Erlent

Erlendir háskólanemar fá landvistarleyfi í Bandaríkjunum eftir að ákvörðun stjórnvalda var snúið

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Harvard, háskóla sem hafði flutt alla kennslu á internetið.
Frá Harvard, háskóla sem hafði flutt alla kennslu á internetið. AP/Charles Krupa

Bandaríkjastjórn hefur nú ákveðið að draga til baka umdeilda ákvörðun sína sem hefði haft áhrif á mikinn fjölda erlendra nema í bandarískum háskólum. AP greinir frá.

Greint var frá því í vikunni að nemar í Bandaríkjunum sem stunduðu nám sem fært hefur verið á netið verði gert að skipta um námsbraut ellegar yfirgefa landið. Þó nokkrir háskólar höfðu kært ákvörðunina þar á meðal Harvard og MIT en það var við upphaf réttarhalda vegna ákæru skólanna sem ákvörðunin var tilkynnt.

Mikil óvissa hafði ríkt hjá nemendum á meðan að ákvörðunin var í gildi enda höfðu margir skólar fært námið alfarið yfir á Internetið og því margir sem ekki fengu inngöngu inn í Bandaríkin að nýju þegar skólaárið hefst.

Háskólarnir voru einnig andsnúnir ákvörðuninni þar sem að fyrir marga þeirra eru erlendir nemendur stór tekjulind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×