Sané fer loks frá Man City til Bayern í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2020 17:35 Sané í leiknum gegn Liverpool þar sem hann sleit krossbönd. Michael Regan/Getty Images Bayern Munich er búið að ganga frá kaupum á Leroy Sané, leikmanni Manchester City. Mun hann ganga til liðs við þýska stórveldið í sumar. Christian Falk – yfirmaður fótboltafrétta hjá þýska miðlinum Bild – hefur staðfest að Sané sé á leið til Bayern frá Manchester City. Orðrómar þess efnis hafa verið háværir í nær allan vetur og nú hefur þetta loks fengist staðfest. Sané mun kosta Bayern tæpar 55 milljónir punda eða vel yfir níu milljarða íslenskar. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. BREAKING: Bayern Munich have agreed a fee of £54.8m with Manchester City for Leroy Sane, with the German set to sign a five-year deal at the club.— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 30, 2020 Sané gekk í raðir Manchester City frá Schalke 04 sumarið 2016 og var stór hluti af City-liðinu sem landaði Englandsmeistaratitlinum árin 2018 og 2019. Talið var að Sané myndi ganga í raðir Bayern síðasta sumar en hann sleit krossbönd í leiknum um Góðgerðarskjöldinn síðasta haust og ekkert varð úr félagaskiptunum. Áhugi Bayern hefur ekki minnkað þó svo að Sané hafi verið frá keppni síðan þá og nú hafa þeir fengið sinn mann. Leroy Sane's move from Manchester City to Bayern is done, reports @cfbayern pic.twitter.com/SAtt1CAl2N— B/R Football (@brfootball) June 30, 2020 Alls hefur hinn 24 ára gamli Sané leikið 25 landsleiki fyrir Þýskaland og gert í þeim fimm mörk. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Bayern Munich er búið að ganga frá kaupum á Leroy Sané, leikmanni Manchester City. Mun hann ganga til liðs við þýska stórveldið í sumar. Christian Falk – yfirmaður fótboltafrétta hjá þýska miðlinum Bild – hefur staðfest að Sané sé á leið til Bayern frá Manchester City. Orðrómar þess efnis hafa verið háværir í nær allan vetur og nú hefur þetta loks fengist staðfest. Sané mun kosta Bayern tæpar 55 milljónir punda eða vel yfir níu milljarða íslenskar. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. BREAKING: Bayern Munich have agreed a fee of £54.8m with Manchester City for Leroy Sane, with the German set to sign a five-year deal at the club.— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 30, 2020 Sané gekk í raðir Manchester City frá Schalke 04 sumarið 2016 og var stór hluti af City-liðinu sem landaði Englandsmeistaratitlinum árin 2018 og 2019. Talið var að Sané myndi ganga í raðir Bayern síðasta sumar en hann sleit krossbönd í leiknum um Góðgerðarskjöldinn síðasta haust og ekkert varð úr félagaskiptunum. Áhugi Bayern hefur ekki minnkað þó svo að Sané hafi verið frá keppni síðan þá og nú hafa þeir fengið sinn mann. Leroy Sane's move from Manchester City to Bayern is done, reports @cfbayern pic.twitter.com/SAtt1CAl2N— B/R Football (@brfootball) June 30, 2020 Alls hefur hinn 24 ára gamli Sané leikið 25 landsleiki fyrir Þýskaland og gert í þeim fimm mörk. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti