016. Afar líklegt er talið að þrjótarnir hafi reynt að komast yfir rannsóknargögn um bóluefni eða kórónuveiruna sjálfa. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, segir Rússa ekkert vita um hverjir hafa brotist inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækja og rannsóknastofnana í Bretlandi. „Við getum sagt eitt: Rússland hafði ekkert með þessar tilraunir að gera,“ fullyrðir Peskov. Þrátt fyrir neitun Rússa telja sérfræðingar vel mögulegt að rússneskir njósnarar hafi komið nálægt tölvuinnbrotunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, gekk að sekt Rússa sem vísri þegar hann tjáði sig um leyniþjónustuálitið í dag. „Það er algerlega óásættanlegt að rússnesk leyniþjónustan beiti sér gegn þeim sem vinna að því að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum,“ sagði Raab. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tölvuárásir Bretland Kanada Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónustu Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafna ásökununum. Ekki kemur fram í sameiginlegu áliti vestrænu leyniþjónustunnar hvaða stofnanir hafi orðið fyrir barðinu á njósnurunum eða hvort að upplýsingum hafi verið stolið í tölvuinnbrotum. Rannsóknir á bóluefni hafi þó ekki verið hindraðar með njósnunum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þrjótarnir eru sagðir hafa notfært sér hugbúnaðargalla til þess að komast inn í tölvukerfi og notað spilliforrit til þess að hlaða skrám upp og niður. Þeir hafi einnig komist yfir auðkenni starfsmanna með svokölluðum vefveiðum (e. Phishing). Breska netöryggisstofnunin (NCSC) segist telja „95%“ líkur á að APT29-hópurinn sem stóð að árásunum tengist rússnesku leyniþjónustunni. Sami hópur, sem einnig er þekktur undir nafninu Cozy Bear, var sakaður um aðild að þjófnaði á tölvupóstum bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar árið 2016. Afar líklegt er talið að þrjótarnir hafi reynt að komast yfir rannsóknargögn um bóluefni eða kórónuveiruna sjálfa. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, segir Rússa ekkert vita um hverjir hafa brotist inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækja og rannsóknastofnana í Bretlandi. „Við getum sagt eitt: Rússland hafði ekkert með þessar tilraunir að gera,“ fullyrðir Peskov. Þrátt fyrir neitun Rússa telja sérfræðingar vel mögulegt að rússneskir njósnarar hafi komið nálægt tölvuinnbrotunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, gekk að sekt Rússa sem vísri þegar hann tjáði sig um leyniþjónustuálitið í dag. „Það er algerlega óásættanlegt að rússnesk leyniþjónustan beiti sér gegn þeim sem vinna að því að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum,“ sagði Raab.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tölvuárásir Bretland Kanada Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira