Fær hvorki 650 þúsund krónurnar né iPhone-símann til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 09:24 Lögregla lagði hald á fjármuni manns sem grunaður er um fíkniefnasölu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda manni sem handtekinn var við umferðareftirlit lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé eða iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns á samskiptamiðlum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað. Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit þann 25. maí síðastliðinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími. Þá var maðurinn með Apple iPhone farsíma á sér við handtöku. Munir þessir voru haldlagðir. Sagði kókaínið ætlað sér og vinum sínum Við yfirheyslu hjá lögreglu gekkst maðurinn við því að hafa verið um tuttugu grömm af kókaíni, hann hafi keypt það fyrr um daginn fyrir 300-400 þúsund krónur ætlað honum og vinum hans til eigin nota. Vogin hafi verið ætluð til þess að skipta kókaíninu jafnt á milli sín og vinanna. Hvað varðar reiðuféð sagðist maðurinn hafa ætlað að kaupa sér mótorhjól, og ætlaði hann sér að staðgreiða það. LandsrétturVísir/Vilhelm Vildi maðurinn meina að lögregla ætti að skila sér iPhone-símanum þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Lögreglan hafnaði því að verða við beiðninni um að skila peningunum og símanum. Auglýsti kókaín á Telegram Telur lögregla að rannsókn málsins hafi leitt í ljós upplýsingar um að maðurinn stundi sölu fíkniefna, og hafi gert það um nokkurt skeið. Þannig hafi maðurinn komið við sögu í nokkrum fíkniefnamálum auk þess sem að lögregla rannsaki nú hvort maðurinn kunni að viðriðinn skipulagða brotastarfsemi um viðskipti með fíkniefni, lyf og stera. Telur lögregla að munirnir sem maðurinn vilji fá til baka kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt og að þeir kunni að verða gerðir upptækir með dómi. Í niðurstöðu Landsréttar er tekið undir þessi sjónarmið lögreglu og bent á að í málinu liggi fyrir auglýsing í nafni mannsins af samskiptamiðlinum Telegram þar sem kókaín er boðið til sölu. Lögregla hafi fullnægt lagaskilyrðum til að leggja hald á munina. Var kröfu mannsins því hafnað.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira