Flutt á sjúkrahús eftir árekstur rafmagnshjóls og vespu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 06:32 Konan var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Vísir/vilhelm Kona á rafmagnshjóli var flutt með sjúkrabíl á slysadeild á sjöunda tímanum í gær eftir að hún lenti í árekstri við ungan mann sem ók vespu í undirgöngum í Kópavogi. Ekki er vitað um meiðsl konunnar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ungi maðurinn var með hjálm á höfði og meiddist ekki. Laust eftir klukkan sex var tilkynnt um par hlaupa frá reikningi á veitingahúsi í miðbænum. Parið náðist og kvaðst í upphafi ætlað að greiða fyrir veitingar sem það pantaði á veitingastaðnum. Þá hefði það hins vegar áttað sig á því að hvorugt væri með peninga eða greiðslukort og ákveðið að hlaupa út án þess að greiða reikninginn, að því er segir í dagbók lögreglu. Skírteinislaus með börn í bílnum Þá varð umferðaróhapp í Kópavogi skömmu eftir miðnætti þegar bifreið var ekið á kyrrstæðan bíl, grindverk og hús. Ökumaður og farþegi fóru gangandi frá vettvangi en voru handteknir skömmu síðar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu. Þá stöðvaði lögregla ökumann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og hefur áður verði stöðvaður í akstri án gildra réttinda. Maðurinn var með börn í bifreiðinni og verður því tilkynnt um málið til barnaverndar. Maður var fluttir með sjúkrabíl á slysadeild um miðnætti eftir að hafa dottið af reiðhjóli í miðbænum. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar komið var að honum og jafnframt sagður ofurölvi, að því er segir í dagbók lögreglu. Þá var maður handtekinn í miðbænum grunaður um eignaspjöll. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Kópavogur Reykjavík Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kona á rafmagnshjóli var flutt með sjúkrabíl á slysadeild á sjöunda tímanum í gær eftir að hún lenti í árekstri við ungan mann sem ók vespu í undirgöngum í Kópavogi. Ekki er vitað um meiðsl konunnar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ungi maðurinn var með hjálm á höfði og meiddist ekki. Laust eftir klukkan sex var tilkynnt um par hlaupa frá reikningi á veitingahúsi í miðbænum. Parið náðist og kvaðst í upphafi ætlað að greiða fyrir veitingar sem það pantaði á veitingastaðnum. Þá hefði það hins vegar áttað sig á því að hvorugt væri með peninga eða greiðslukort og ákveðið að hlaupa út án þess að greiða reikninginn, að því er segir í dagbók lögreglu. Skírteinislaus með börn í bílnum Þá varð umferðaróhapp í Kópavogi skömmu eftir miðnætti þegar bifreið var ekið á kyrrstæðan bíl, grindverk og hús. Ökumaður og farþegi fóru gangandi frá vettvangi en voru handteknir skömmu síðar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu. Þá stöðvaði lögregla ökumann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og hefur áður verði stöðvaður í akstri án gildra réttinda. Maðurinn var með börn í bifreiðinni og verður því tilkynnt um málið til barnaverndar. Maður var fluttir með sjúkrabíl á slysadeild um miðnætti eftir að hafa dottið af reiðhjóli í miðbænum. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar komið var að honum og jafnframt sagður ofurölvi, að því er segir í dagbók lögreglu. Þá var maður handtekinn í miðbænum grunaður um eignaspjöll. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Kópavogur Reykjavík Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira