Blómaskeið lífrænnar matjurtaræktar Ragnheiður I. Þórarinsdóttir skrifar 29. júní 2020 15:00 Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Í mörgum af námsbrautum skólans voru met slegin í umsóknum og það er mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt með 26 umsóknir og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. Aðeins er tekið inn á garðyrkjubrautir á tveggja ára fresti en aukning frá 2018 er um 45%. Greinilegt er af fjölda umsókna í garðyrkjunámið, en einnig í nám við náttúru- og umhverfisfræðabraut að mikill áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum falla einnig mjög vel að þessum aukna áhuga á lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt. Uppfærð aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var nýlega birt og er að finna í henni metnaðarfull markmið um aukna grænmetisframleiðslu hér á landi með áherslu á kolefnishlutleysi hennar. Nánar tiltekið á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum, leggja aukið fjármagn í lífræna framleiðslu og vinna að því markmiði að íslensk garðyrkja verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040. Metnaðarfull markmið af þessu tagi kalla ekki aðeins á að fjármagni sé veitt til verksins, heldur að byggt sé á þekkingu sem orðið hefur til innan greinarinnar og í menntastofnunum á borð við Landbúnaðarháskólann og að bætt sé við þessa þekkingu með rannsóknum. Greinilegt er að stjórnvöld hafa skilning á þessu því í aðgerðaáætluninni er talað um að byggja þurfi upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, en einnig að auka þekkingu bænda með því að auka aðgang þeirra að beinni ráðgjöf og fræðslu. Þessar áherslur stjórnvalda og mikill áhugi nemenda á umhverfisvænni, innlendri matvælaframleiðslu ríma vel við þá þróun sem merkja má í greininni almennt. Nýjar aðferðir og ný tækni eru nýtt í auknum mæli til að auka afköst og minnka kostnað - fjárhagslegan sem umhverfislegan - af ræktuninni. Ef rétt er haldið á spilunum gæti mikið blómaskeið íslenskrar matjurtaræktunar verið framundan. Landbúnaðarháskólinn hefur mikilvægur hlutverki að gegna í þessari þróun. Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi er hjarta garðyrkjumenntunar og garðræktar á Íslandi. Fjölgun útskrifaðra nemenda og frekari uppbygging á náminu þar mun styðja vel við markmið stjórnvalda um aukningu í lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt á Íslandi. Það er verkefni sem við í Landbúnaðarháskólanum hlökkum til að takast á við. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir næsta skólaár, bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Í mörgum af námsbrautum skólans voru met slegin í umsóknum og það er mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt með 26 umsóknir og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. Aðeins er tekið inn á garðyrkjubrautir á tveggja ára fresti en aukning frá 2018 er um 45%. Greinilegt er af fjölda umsókna í garðyrkjunámið, en einnig í nám við náttúru- og umhverfisfræðabraut að mikill áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum falla einnig mjög vel að þessum aukna áhuga á lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt. Uppfærð aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar var nýlega birt og er að finna í henni metnaðarfull markmið um aukna grænmetisframleiðslu hér á landi með áherslu á kolefnishlutleysi hennar. Nánar tiltekið á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum, leggja aukið fjármagn í lífræna framleiðslu og vinna að því markmiði að íslensk garðyrkja verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040. Metnaðarfull markmið af þessu tagi kalla ekki aðeins á að fjármagni sé veitt til verksins, heldur að byggt sé á þekkingu sem orðið hefur til innan greinarinnar og í menntastofnunum á borð við Landbúnaðarháskólann og að bætt sé við þessa þekkingu með rannsóknum. Greinilegt er að stjórnvöld hafa skilning á þessu því í aðgerðaáætluninni er talað um að byggja þurfi upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, en einnig að auka þekkingu bænda með því að auka aðgang þeirra að beinni ráðgjöf og fræðslu. Þessar áherslur stjórnvalda og mikill áhugi nemenda á umhverfisvænni, innlendri matvælaframleiðslu ríma vel við þá þróun sem merkja má í greininni almennt. Nýjar aðferðir og ný tækni eru nýtt í auknum mæli til að auka afköst og minnka kostnað - fjárhagslegan sem umhverfislegan - af ræktuninni. Ef rétt er haldið á spilunum gæti mikið blómaskeið íslenskrar matjurtaræktunar verið framundan. Landbúnaðarháskólinn hefur mikilvægur hlutverki að gegna í þessari þróun. Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi er hjarta garðyrkjumenntunar og garðræktar á Íslandi. Fjölgun útskrifaðra nemenda og frekari uppbygging á náminu þar mun styðja vel við markmið stjórnvalda um aukningu í lífrænni og sjálfbærri matjurtarækt á Íslandi. Það er verkefni sem við í Landbúnaðarháskólanum hlökkum til að takast á við. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun