Mega brjóta reglur UEFA út af COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 09:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City með eigendum félagsins. Getty/Victoria Haydn Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp. Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira