Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 16:35 Sara Björk í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. Hún verður líklega hvergi sjáanleg í úrslitaleiknum sjálfum. Stuart Franklin/Getty Images Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira