Eru allir sveitarstjórnarmenn að vinna? Tómas Ellert Tómasson skrifar 29. júní 2020 09:00 Í mars sl. benti bæjarráð Svf. Árborgar á að kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi væri ógn við tekjustofna sveitarfélaga og að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að verja störfin með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar en með því fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantaði og þannig mætti verja störfin. Einnig lagði bæjarráð til að ríkið myndi tímabundið fella niður virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum, sem myndu þá gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum. Á dagskrá Alþingis liggur nú fyrir lagafrumvarp þar sem lögð er til breyting á bráðabirgðaákvæði um endurgreiðslu vegna vinnu manna á byggingarstað. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að bráðabirgðaákvæðið sé lagt til í kjölfar lagabreytinga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélög fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á byggingarstað innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020. Með boðaðri lagabreytingu er að hálfu leyti komið til móts við ábendingar bæjarráðs, sem er vel, en tímabilið sem lagt er til að ákvæðið sé virkt er alltof stutt. Á það bendir einnig Samband íslenskra sveitarfélaga í umsögn sinni um lagafrumvarpið ásamt því að upplýsa um að sveitarfélögin hafi mörg hver verið að flýta fyrir framkvæmdum á stórum verkum á árinu, sem verða þá komin tiltölulega skammt á veg um næstu áramót þegar endurgreiðslutímabilinu á að ljúka. Sambandið hvetur því fjármálaráðuneytið í því samhengi að hefja strax vinnu við gerð frumvarps til lengingar endurgreiðslutímabilsins út árið 2021 svo það geti verið lagt fyrir Alþingi ekki síðar en í haust. Þannig geti sveitarfélögin tekið tillit til þess að tímabilið hafi verið lengt þegar fjárhagsáætlun er tekin fyrir í sveitarstjórn og áætlanir um framkvæmdir næsta árs eru samþykktar. Undirritaður tekur undir hvatningarorð sambandsins og hvetur sveitarstjórnarmenn um land allt til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að koma skilaboðunum áleiðis til ráðherra og þingmanna í sínu héraði. Eru ekki allir sveitarstjórnarmenn að vinna í því? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars sl. benti bæjarráð Svf. Árborgar á að kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi væri ógn við tekjustofna sveitarfélaga og að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að verja störfin með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar en með því fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantaði og þannig mætti verja störfin. Einnig lagði bæjarráð til að ríkið myndi tímabundið fella niður virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum, sem myndu þá gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum. Á dagskrá Alþingis liggur nú fyrir lagafrumvarp þar sem lögð er til breyting á bráðabirgðaákvæði um endurgreiðslu vegna vinnu manna á byggingarstað. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að bráðabirgðaákvæðið sé lagt til í kjölfar lagabreytinga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélög fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á byggingarstað innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020. Með boðaðri lagabreytingu er að hálfu leyti komið til móts við ábendingar bæjarráðs, sem er vel, en tímabilið sem lagt er til að ákvæðið sé virkt er alltof stutt. Á það bendir einnig Samband íslenskra sveitarfélaga í umsögn sinni um lagafrumvarpið ásamt því að upplýsa um að sveitarfélögin hafi mörg hver verið að flýta fyrir framkvæmdum á stórum verkum á árinu, sem verða þá komin tiltölulega skammt á veg um næstu áramót þegar endurgreiðslutímabilinu á að ljúka. Sambandið hvetur því fjármálaráðuneytið í því samhengi að hefja strax vinnu við gerð frumvarps til lengingar endurgreiðslutímabilsins út árið 2021 svo það geti verið lagt fyrir Alþingi ekki síðar en í haust. Þannig geti sveitarfélögin tekið tillit til þess að tímabilið hafi verið lengt þegar fjárhagsáætlun er tekin fyrir í sveitarstjórn og áætlanir um framkvæmdir næsta árs eru samþykktar. Undirritaður tekur undir hvatningarorð sambandsins og hvetur sveitarstjórnarmenn um land allt til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að koma skilaboðunum áleiðis til ráðherra og þingmanna í sínu héraði. Eru ekki allir sveitarstjórnarmenn að vinna í því? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar