Fámennt á umdeildum fjöldafundi Trump Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 08:52 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundinum í gær. Vísir/getty Mun færri mættu á stuðningsmannafund Donald Trump Bandaríkjaforseta í Bank of Oklahoma Center en búist var við. Höllin tekur um það bil nítján þúsund manns í sæti og hafði forsetinn lýst því yfir að tæplega milljón manns hefðu óskað eftir miða á fundinn. Áætlað var að bæta við útisvæði fyrir þá sem fengju ekki sæti þar sem ræða forsetans yrði sýnd en ákveðið var að sleppa því í ljósi þess að höllin sjálf var ekki einu sinni full. I feel for @realDonaldTrump. I’ve done shows in a half empty venue. It doesn’t feel good. You have to dig deep and remember why you’re there: to spread hatred and lies. pic.twitter.com/9pAA5CLIgI— Dave Foley (@DaveSFoley) June 20, 2020 Forsetinn hafði verið gagnrýndur fyrir að halda fundinn í miðjum kórónuveirufaraldri en hann gerði veiruna að umfjöllunarefni í ræðu sinni. Gantaðist hann með að hafa krafist færri sýnataka í ljósi þess að svo mörg smit væru að greinast. Fundurinn er ein stærsta samkoma sem fram fer innandyra í landinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Um 2,2 milljón kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og 119 þúsund dauðsföll eru tengd við veiruna. Gestir fundarins þurftu að skrifa undir plagg þar sem þau samþykktu að framboð Trump bæri ekki ábyrgð á sjúkdómum sem gætu smitast milli manna. Á vef BBC er greint frá því að sex starfsmenn framboðsins greindust með kórónuveiruna aðeins nokkrum klukkustundum áður en fundurinn hófst. Trump kenndi fjölmiðlum og mótmælendum um lélega mætingu á fundinn, enda var búist við miklum fjölda líkt og áður sagði. Hrósaði hann þeim sem mættu á fundinn og kallaði stuðningsmenn sína „baráttufólk“ fyrir að mæta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Mun færri mættu á stuðningsmannafund Donald Trump Bandaríkjaforseta í Bank of Oklahoma Center en búist var við. Höllin tekur um það bil nítján þúsund manns í sæti og hafði forsetinn lýst því yfir að tæplega milljón manns hefðu óskað eftir miða á fundinn. Áætlað var að bæta við útisvæði fyrir þá sem fengju ekki sæti þar sem ræða forsetans yrði sýnd en ákveðið var að sleppa því í ljósi þess að höllin sjálf var ekki einu sinni full. I feel for @realDonaldTrump. I’ve done shows in a half empty venue. It doesn’t feel good. You have to dig deep and remember why you’re there: to spread hatred and lies. pic.twitter.com/9pAA5CLIgI— Dave Foley (@DaveSFoley) June 20, 2020 Forsetinn hafði verið gagnrýndur fyrir að halda fundinn í miðjum kórónuveirufaraldri en hann gerði veiruna að umfjöllunarefni í ræðu sinni. Gantaðist hann með að hafa krafist færri sýnataka í ljósi þess að svo mörg smit væru að greinast. Fundurinn er ein stærsta samkoma sem fram fer innandyra í landinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Um 2,2 milljón kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og 119 þúsund dauðsföll eru tengd við veiruna. Gestir fundarins þurftu að skrifa undir plagg þar sem þau samþykktu að framboð Trump bæri ekki ábyrgð á sjúkdómum sem gætu smitast milli manna. Á vef BBC er greint frá því að sex starfsmenn framboðsins greindust með kórónuveiruna aðeins nokkrum klukkustundum áður en fundurinn hófst. Trump kenndi fjölmiðlum og mótmælendum um lélega mætingu á fundinn, enda var búist við miklum fjölda líkt og áður sagði. Hrósaði hann þeim sem mættu á fundinn og kallaði stuðningsmenn sína „baráttufólk“ fyrir að mæta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47