Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 23:31 Donald Trump tístir mikið. Hann hefur í heildina tíst oftar en 53 þúsund sinnum. Rafael Henrique/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. Tístið telst brjóta í bága við notendaskilmála Twitter um ofbeldisfulla hegðun. Orðrétt tístir forsetinn: „Það verður aldrei „sjálfstjórnarsvæði“ í Washinton D.C. meðan ég er forsetinn ykkar. Ef þau reyna verður þeim mætt með alvarlegu valdi.“ There will never be an “Autonomous Zone” in Washington, D.C., as long as I’m your President. If they try they will be met with serious force!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 23, 2020 Þrátt fyrir að brjóta í bága við skilmála Twitter leyfði samfélagsmiðlarisinn tístinu að standa áfram. Ástæða þess er að Twitter metur málið sem svo að það geti varðað almannahagsmuni að færsla forsetans sé aðgengileg almenningi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Twitter hefur sett fyrirvara við tíst forsetans eða falið þau. Í lok maí tísti Trump samsæriskenningu um að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks (e. mail-in ballots) leiði til kosningasvika. Færði forsetinn engar sönnur fyrir þeirri kenningu sinni. Twitter brást við þessu með því að setja fyrirvara á tíst forsetans og vísaði á hlekk sem leiddi á vefslóð þar sem hægt var að fá nánari upplýsingar um umrædda kjörseðla. Nokkrum dögum síðar tísti forsetinn um óeirðirnar sem ríkt hafa í Bandaríkjunum upp á síðkastið vegna morðsins á George Floyd, en hann lést í Minneapolis í Minnesota þegar lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. Andlát Floyd leiddi til stórfelldra mótmæla um öll Bandaríkin og víðar, og vakti upp umræðu um rótgróið og kerfisbundið ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Í því tísti sagði Trump að mótmælendur væru „óþokkar“ og þeir væru að vanhelga minningu Floyd. Hann hefði talað við ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, og tjáð honum að herinn stæði með honum. Tístið endaði svo á orðunum „Þegar ránin hefjast, hefst skothríðin. Takk fyrir!“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Þetta tíst taldi Twitter sömuleiðis brjóta í bága við skilmála sína, og sagði það hafa hvatt til ofbeldis. Aðgangur að því tísti var einnig heftur, þannig að ekki var hægt að setja „like“ við það né svara því. Tístinu var þó leyft að standa, á sömu forsendum og tístinu sem forsetinn birti í dag. Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. Tístið telst brjóta í bága við notendaskilmála Twitter um ofbeldisfulla hegðun. Orðrétt tístir forsetinn: „Það verður aldrei „sjálfstjórnarsvæði“ í Washinton D.C. meðan ég er forsetinn ykkar. Ef þau reyna verður þeim mætt með alvarlegu valdi.“ There will never be an “Autonomous Zone” in Washington, D.C., as long as I’m your President. If they try they will be met with serious force!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 23, 2020 Þrátt fyrir að brjóta í bága við skilmála Twitter leyfði samfélagsmiðlarisinn tístinu að standa áfram. Ástæða þess er að Twitter metur málið sem svo að það geti varðað almannahagsmuni að færsla forsetans sé aðgengileg almenningi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Twitter hefur sett fyrirvara við tíst forsetans eða falið þau. Í lok maí tísti Trump samsæriskenningu um að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks (e. mail-in ballots) leiði til kosningasvika. Færði forsetinn engar sönnur fyrir þeirri kenningu sinni. Twitter brást við þessu með því að setja fyrirvara á tíst forsetans og vísaði á hlekk sem leiddi á vefslóð þar sem hægt var að fá nánari upplýsingar um umrædda kjörseðla. Nokkrum dögum síðar tísti forsetinn um óeirðirnar sem ríkt hafa í Bandaríkjunum upp á síðkastið vegna morðsins á George Floyd, en hann lést í Minneapolis í Minnesota þegar lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. Andlát Floyd leiddi til stórfelldra mótmæla um öll Bandaríkin og víðar, og vakti upp umræðu um rótgróið og kerfisbundið ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Í því tísti sagði Trump að mótmælendur væru „óþokkar“ og þeir væru að vanhelga minningu Floyd. Hann hefði talað við ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, og tjáð honum að herinn stæði með honum. Tístið endaði svo á orðunum „Þegar ránin hefjast, hefst skothríðin. Takk fyrir!“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Þetta tíst taldi Twitter sömuleiðis brjóta í bága við skilmála sína, og sagði það hafa hvatt til ofbeldis. Aðgangur að því tísti var einnig heftur, þannig að ekki var hægt að setja „like“ við það né svara því. Tístinu var þó leyft að standa, á sömu forsendum og tístinu sem forsetinn birti í dag.
Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira