Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 23:21 John Bolton deildi oft vioð Trupm þegar hann var þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Mark Humphrey Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira