Vígðu steinbryggjuna í miðborginni Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2020 09:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vígði steinbryggjuna á skáldatorgi á mótum Hafnarstrætis og Tryggvagötu í gær. Á vef borgarinnar segir að bryggjan sé eitt helsta kennileiti borgarinnar og eitt merkasta mannvirki Reykjavíkurhafna sem eigi rætur að rekja til gömlu bæjarbryggjunnar sem var byggð í Reykjavík 1884. Steinbryggjan hafi verið mikilvæg samgöngubót fyrir Reykjavík allt frá því hún leysti gömlu trébryggjurnar af hólmi undir lok 19. aldar og þar til að hún hvarf undir landfyllingu árið 1940. Steinbryggja í Reykjavíkurhöfn árið 1937.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Haft er eftir Degi að steinbryggjan hafi gegnt ótrúlega mikilvægu hlutverki við þróun borgarinnar. „Við sjáum að mannfjöldi jókst stórum skrefum ár frá ári í Reykjavík og var það ekki síst vegna þess að við vorum loksins búin að fjárfesta í almennilegri höfn. Nú gegnir Steinbryggjan hinsvegar öðru hlutverki og er orðin að áfangastað í borginni þar sem maður getur setið í skjólinu innan um nýju húsin á Hafnartorgi, fengið sér kaffibolla og notið borgarlífsins,“ sagði borgarstjórinn við vígslu bryggjunnar. Dönsku konungshjónin, Christian X og Alexandrine ganga á rauðum dregli upp Steinbryggjuna, 26. júní 1921.Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Ólafur Magnússon „Hefði verið gaman að vita af þessu“ Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar sá svo um að sníða henni þann búning sem hún er í núna með tilsögn frá Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafni. Hönnun hins nýja torgs var í höndum Landmótunar, lýsing var í höndum Mannvits og Faxaflóahafnir sáu um menningarmerkingar segir í tilkynningunni. Ef marka má Facebook-síðu Landmótunar virðist sem að fulltrúum þess hafi hins vegar ekki boðið til vígslunnar þó að Reykjavíkurborg sé þar óskað til hamingju með vígsluna. Á torginu við bryggjuna er ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur Vetur meitlað í stein við skáldabekk. „Bekkurinn tengist rafrænum kóða sem gera snjallsímaeigendum kleift að hlusta á ljóðalestur. Bókmenntaborgin Reykjavík stýrir því verkefni, sem snýst um að færa orðlistina út á stræti og torg, og gera hana sýnilega sem varanlegan hluta af umhverfinu,“ segir í tilkynningunni. Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vígði steinbryggjuna á skáldatorgi á mótum Hafnarstrætis og Tryggvagötu í gær. Á vef borgarinnar segir að bryggjan sé eitt helsta kennileiti borgarinnar og eitt merkasta mannvirki Reykjavíkurhafna sem eigi rætur að rekja til gömlu bæjarbryggjunnar sem var byggð í Reykjavík 1884. Steinbryggjan hafi verið mikilvæg samgöngubót fyrir Reykjavík allt frá því hún leysti gömlu trébryggjurnar af hólmi undir lok 19. aldar og þar til að hún hvarf undir landfyllingu árið 1940. Steinbryggja í Reykjavíkurhöfn árið 1937.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Haft er eftir Degi að steinbryggjan hafi gegnt ótrúlega mikilvægu hlutverki við þróun borgarinnar. „Við sjáum að mannfjöldi jókst stórum skrefum ár frá ári í Reykjavík og var það ekki síst vegna þess að við vorum loksins búin að fjárfesta í almennilegri höfn. Nú gegnir Steinbryggjan hinsvegar öðru hlutverki og er orðin að áfangastað í borginni þar sem maður getur setið í skjólinu innan um nýju húsin á Hafnartorgi, fengið sér kaffibolla og notið borgarlífsins,“ sagði borgarstjórinn við vígslu bryggjunnar. Dönsku konungshjónin, Christian X og Alexandrine ganga á rauðum dregli upp Steinbryggjuna, 26. júní 1921.Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Ólafur Magnússon „Hefði verið gaman að vita af þessu“ Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar sá svo um að sníða henni þann búning sem hún er í núna með tilsögn frá Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafni. Hönnun hins nýja torgs var í höndum Landmótunar, lýsing var í höndum Mannvits og Faxaflóahafnir sáu um menningarmerkingar segir í tilkynningunni. Ef marka má Facebook-síðu Landmótunar virðist sem að fulltrúum þess hafi hins vegar ekki boðið til vígslunnar þó að Reykjavíkurborg sé þar óskað til hamingju með vígsluna. Á torginu við bryggjuna er ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur Vetur meitlað í stein við skáldabekk. „Bekkurinn tengist rafrænum kóða sem gera snjallsímaeigendum kleift að hlusta á ljóðalestur. Bókmenntaborgin Reykjavík stýrir því verkefni, sem snýst um að færa orðlistina út á stræti og torg, og gera hana sýnilega sem varanlegan hluta af umhverfinu,“ segir í tilkynningunni.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira