Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 08:11 Varnarmálaráðherrann Esper staðfesti að upplýsingar um verðlaunafé hafi komið inn á hans borð. Getty/Alex Wong Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins. Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira