Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 19:59 Hatursorðræða og upplýsingafals hefur fengið að grassera á Facebook. Hundruð auglýsenda sniðganga nú fyrirtækið vegna stefnu þess. Vísir/EPA Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. Ekkert hefur verið ákveðið með mögulegt auglýsingabann sem er enn til umræðu innanhúss hjá Facebook, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Slíkt bann er talið geta dregið úr misvísandi fullyrðingum um kosningarnar síðustu dagana fyrir kjördag. Áhyggjur eru aftur á móti innan Facebook af því að bann gæti komið niður á hópum sem reyna að fá fólk til að kjósa og stjórnmálamönnum sem vilja bregðast við fjölmiðlaumfjöllun eða nýjum upplýsingum. Gagnrýni á stefnu Facebook hefur komið úr ýmsum áttum undanfarin ár. Fyrirtækið hefur fengið bágt fyrir að leyfa miðlinum að verða að gróðrarstíu lyga og samsæriskenninga fyrir þýðingarmiklar kosningar í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir fjórum árum. Facebook undanskilur einnig auglýsingar stjórnmálamanna eða framboðs þeirra staðreyndavöktun. Á sama tíma hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars gripið til aðgerða til þess að ná sér niður á fyrirtækjunum vegna þess að Twitter takmarkaði aðgang að umdeildum tístum hans. Hann hefur einnig hótað að láta loka samfélagsmiðlum. Hundruð auglýsenda sniðganga nú Facebook til þess að mótmæla stefnu þess gagnvart hatursorðræðu og upplýsingafalsi á miðlinum. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. Ekkert hefur verið ákveðið með mögulegt auglýsingabann sem er enn til umræðu innanhúss hjá Facebook, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Slíkt bann er talið geta dregið úr misvísandi fullyrðingum um kosningarnar síðustu dagana fyrir kjördag. Áhyggjur eru aftur á móti innan Facebook af því að bann gæti komið niður á hópum sem reyna að fá fólk til að kjósa og stjórnmálamönnum sem vilja bregðast við fjölmiðlaumfjöllun eða nýjum upplýsingum. Gagnrýni á stefnu Facebook hefur komið úr ýmsum áttum undanfarin ár. Fyrirtækið hefur fengið bágt fyrir að leyfa miðlinum að verða að gróðrarstíu lyga og samsæriskenninga fyrir þýðingarmiklar kosningar í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir fjórum árum. Facebook undanskilur einnig auglýsingar stjórnmálamanna eða framboðs þeirra staðreyndavöktun. Á sama tíma hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars gripið til aðgerða til þess að ná sér niður á fyrirtækjunum vegna þess að Twitter takmarkaði aðgang að umdeildum tístum hans. Hann hefur einnig hótað að láta loka samfélagsmiðlum. Hundruð auglýsenda sniðganga nú Facebook til þess að mótmæla stefnu þess gagnvart hatursorðræðu og upplýsingafalsi á miðlinum.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31
Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58
Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51