Tíu ár fyrir tilraun til manndráps Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 17:01 Árásin átti sér stað í Neskaupstað á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar. Dómurinn þyngdi þar með dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi manninn í sex ára fangelsi í nóvember síðastliðinn. Sigurði var sömuleiðis gert að greiða fórnarlambinu 2,7 milljónir króna í miskabætur. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, margsinnis ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi í Neskaupstað með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stakk fórnarlambið í háls og margsinnis í líkama Sigurður stakk manninn í hálsinn og margsinnis í líkama, þar á meðal hægra megin framan á brjóstkassa, í kvið, í hægri síðu, mjaðmakamb og bak, hægri öxl, upphandlegg og hendi og vinstri hendi. Málinu var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins, en Landsréttur staðfesti sakfellingu og heimfærslu brots hans til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sannað þótti að Sigurður hefði sýnt einbeittan brotavilja við verknaðinn og að hending ein hefði ráðið því að fórnarlambið hefði ekki látist. Beinn ásetningur að fórnarlambið biði bana af Talið var að atlagan hefði verið með þeim hætti að það hafi verið beinn ásetningur Sigurðar að fórnarlambið biði bana af. Í dómi héraðsdóms kom fram að Sigurður hafi farið frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili mannsins í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar. Dómurinn þyngdi þar með dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi manninn í sex ára fangelsi í nóvember síðastliðinn. Sigurði var sömuleiðis gert að greiða fórnarlambinu 2,7 milljónir króna í miskabætur. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, margsinnis ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi í Neskaupstað með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stakk fórnarlambið í háls og margsinnis í líkama Sigurður stakk manninn í hálsinn og margsinnis í líkama, þar á meðal hægra megin framan á brjóstkassa, í kvið, í hægri síðu, mjaðmakamb og bak, hægri öxl, upphandlegg og hendi og vinstri hendi. Málinu var áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins, en Landsréttur staðfesti sakfellingu og heimfærslu brots hans til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að sannað þótti að Sigurður hefði sýnt einbeittan brotavilja við verknaðinn og að hending ein hefði ráðið því að fórnarlambið hefði ekki látist. Beinn ásetningur að fórnarlambið biði bana af Talið var að atlagan hefði verið með þeim hætti að það hafi verið beinn ásetningur Sigurðar að fórnarlambið biði bana af. Í dómi héraðsdóms kom fram að Sigurður hafi farið frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili mannsins í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka.
Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira