Nú þarf Steingrímur J. að svara! Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 16. júní 2020 15:00 Steingrímur J. Sigfússon sá ástæðu til að rjúfa þögnina sem ríkir um aðgerðir hans og ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eftir hrun sl. föstudag, þegar hann svaraði grein eftir Björn Jón Bragason á Eyjan/DV um að þau hefður skattlagt sig úr kreppunni. Þar segir: „...það eru hins vegar tilteknar fullyrðingar Björns Jóns í áðurnefndri grein um hagstjórnarmistök og slakan árangur þáverandi ríkisstjórnar í glímunni við afleiðingar Hrunsins á árunum 2009 -2013 sem ganga svo þvert á tölulegar og skjalfestar staðreyndir, eru svo hrein öfugmæli, að kalla mætti hirðuleysi að láta þeim ómótmælt.“ Það er ánægjulegt að Steingrímur sjá ástæðu til að svara og hér verður hvorki lagt mat á svör hans við gagnrýni Björns Jóns né gagnrýnina sjálfa. Það er hins vegar athyglisvert að Steingrímur telur það „hirðuleysi“ að svara ekki gagnrýni sem gengur „þvert á tölulegar og skjalfestar staðreyndir“ og það vekur upp spurningar um hvað hann gerir þegar gagnrýni er í takt við „tölulegar og skjalfestar staðreyndir“. Frá 18. apríl til 10. maí 2018 skrifaði ég, af gefnu tilefni, þrjú opin bréf til Steingríms J. í þeirri von að fá svör við spurningum sem varða heimilin eftir hrun, Steingrímur stoltur en Katrín felur sig, Bjargvættur eða brennuvargur og Forseti Alþingis á flótta. Ég fékk engin efnisleg svör, bara skæting um „órökstuddar fullyrðingar“ og að hann tæki „ekki þátt í umræðum á þessum forsendum“. Einnig kaus Steingrímur að líta á þessi samskipti sem einka samskipti á milli okkar þó þau væru send á opinbert netfang hans sem þingmaður á Alþingi Íslendinga, birt opinberlega og skýrt tekið fram að um „opin bréf“ væri að ræða. Tölulegar og skjalfestar staðreyndir Áður en lengra er haldið er rétt að skoða nokkrar tölulegar og skjalfestar staðreyndir: Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að 10.000 fjölskyldur hafa misst heimili sín á nauðungarsölum frá hruni og þá á eftir að telja þá sem misstu heimili sín með öðrum hætti, en varlega áætlað eru það svipað margir. Til að gleyma þeim ekki en fullyrða ekkert sem ekki er hægt að standa við, má gera ráð fyrir að a.m.k. 15.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín frá hruni. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að frá hruni hafa verið framkvæmd 172.000 fjárnám af sýslumönnum. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að 135.000 þessara fjárnáma voru árangurslaus. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að fjöldi fólks á leigumarkaði frá hruni hefur aukist í sama hlutfalli og fjöldi þeirra sem misst hefur heimili sín. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að þrátt fyrir mörg og dýr áföll í fjárfestingum hafa bankarnir hagnast um 650 þúsund milljónir frá hruni. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að ef deilt er með 15.000, fjölda þeirra sem misst hafa heimili sín í hendur bankanna í skjalfestan hagnaða þeirra, þá hefur bankinn fengið að meðaltali 43 milljónir frá hverri fjölskyldu, sem er algjörlega í takt við þær tölur sem við þekkjum. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að ef heimili á Íslandi eru 140.000 þá hefur hvert þeirra lagt að meðaltali 4,5 milljónir til bankanna, eða um 400.000 á ári. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að ef Íslendingar eru 360.000 þá hefur hver einasti Íslendingur greitt 1,8 milljónir til bankanna frá hruni. Samhengi hlutanna Svona til að setja þessar háu tölur í samhengi þá er það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að hagnaður bankanna, ekki velta, heldur hagnaður, hefði nægt til að byggja eitt hátæknisjúkrahús á hverju ári frá hruni. 400.000 á ári hefðu líka farið langt með að borga sumarleyfi meðalfjölskyldu, a.m.k. hefði hún getað gert vel við sig annað hvert ár. Ef 15 milljónir fjölskyldna hefður misst heimili sín í Bandaríkjunum, sem hlutfallslega er sama talan, þá hefði það vakið heimsathygli og verið talið merki um að stórfelld mistök hefðu átt sér stað og með fjölmiðla eins og þeir eru þar í landi, hefði engin stjórnmálamaður komist upp með að láta eins og ekkert hefði í skorist gagnvart svo hrikalegri tölulegri og skjalfestri staðreynd. Hvernig svo sem þessar tölur eru skoðaðar, og í hvaða samhengi sem þær eru settar, þá ganga þær ekki upp og það út af fyrir sig er töluleg staðreynd. Eitthvað misfórst með herfilegum hætti á árunum eftir hrun og við sem þjóð eigum rétt á að fá að vita hvað það var. Því verður ekki á móti mælt að endurreisnin á Íslandi hefur verið ótrúleg en það er líka alveg ljóst að hún hefur verið gríðarlega dýru og ósanngjörnu verði keypt. Það nær ekki nokkurri átt að allt þetta fé hafi farið til bankanna í stað þess að vera þjóðfélaginu til góðs. Þar með er ekki sagt að bankarnir megi ekki hagnast, en þessi hagnaður er úr öllu samhengi við þjóðfélagið sem þeir starfa í og hefur komið harkalega niður á því með ýmsum hætti, bæði beinum og óbeinum. Mest hafa þeir goldið sem misst hafa heimili sín og því miður hefði í langflestum tilfellum verið hægt að komast hjá því, ef grundvallarréttindi neytenda hefðu verið virt af bæði stjórnvöldum og dómstólum. Það var ekki gert heldur hafa verið framin gróf mannréttindabrot á þúsundum. Um þau mál verður ekki fjallað nánar hér enda er það gert frá ýmsum hliðum t.d. hér, hér og hér. 3 spurningar sem Steingrímur J. þarf að svara Þar sem Steingrímur hefur nú látið svo lítið að svara „órökstuddum fulyrðingum“ með vandaðri grein, þá eru fjölmargar spurningar sem okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna langar að leggja fyrir hann. Hér er ekki pláss fyrir þær allar, en við látum eftirfarandi nægja í bili og tökum skýrt fram að við óskum opinberra svara því þetta eru hvorki einkamál okkar né hans. Spurningar til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og fyrrverandi fjármálaráðherra: 1. Finnst þér eðlilegt eða ásættanlegt að hver einasti Íslendingur hafi að meðaltali greitt 180.000 krónur á ári í hagnað bankanna fyrir utan annan kostnað? 2. Það er skjalfest staðreynd varðandi gengislánin að þú lofaðir kröfumhöfum bankanna vorið 2009 því að ef lánin yrðu dæmd ólögleg yrðu sett á þau Seðlabankavextir. Í umboði hvers gafstu þetta loforð og hvernig sástu fyrir þér að koma því í kring? Þessu þarf að svara því: a. Fjármálaráðherra hefur ekki vald til að breyta samningum neytenda. b. Þetta loforð brýtur grundvallarsamningsréttindi neytenda um að samningar standi og að ekki megi breyta þeim eftir undirritun neytanda í óhag. c. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem borin var fram á opnum fundi með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Hörpu 15. september 2018, þá var AGS ekki kunnugt um þetta loforð og hafði ekki farið fram á það. d. Samkvæmt svörum þáverandi Seðlabankstjóra Sven Haralds Øygard á útgáfufundi vegna bókar hans vorið 2019, þá var honum ekki kunnugt um þetta loforð. e. Samkvæmt svörum Gylfa Magnússonar á sama fundi, sem var viðskiptaráðherra þegar loforðið var gefið, þá var honum ekki kunnugt um það. f.Var Jóhönnu Sigurðardóttur þv. forsætisráðherra kunnugt um það? g. Var Katrínu Jakobsdóttur, þv. varaformanns VG og núverandi forsætisráherra, kunnugt um það? h. Hvaða lögfræðilegu ráðgjöf fékkstu þegar þú gafst þetta loforð og hverjir veittu þér hana? i.Hvernig sástu fyrir þér að uppfylla þetta loforð þegar ljóst var að dómstólar yrðu að koma að málum? j.Hvaða tryggingu taldir þú þig hafa til að geta uppfyllt loforð sem var í fyrsta lagi ekki á þínu valdi að veita, gekk í öðru lagi gegn lögum um neytenda- og samningsrétt, og þurfti í þriðja lagi bæði aðkomu dómstóla og Alþingis til lagabreytingar og dóma sem brytu á réttindum fólks? 3. Við höfum undir höndum svokölluð „minnisblöð“ úr fjármálaráðuneytinu vegna gengislánanna. Þau eru annars vegar skrifuð af Aðalsteini Jónassyni, þáverandi Hæstaréttarlögmanni sem vann mikið fyrir Landsbankann og er nú dómari í Landsrétti, og Jóhannesi Karli Sveinssyni sem var þín „hægri hönd“ í samningum við kröfuhafa. Minnisblöðin eru dagsett 17. júní 2010, daginn eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega án þess að breyta lánunum að öðru leiti, enda algjörlega ólöglegt að gera það. Í minnisblöðum þessum er farið í „loftfimleika“ með lögin til að komast að þeirri niðurstöðu sem síðar varð og þau virðast vera fyrirmynd þeirra dóma sem á eftir fylgja. a. Hver í fjármálaráðuneytinu pantaði þessi „lögfræðiálit“? b. Hvenær voru þau pöntuð? c. Hvaða fyrirmæli fengu lögfræðingarnir? i.Lögfræðingar geta almennt komist að þeirri niðurstöðu sem „pöntuð er“ og í báðum þessum álitum eru réttindi neytenda algjörlega sniðgengin. d. Annar þessara lögfræðinga var einn helsti lögfræðingur Landsbankans á meðan hinn var þinn helsti samningamaður: i.Er hugsanlegt að hægt hefði verið að leita til hlutlausari aðila? ii.Vegna stöðu Jóhannesar er óhætt að draga þá ályktun að hann hafi vitað að efna þyrfti loforð við kröfuhafa en var Aðalsteini einnig gert það ljóst? e. Hvernig komust þessi álit í hendur Héraðsdóms og hvernig voru samskiptin við dómara Hæstaréttar? i. Það er rétt að ekki eru til sannanir fyrir þessari fullyrðingu enda Hagsmunasamtök heimilanna ekki í aðstöðu til að leita þeirra. En þetta blasir engu að síður við. „Minnisblöðin“ sem fóru mjög leynt, lýsa mikilli hugmyndaauðgi í meðferð laganna, það að dómari í Héraði hafi fengið sömu hugljómanir er nær ómögulegt og að Hæstiréttur hafi svo bætt um betur og staðfest hriplekann dóminn eins og hann gerði, er algjörlega fráleitt en engu að síður staðreynd. Þarna falla of mörg púsl saman til að um tilviljun geti verið að ræða. Við höfum margar fleiri spurningar og erum tilbúin til að að fara yfir þessi mál með Steingrími hvenær sem er fyrir opnum tjöldum, en látum þetta nægja í bili. Ekki ósýnilegur óvinur úr ríki náttúrannar Það er margt gott í grein Steingríms, ekki síst þegar hann rekur ástæður þess að mikilvægt sé að kveða niður „rangfærslur“ á þessum tímum og segir: „Ekki síst nú þegar fram undan er augljóslega á næstu misserum val um leiðir til að takast á við þær skuldbindingar sem ríkissjóður Íslands er sem óðast að hnýta sér þessar vikurnar. Við slíkar aðstæður skiptir öllu máli að byggt sé á staðreyndum og vel ígrunduðum aðgerðum. Einnig má gjarnan læra af reynslunni, sögunni, eins og hægt er. En, þá verður að byggja á því sem raunverulega gerðist, því sem varð hin raunverulega útkoma en ekki bulli.“ Ég gæti ekki verið meira sammála þessum orðum og það er einmitt ástæða þess að við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum verið að kalla eftir Rannsóknarskýrslu heimilanna. Við getum ekki stungið höfðinu í sandinn. Þó árangur hafi náðst þá var hann dýru verði keyptur – þar sem sumir guldu fyrir með aleigu sinni og jafnvel heilsu. Að lokum segir Steingrímur: Tvennt skal svo áréttað. Enginn má nokkru sinni fara að trúa því að þetta hafi verið auðvelt og án fórna. Þrátt fyrir góðan vilja urðu ýmsir illa úti og bera enn ör eftir þessa tíma. Til þess er sárt að hugsa af því það voru mannanna verk sem leiddu þessar hörmungar yfir okkur. Hér var ekki á ferðinni ósýnilegur óvinur úr ríki náttúrunnar. Þetta er eina tilvísun Steingríms í fórnir heimilanna. Það er auðvelt að ákveða fórnir annarra og engin þeirra sem tók ákvarðanirnar sem leiddu til þessara fórna hafa misst sín eigin heimili. En ég vil benda Steingrími á að margir bera ekki bara ör, heldur svöðusár og varðandi hinn „góða vilja“, þá sést hann best á því hvort reynt er að bæta fyrir mistökin og fórnirnar, eða ekki. Það verður því miður að segjast eins og er að hinn „góði vilji“ hefur verið vel falin frá hruni og er enn. Ekkert hefur verið hlustað á hróp fórnarlambanna og þaðan af síður reynt að bæta þeim tjónið. Þvert á móti hafa fórnarlömb þessara aðgerða mætt lítisvirðingu og ásökunum um að þetta sé þeim sjálfum að kenna, þegar öllum má vera ljóst að svo er yfirleitt alls ekki. Já, það er virkilega „sárt [til þess ] að hugsa [að] það voru mannanna verk sem leiddu þessar hörmungar yfir okkur. Hér var ekki á ferðinni ósýnilegur óvinur úr ríki náttúrunnar.“ Það er kominn tími til að þeir „menn“ sem unnu þessi verk, gangist við þeim og geri þau upp. Öðru vísi mun aldrei gróa um heilt á Íslandi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon sá ástæðu til að rjúfa þögnina sem ríkir um aðgerðir hans og ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eftir hrun sl. föstudag, þegar hann svaraði grein eftir Björn Jón Bragason á Eyjan/DV um að þau hefður skattlagt sig úr kreppunni. Þar segir: „...það eru hins vegar tilteknar fullyrðingar Björns Jóns í áðurnefndri grein um hagstjórnarmistök og slakan árangur þáverandi ríkisstjórnar í glímunni við afleiðingar Hrunsins á árunum 2009 -2013 sem ganga svo þvert á tölulegar og skjalfestar staðreyndir, eru svo hrein öfugmæli, að kalla mætti hirðuleysi að láta þeim ómótmælt.“ Það er ánægjulegt að Steingrímur sjá ástæðu til að svara og hér verður hvorki lagt mat á svör hans við gagnrýni Björns Jóns né gagnrýnina sjálfa. Það er hins vegar athyglisvert að Steingrímur telur það „hirðuleysi“ að svara ekki gagnrýni sem gengur „þvert á tölulegar og skjalfestar staðreyndir“ og það vekur upp spurningar um hvað hann gerir þegar gagnrýni er í takt við „tölulegar og skjalfestar staðreyndir“. Frá 18. apríl til 10. maí 2018 skrifaði ég, af gefnu tilefni, þrjú opin bréf til Steingríms J. í þeirri von að fá svör við spurningum sem varða heimilin eftir hrun, Steingrímur stoltur en Katrín felur sig, Bjargvættur eða brennuvargur og Forseti Alþingis á flótta. Ég fékk engin efnisleg svör, bara skæting um „órökstuddar fullyrðingar“ og að hann tæki „ekki þátt í umræðum á þessum forsendum“. Einnig kaus Steingrímur að líta á þessi samskipti sem einka samskipti á milli okkar þó þau væru send á opinbert netfang hans sem þingmaður á Alþingi Íslendinga, birt opinberlega og skýrt tekið fram að um „opin bréf“ væri að ræða. Tölulegar og skjalfestar staðreyndir Áður en lengra er haldið er rétt að skoða nokkrar tölulegar og skjalfestar staðreyndir: Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að 10.000 fjölskyldur hafa misst heimili sín á nauðungarsölum frá hruni og þá á eftir að telja þá sem misstu heimili sín með öðrum hætti, en varlega áætlað eru það svipað margir. Til að gleyma þeim ekki en fullyrða ekkert sem ekki er hægt að standa við, má gera ráð fyrir að a.m.k. 15.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín frá hruni. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að frá hruni hafa verið framkvæmd 172.000 fjárnám af sýslumönnum. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að 135.000 þessara fjárnáma voru árangurslaus. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að fjöldi fólks á leigumarkaði frá hruni hefur aukist í sama hlutfalli og fjöldi þeirra sem misst hefur heimili sín. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að þrátt fyrir mörg og dýr áföll í fjárfestingum hafa bankarnir hagnast um 650 þúsund milljónir frá hruni. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að ef deilt er með 15.000, fjölda þeirra sem misst hafa heimili sín í hendur bankanna í skjalfestan hagnaða þeirra, þá hefur bankinn fengið að meðaltali 43 milljónir frá hverri fjölskyldu, sem er algjörlega í takt við þær tölur sem við þekkjum. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að ef heimili á Íslandi eru 140.000 þá hefur hvert þeirra lagt að meðaltali 4,5 milljónir til bankanna, eða um 400.000 á ári. Það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að ef Íslendingar eru 360.000 þá hefur hver einasti Íslendingur greitt 1,8 milljónir til bankanna frá hruni. Samhengi hlutanna Svona til að setja þessar háu tölur í samhengi þá er það er „töluleg og skjalfest staðreynd“ að hagnaður bankanna, ekki velta, heldur hagnaður, hefði nægt til að byggja eitt hátæknisjúkrahús á hverju ári frá hruni. 400.000 á ári hefðu líka farið langt með að borga sumarleyfi meðalfjölskyldu, a.m.k. hefði hún getað gert vel við sig annað hvert ár. Ef 15 milljónir fjölskyldna hefður misst heimili sín í Bandaríkjunum, sem hlutfallslega er sama talan, þá hefði það vakið heimsathygli og verið talið merki um að stórfelld mistök hefðu átt sér stað og með fjölmiðla eins og þeir eru þar í landi, hefði engin stjórnmálamaður komist upp með að láta eins og ekkert hefði í skorist gagnvart svo hrikalegri tölulegri og skjalfestri staðreynd. Hvernig svo sem þessar tölur eru skoðaðar, og í hvaða samhengi sem þær eru settar, þá ganga þær ekki upp og það út af fyrir sig er töluleg staðreynd. Eitthvað misfórst með herfilegum hætti á árunum eftir hrun og við sem þjóð eigum rétt á að fá að vita hvað það var. Því verður ekki á móti mælt að endurreisnin á Íslandi hefur verið ótrúleg en það er líka alveg ljóst að hún hefur verið gríðarlega dýru og ósanngjörnu verði keypt. Það nær ekki nokkurri átt að allt þetta fé hafi farið til bankanna í stað þess að vera þjóðfélaginu til góðs. Þar með er ekki sagt að bankarnir megi ekki hagnast, en þessi hagnaður er úr öllu samhengi við þjóðfélagið sem þeir starfa í og hefur komið harkalega niður á því með ýmsum hætti, bæði beinum og óbeinum. Mest hafa þeir goldið sem misst hafa heimili sín og því miður hefði í langflestum tilfellum verið hægt að komast hjá því, ef grundvallarréttindi neytenda hefðu verið virt af bæði stjórnvöldum og dómstólum. Það var ekki gert heldur hafa verið framin gróf mannréttindabrot á þúsundum. Um þau mál verður ekki fjallað nánar hér enda er það gert frá ýmsum hliðum t.d. hér, hér og hér. 3 spurningar sem Steingrímur J. þarf að svara Þar sem Steingrímur hefur nú látið svo lítið að svara „órökstuddum fulyrðingum“ með vandaðri grein, þá eru fjölmargar spurningar sem okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna langar að leggja fyrir hann. Hér er ekki pláss fyrir þær allar, en við látum eftirfarandi nægja í bili og tökum skýrt fram að við óskum opinberra svara því þetta eru hvorki einkamál okkar né hans. Spurningar til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og fyrrverandi fjármálaráðherra: 1. Finnst þér eðlilegt eða ásættanlegt að hver einasti Íslendingur hafi að meðaltali greitt 180.000 krónur á ári í hagnað bankanna fyrir utan annan kostnað? 2. Það er skjalfest staðreynd varðandi gengislánin að þú lofaðir kröfumhöfum bankanna vorið 2009 því að ef lánin yrðu dæmd ólögleg yrðu sett á þau Seðlabankavextir. Í umboði hvers gafstu þetta loforð og hvernig sástu fyrir þér að koma því í kring? Þessu þarf að svara því: a. Fjármálaráðherra hefur ekki vald til að breyta samningum neytenda. b. Þetta loforð brýtur grundvallarsamningsréttindi neytenda um að samningar standi og að ekki megi breyta þeim eftir undirritun neytanda í óhag. c. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem borin var fram á opnum fundi með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Hörpu 15. september 2018, þá var AGS ekki kunnugt um þetta loforð og hafði ekki farið fram á það. d. Samkvæmt svörum þáverandi Seðlabankstjóra Sven Haralds Øygard á útgáfufundi vegna bókar hans vorið 2019, þá var honum ekki kunnugt um þetta loforð. e. Samkvæmt svörum Gylfa Magnússonar á sama fundi, sem var viðskiptaráðherra þegar loforðið var gefið, þá var honum ekki kunnugt um það. f.Var Jóhönnu Sigurðardóttur þv. forsætisráðherra kunnugt um það? g. Var Katrínu Jakobsdóttur, þv. varaformanns VG og núverandi forsætisráherra, kunnugt um það? h. Hvaða lögfræðilegu ráðgjöf fékkstu þegar þú gafst þetta loforð og hverjir veittu þér hana? i.Hvernig sástu fyrir þér að uppfylla þetta loforð þegar ljóst var að dómstólar yrðu að koma að málum? j.Hvaða tryggingu taldir þú þig hafa til að geta uppfyllt loforð sem var í fyrsta lagi ekki á þínu valdi að veita, gekk í öðru lagi gegn lögum um neytenda- og samningsrétt, og þurfti í þriðja lagi bæði aðkomu dómstóla og Alþingis til lagabreytingar og dóma sem brytu á réttindum fólks? 3. Við höfum undir höndum svokölluð „minnisblöð“ úr fjármálaráðuneytinu vegna gengislánanna. Þau eru annars vegar skrifuð af Aðalsteini Jónassyni, þáverandi Hæstaréttarlögmanni sem vann mikið fyrir Landsbankann og er nú dómari í Landsrétti, og Jóhannesi Karli Sveinssyni sem var þín „hægri hönd“ í samningum við kröfuhafa. Minnisblöðin eru dagsett 17. júní 2010, daginn eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega án þess að breyta lánunum að öðru leiti, enda algjörlega ólöglegt að gera það. Í minnisblöðum þessum er farið í „loftfimleika“ með lögin til að komast að þeirri niðurstöðu sem síðar varð og þau virðast vera fyrirmynd þeirra dóma sem á eftir fylgja. a. Hver í fjármálaráðuneytinu pantaði þessi „lögfræðiálit“? b. Hvenær voru þau pöntuð? c. Hvaða fyrirmæli fengu lögfræðingarnir? i.Lögfræðingar geta almennt komist að þeirri niðurstöðu sem „pöntuð er“ og í báðum þessum álitum eru réttindi neytenda algjörlega sniðgengin. d. Annar þessara lögfræðinga var einn helsti lögfræðingur Landsbankans á meðan hinn var þinn helsti samningamaður: i.Er hugsanlegt að hægt hefði verið að leita til hlutlausari aðila? ii.Vegna stöðu Jóhannesar er óhætt að draga þá ályktun að hann hafi vitað að efna þyrfti loforð við kröfuhafa en var Aðalsteini einnig gert það ljóst? e. Hvernig komust þessi álit í hendur Héraðsdóms og hvernig voru samskiptin við dómara Hæstaréttar? i. Það er rétt að ekki eru til sannanir fyrir þessari fullyrðingu enda Hagsmunasamtök heimilanna ekki í aðstöðu til að leita þeirra. En þetta blasir engu að síður við. „Minnisblöðin“ sem fóru mjög leynt, lýsa mikilli hugmyndaauðgi í meðferð laganna, það að dómari í Héraði hafi fengið sömu hugljómanir er nær ómögulegt og að Hæstiréttur hafi svo bætt um betur og staðfest hriplekann dóminn eins og hann gerði, er algjörlega fráleitt en engu að síður staðreynd. Þarna falla of mörg púsl saman til að um tilviljun geti verið að ræða. Við höfum margar fleiri spurningar og erum tilbúin til að að fara yfir þessi mál með Steingrími hvenær sem er fyrir opnum tjöldum, en látum þetta nægja í bili. Ekki ósýnilegur óvinur úr ríki náttúrannar Það er margt gott í grein Steingríms, ekki síst þegar hann rekur ástæður þess að mikilvægt sé að kveða niður „rangfærslur“ á þessum tímum og segir: „Ekki síst nú þegar fram undan er augljóslega á næstu misserum val um leiðir til að takast á við þær skuldbindingar sem ríkissjóður Íslands er sem óðast að hnýta sér þessar vikurnar. Við slíkar aðstæður skiptir öllu máli að byggt sé á staðreyndum og vel ígrunduðum aðgerðum. Einnig má gjarnan læra af reynslunni, sögunni, eins og hægt er. En, þá verður að byggja á því sem raunverulega gerðist, því sem varð hin raunverulega útkoma en ekki bulli.“ Ég gæti ekki verið meira sammála þessum orðum og það er einmitt ástæða þess að við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum verið að kalla eftir Rannsóknarskýrslu heimilanna. Við getum ekki stungið höfðinu í sandinn. Þó árangur hafi náðst þá var hann dýru verði keyptur – þar sem sumir guldu fyrir með aleigu sinni og jafnvel heilsu. Að lokum segir Steingrímur: Tvennt skal svo áréttað. Enginn má nokkru sinni fara að trúa því að þetta hafi verið auðvelt og án fórna. Þrátt fyrir góðan vilja urðu ýmsir illa úti og bera enn ör eftir þessa tíma. Til þess er sárt að hugsa af því það voru mannanna verk sem leiddu þessar hörmungar yfir okkur. Hér var ekki á ferðinni ósýnilegur óvinur úr ríki náttúrunnar. Þetta er eina tilvísun Steingríms í fórnir heimilanna. Það er auðvelt að ákveða fórnir annarra og engin þeirra sem tók ákvarðanirnar sem leiddu til þessara fórna hafa misst sín eigin heimili. En ég vil benda Steingrími á að margir bera ekki bara ör, heldur svöðusár og varðandi hinn „góða vilja“, þá sést hann best á því hvort reynt er að bæta fyrir mistökin og fórnirnar, eða ekki. Það verður því miður að segjast eins og er að hinn „góði vilji“ hefur verið vel falin frá hruni og er enn. Ekkert hefur verið hlustað á hróp fórnarlambanna og þaðan af síður reynt að bæta þeim tjónið. Þvert á móti hafa fórnarlömb þessara aðgerða mætt lítisvirðingu og ásökunum um að þetta sé þeim sjálfum að kenna, þegar öllum má vera ljóst að svo er yfirleitt alls ekki. Já, það er virkilega „sárt [til þess ] að hugsa [að] það voru mannanna verk sem leiddu þessar hörmungar yfir okkur. Hér var ekki á ferðinni ósýnilegur óvinur úr ríki náttúrunnar.“ Það er kominn tími til að þeir „menn“ sem unnu þessi verk, gangist við þeim og geri þau upp. Öðru vísi mun aldrei gróa um heilt á Íslandi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar