Stóra myndin Einar Hermannsson og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 30. júní 2020 10:00 Í dag fara fram sögulegar kosningar hjá SÁÁ. Félagsmenn munu kjósa forystu sem á leiða samtökin áfram til framtíðar. Með mér stendur hópur fólks með reynslu alls staðar að úr samfélaginu sem hafa það sameiginlegt að brenna fyrir velgengni SÁÁ. SÁÁ eru samtök þúsunda Íslendinga sem vilja styðja við bakið á meðferðaúrræðum fyrir fíknisjúklinga og öfluga eftirmeðferð svo ekki sé talað um fjölbreytilegt félagsstarf. Allt er þetta hægt með samvinnu fólks. Fólks sem hefur skýra stefnu og brennandi áhuga á málefninu. Undanfarnar vikur höfum við sem hópur spáð í hvernig við getum gert samtökin hæf til að takast á við framtíðina. Við teljum að öflug nútímleg meðferð unnin af fagstéttum með mismundandi menntun sé vænlegust til árangurs. Það er mikilvægt að stjórn og starfsfólk vinni saman að framtíðarsýn samtakanna, byggða á fjárhagsáætlun, samvinnu og vísindum og að hægt sé að móta stefnu til nokkurra ára fram í tímann, en ekki tólf mánaða í senn eins og nú er. Meðferðin Einhver myndi sennilega reka upp stór augu ef heilbrigðisráðherrann sjálfur færi að reka eða ráða einstaka lækna, hjúkrunarfræðinga eða sálfræðinga á deildum Landspítalans. Þetta gerði framkvæmdastjórn SÁÁ núna í vetur og greip þannig fyrir hendurnar á faglegum stjórnendum. Við verðum að vera skýr um verkaskiptinguna. Framkvæmdastjórn SÁÁ stýrir ekki meðferðarstarfi samtakanna. Það gera faglegir stjórnendur sem til þess eru ráðnir. Við erum að reka heilbrigðisstarfsemi. Það er sérstaklega mikilvægt að halda því til haga að meðferðarstarf SÁÁ þarf að fara fram í samræmi við lögin í landinu, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir. Þetta starf lýtur eftirliti Landlæknis og verður að fara með það starf með sama hætti og hjá öðrum heilbrigðisstofnunum hvað varðar rekstur, öryggi, persónuvernd og fleira. Þetta er ærið starf og það er mikilvægt að stjórnvöld, sem við gerum við milljarðasamninga um rekstur heilbrigðisstarfsemi, geti treyst því að meðferðarstarf SÁÁ fari fram á faglegum grunni. Fjármálin Nú er brýnna en nokkru sinni fyrr að SÁÁ hugi að framtíðinni í uppbyggingu sinni. Við megum ekki missa sjónar á stóru myndinni. Við erum sjálfstæð og öflug samtök alls konar fólks úr öllum geirum samfélagsins. Við verðum saman að standa vörð um markmið og hugsjónir SÁÁ. Og um hvað erum við að tala? Við erum að tala um mikið og ósérhlífið starf í þágu fólks með fíknisjúkdóm og aðstandenda þeirra. Þetta er stóra myndin! Þetta gerum við best með faglegri uppbyggingu og nútímalegri útfærslu sem byggist á samvinnu milli fólks og meðferð sem stýrt er af fagfólki. Fjárhagsstaðan eins og alltaf í sögu samtakanna mætti auðvitað vera betri. Það er ekkert neyðarástand sem betur fer, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn og samdrátt sem honum fylgir. Neyðarástandið er úti í samfélaginu og við megum ekki missa sjónar á því! Reksturinn heldur áfram, reikningar eru greiddir og allir fá laun. En við þurfum að byggja framtíðina á styrkari stoðum en hingað til. Það verður ekki gert með hurðaskellum í ráðuneytum eða annars staðar. Grastótin Það er mikilvægt að bjóða alla velkomna í SÁÁ og hér sé öflugt edrúsamfélag. Þegar einstaklingar koma úr meðferð þarf fólk klárlega að breyta lífi sínu og finna sér ný áhugamál, nýja vini og kunningja, styrkja böndin við fjölskylduna og geta tekið þátt í samfélagi sem hefur skilning og þekkir þarfirnar. Öflugt félagsstarf leikur þar lykilhlutverk að okkar mati. Gríðaleg tækifæri eru þar í starfi SÁÁ. Í dag liggur félagsstarf í þessum stóru öflugu samtökum næstum því niðri. Þessu verðum við að snúa við. Fjáraflanir eru einnig mikilvægur þáttur til að styðja við bakið á samtökunum. Það starf þarf að efla og bæta. Að lokum og að gefnu tilefni Engum í okkar hóp hefur látið sér detta það í huga að afhenda ríkinu SÁÁ, hvorki rekstur, eignir né nokkra einustu flís. Við sem stöndum að þessu viljum sjá SÁÁ vaxa og dafna. Það er komin tími að hætta átökum, valdabrölti og einræði. Það er töluverður munur á að segja: Gerið þetta eða segja: Gerum þetta! Einar Hermannsson, frambjóðandi til formanns SÁÁ. --- Ég styð Einar Hermannsson til formanns og treysti honum til að leiða samtökin SÁÁ áfram af heiðarleika, virðingu og með góðum samskiptum við alla hlutaðeigandi, skjólstæðinga, yfirvöld og starfsfólk. Þannig er best unnið að hag fólks með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra, sem SÁÁ vill helga starfsemi sína. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag fara fram sögulegar kosningar hjá SÁÁ. Félagsmenn munu kjósa forystu sem á leiða samtökin áfram til framtíðar. Með mér stendur hópur fólks með reynslu alls staðar að úr samfélaginu sem hafa það sameiginlegt að brenna fyrir velgengni SÁÁ. SÁÁ eru samtök þúsunda Íslendinga sem vilja styðja við bakið á meðferðaúrræðum fyrir fíknisjúklinga og öfluga eftirmeðferð svo ekki sé talað um fjölbreytilegt félagsstarf. Allt er þetta hægt með samvinnu fólks. Fólks sem hefur skýra stefnu og brennandi áhuga á málefninu. Undanfarnar vikur höfum við sem hópur spáð í hvernig við getum gert samtökin hæf til að takast á við framtíðina. Við teljum að öflug nútímleg meðferð unnin af fagstéttum með mismundandi menntun sé vænlegust til árangurs. Það er mikilvægt að stjórn og starfsfólk vinni saman að framtíðarsýn samtakanna, byggða á fjárhagsáætlun, samvinnu og vísindum og að hægt sé að móta stefnu til nokkurra ára fram í tímann, en ekki tólf mánaða í senn eins og nú er. Meðferðin Einhver myndi sennilega reka upp stór augu ef heilbrigðisráðherrann sjálfur færi að reka eða ráða einstaka lækna, hjúkrunarfræðinga eða sálfræðinga á deildum Landspítalans. Þetta gerði framkvæmdastjórn SÁÁ núna í vetur og greip þannig fyrir hendurnar á faglegum stjórnendum. Við verðum að vera skýr um verkaskiptinguna. Framkvæmdastjórn SÁÁ stýrir ekki meðferðarstarfi samtakanna. Það gera faglegir stjórnendur sem til þess eru ráðnir. Við erum að reka heilbrigðisstarfsemi. Það er sérstaklega mikilvægt að halda því til haga að meðferðarstarf SÁÁ þarf að fara fram í samræmi við lögin í landinu, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir. Þetta starf lýtur eftirliti Landlæknis og verður að fara með það starf með sama hætti og hjá öðrum heilbrigðisstofnunum hvað varðar rekstur, öryggi, persónuvernd og fleira. Þetta er ærið starf og það er mikilvægt að stjórnvöld, sem við gerum við milljarðasamninga um rekstur heilbrigðisstarfsemi, geti treyst því að meðferðarstarf SÁÁ fari fram á faglegum grunni. Fjármálin Nú er brýnna en nokkru sinni fyrr að SÁÁ hugi að framtíðinni í uppbyggingu sinni. Við megum ekki missa sjónar á stóru myndinni. Við erum sjálfstæð og öflug samtök alls konar fólks úr öllum geirum samfélagsins. Við verðum saman að standa vörð um markmið og hugsjónir SÁÁ. Og um hvað erum við að tala? Við erum að tala um mikið og ósérhlífið starf í þágu fólks með fíknisjúkdóm og aðstandenda þeirra. Þetta er stóra myndin! Þetta gerum við best með faglegri uppbyggingu og nútímalegri útfærslu sem byggist á samvinnu milli fólks og meðferð sem stýrt er af fagfólki. Fjárhagsstaðan eins og alltaf í sögu samtakanna mætti auðvitað vera betri. Það er ekkert neyðarástand sem betur fer, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn og samdrátt sem honum fylgir. Neyðarástandið er úti í samfélaginu og við megum ekki missa sjónar á því! Reksturinn heldur áfram, reikningar eru greiddir og allir fá laun. En við þurfum að byggja framtíðina á styrkari stoðum en hingað til. Það verður ekki gert með hurðaskellum í ráðuneytum eða annars staðar. Grastótin Það er mikilvægt að bjóða alla velkomna í SÁÁ og hér sé öflugt edrúsamfélag. Þegar einstaklingar koma úr meðferð þarf fólk klárlega að breyta lífi sínu og finna sér ný áhugamál, nýja vini og kunningja, styrkja böndin við fjölskylduna og geta tekið þátt í samfélagi sem hefur skilning og þekkir þarfirnar. Öflugt félagsstarf leikur þar lykilhlutverk að okkar mati. Gríðaleg tækifæri eru þar í starfi SÁÁ. Í dag liggur félagsstarf í þessum stóru öflugu samtökum næstum því niðri. Þessu verðum við að snúa við. Fjáraflanir eru einnig mikilvægur þáttur til að styðja við bakið á samtökunum. Það starf þarf að efla og bæta. Að lokum og að gefnu tilefni Engum í okkar hóp hefur látið sér detta það í huga að afhenda ríkinu SÁÁ, hvorki rekstur, eignir né nokkra einustu flís. Við sem stöndum að þessu viljum sjá SÁÁ vaxa og dafna. Það er komin tími að hætta átökum, valdabrölti og einræði. Það er töluverður munur á að segja: Gerið þetta eða segja: Gerum þetta! Einar Hermannsson, frambjóðandi til formanns SÁÁ. --- Ég styð Einar Hermannsson til formanns og treysti honum til að leiða samtökin SÁÁ áfram af heiðarleika, virðingu og með góðum samskiptum við alla hlutaðeigandi, skjólstæðinga, yfirvöld og starfsfólk. Þannig er best unnið að hag fólks með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra, sem SÁÁ vill helga starfsemi sína. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun