Fá átta milljónir vegna mistaka hjá Umboðsmanni skuldara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2020 21:34 Umboðsmaður skuldara. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir. Neytendur Dómsmál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir.
Neytendur Dómsmál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira